Flugvöllurinn hörfar fyrir nýju hverfi með gangandi og hjólandi í forgangi Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júní 2020 23:00 Nýja hverfið rís austan við núverandi byggð í Skerjafirði. Hér má sjá fyrri áfanga en síðari áfangi verður að hluta á uppfyllingu. Mynd/Reykjavíkurborg. Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Gert er ráð fyrir allt að 1.500 íbúðum í nýja hverfinu í tveggja til fimm hæða húsum auk leik- og grunnskóla. Í fyrri áfanga verða allt að 700 íbúðir en síðan er gert ráð fyrir uppfyllingu og strönd sem hluta seinni áfanga en nýtt deiliskipulag fyrir svæðið var kynnt á fundi síðdegis. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, er formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við erum gríðarlega stolt af þessari uppbyggingu og þá sérstaklega það að þarna er gert ráð fyrir miklum fjölda íbúða fyrir ungt fólk, fyrstu kaupendur, og stúdenta,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur . Athygli vekur að einkabílnum er að mestu vikið til hliðar. „Þetta hverfi er skipulagt þannig að gangandi og hjólandi eru í algerum forgangi í allri innviðahönnun og bílastæðamál verða í rauninni leyst í einu miðlægu bílastæðahúsi,“ segir Sigurborg en í bílastæðahúsinu verður einnig þjónustukjarni með matvöruverslun. Bílastæðahúsið verður jafnframt þjónustukjarni með matvöruverslun.Mynd/Reykjavíkurborg Hverfið rís á svæði sem núna tilheyrir flugvellinum og gerir borgin ráð fyrir að flugvallargirðingin verði færð í sumar. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, telur að með því að ráðast í framkvæmdir þarna áður en nýtt flugvallarstæði liggur fyrir sé borgin að brjóta gegn samkomulagi við ríkið. Þessu hafnar Sigurborg. „Það er ekki verið að brjóta neina samninga. Það er verið að uppfylla þá samninga sem hafa verið gerðir milli ríkis og borgar.“ Hún segir hverfið ekki hafa bein áhrif á rekstur flugvallarins. Nothæfisstuðull hans haldist óbreyttur, ekki sé verið að byggja upp fyrir hindranafleti og öll uppbyggingin eigi sér stað fyrir utan öryggissvæði vallarins. Markmiðið sé þó að flugvöllurinn fari. „Íbúar hafa kosið flugvöllinn burt. Aðalskipulagið segir að flugvöllurinn skuli fara. Það er þjóðhagslega hagkvæmt að flytja flugvöllinn. Nú stöndum við frammi fyrir loftlagsbreytingum og þá er eitt stærsta skref sem við getum gert er að þétta byggðina og byggja íbúðabyggð þar sem flugvöllurinn er,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fréttir af flugi Skipulag Borgarstjórn Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Kynningarfundur fyrir Nýja Skerjafjörð í beinni útsendingu Kynningarfundur á deiliskipulagstillögu fyrir Nýja Skerjafjörð verður í beinni útsendingu klukkan 17. 3. júní 2020 16:30 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Sjá meira
Bílnum verður ýtt til hliðar og gangandi og hjólandi vegfarendur settir forgang í nýju hverfi Reykjavíkur í Skerjafirði. Talsmaður borgarstjórnarmeirihlutans hafnar því að verið sé að brjóta samninga við ríkið í flugvallarmálinu með uppbyggingu svæðisins. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Gert er ráð fyrir allt að 1.500 íbúðum í nýja hverfinu í tveggja til fimm hæða húsum auk leik- og grunnskóla. Í fyrri áfanga verða allt að 700 íbúðir en síðan er gert ráð fyrir uppfyllingu og strönd sem hluta seinni áfanga en nýtt deiliskipulag fyrir svæðið var kynnt á fundi síðdegis. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata, er formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við erum gríðarlega stolt af þessari uppbyggingu og þá sérstaklega það að þarna er gert ráð fyrir miklum fjölda íbúða fyrir ungt fólk, fyrstu kaupendur, og stúdenta,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur . Athygli vekur að einkabílnum er að mestu vikið til hliðar. „Þetta hverfi er skipulagt þannig að gangandi og hjólandi eru í algerum forgangi í allri innviðahönnun og bílastæðamál verða í rauninni leyst í einu miðlægu bílastæðahúsi,“ segir Sigurborg en í bílastæðahúsinu verður einnig þjónustukjarni með matvöruverslun. Bílastæðahúsið verður jafnframt þjónustukjarni með matvöruverslun.Mynd/Reykjavíkurborg Hverfið rís á svæði sem núna tilheyrir flugvellinum og gerir borgin ráð fyrir að flugvallargirðingin verði færð í sumar. Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, telur að með því að ráðast í framkvæmdir þarna áður en nýtt flugvallarstæði liggur fyrir sé borgin að brjóta gegn samkomulagi við ríkið. Þessu hafnar Sigurborg. „Það er ekki verið að brjóta neina samninga. Það er verið að uppfylla þá samninga sem hafa verið gerðir milli ríkis og borgar.“ Hún segir hverfið ekki hafa bein áhrif á rekstur flugvallarins. Nothæfisstuðull hans haldist óbreyttur, ekki sé verið að byggja upp fyrir hindranafleti og öll uppbyggingin eigi sér stað fyrir utan öryggissvæði vallarins. Markmiðið sé þó að flugvöllurinn fari. „Íbúar hafa kosið flugvöllinn burt. Aðalskipulagið segir að flugvöllurinn skuli fara. Það er þjóðhagslega hagkvæmt að flytja flugvöllinn. Nú stöndum við frammi fyrir loftlagsbreytingum og þá er eitt stærsta skref sem við getum gert er að þétta byggðina og byggja íbúðabyggð þar sem flugvöllurinn er,“ segir Sigurborg Ósk Haraldsdóttir. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fréttir af flugi Skipulag Borgarstjórn Reykjavík Reykjavíkurflugvöllur Tengdar fréttir Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45 Kynningarfundur fyrir Nýja Skerjafjörð í beinni útsendingu Kynningarfundur á deiliskipulagstillögu fyrir Nýja Skerjafjörð verður í beinni útsendingu klukkan 17. 3. júní 2020 16:30 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Afnám samsköttunar hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Sjá meira
Segir nýja byggð í Skerjafirði atlögu gagnvart flugvellinum Áform borgarstjórnarmeirihlutans um nýja byggð í Skerjafirði, sem kynnt verða á morgun, eru atlaga að Reykjavíkurflugvelli og skemmdarverk af stærstu gráðu, að mati Vigdísar Hauksdóttur, borgarfulltrúa Miðflokksins. 2. júní 2020 21:45
Kynningarfundur fyrir Nýja Skerjafjörð í beinni útsendingu Kynningarfundur á deiliskipulagstillögu fyrir Nýja Skerjafjörð verður í beinni útsendingu klukkan 17. 3. júní 2020 16:30