Slökkvilið Brunavarna Suðurnesja hefur verið kallað út að Marriott-hótelinu á Aðalgötu í Keflavík eftir að tilkynning barst um eld.
Samkvæmt upplýsingum frá Brunavörnum Suðurnesja hefur bíll verið sendur á vettvang, en ekki liggur fyrir um umfang eldsins.
Tilkynningin barst skömmu eftir hádegi.
Uppfært kl 12:30: Eftir að slökkvilið kom á staðinn var ljóst að um minniháttar mál var að ræða. Segulloki á hitaveitugrind hafi brunnið yfir og því hafi fylgt lykt og reykur.