Anna María Friðgeirsdóttir tryggði Selfossi fyrsta titil sumarsins í kvennaflokki er hún skoraði sigurmark liðsins í 2-1 sigri á Val í Meistarakeppni KSÍ sem fór fram á Origo-vellinum í dag.
Elín Metta Jensen kom Íslandsmeisturunum yfir í fyrri hálfleik en Tiffany McCarty jafnaði metin er sjö mínútur voru liðnar af síðari hálfleik og þá gengu bikarmeistararnir á lagið.
Sigurmarkið kom svo tíu mínútum fyrir leikslok er Anna María skoraði með langskoti, yfir Söndru Sigurðardóttur í marki Vals. Pepsi Max-deild kvenna hefst svo á föstudagskvöldið með leik Vals og KR.