„Þetta verður bylting fyrir Selfoss“ Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 6. júní 2020 19:23 Forsetahjónin kynntu sér nýja miðbæinn á Selfossi í vikunni og sýndu verkefninu mikinn áhuga. Vísir/Magnús Hlynur Framkvæmdir við byggingu nýs miðbæjar á Selfossi ganga vel en þar á að byggja 35 sögufrægar byggingar frá ýmsum stöðum á landinu á sex hektara svæði. Fyrsti áfanginn verður tekin í notkun eftir ár með þrettán húsum. Nýi miðbærinn er að rísa beint á móti Ölfusárbrú þegar komið er á Selfoss. Það er Sigtún Þróunarfélag sem byggir með þá Leó Árnason og Guðjón Arngrímsson, fremsta í flokki. JÁVERK á Selfossi byggir húsinu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Elisa Reid, forsetafrú fengu kynningu á miðbænum í vikunni, ásamt forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja, sem ætla að vera í miðbænum, auk þess var bæjarfulltrúum í Árborg boðið, ásamt öðrum góðum gestum. „Staðan er bara eins og áætlanir gera ráð fyrir og við gerum ráð fyrir að opna fyrsta áfanga í nýjum miðbæ, sem telur þrettán hús eftir ár. Hér verður eftir mikið af verslunum og veitingastöðum og íbúðum. Þetta verður lifandi mannlíf og skemmtilegur miðbær,“ segir Leó og bætir við. „Þetta eru allt hús, sem eiga sér sögulegar fyrirmyndir. Við erum í rauninni að byggja sögustað, hús sem stóðu einhvern tímann á Íslandi og eru núna að rísa í nýjum miðbæ. Að mörgu leyti erum við að endurbyggja söguna og útkoman verður þessi klassíski íslenski stíll sem að allir þekkja, elska og finnst notalegur.“ Leó segir að frægasta húsið verði án vafa gamla Mjólkurbú Flóamanna, hús sem að Guðjón Samúelsson teiknaði og var byggt 1929 og síðan rifið. Það hús verður andlit nýja miðbæjarins. Líkan af nýja miðbænum á Selfossi þar sem gamla húsnæði Mjólkurbús Flóamanna verður "andlit" nýja bæjarsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta verður bylting fyrir Selfoss og algjör bylting fyrir samfélagið hér og ég vona að þessi nýi miðbær verði uppspretta tækifæra, ekki eingöngu hér í miðbænum, heldur styrki stoðir undir fjölbreytta starfsemi, fjölbreytt fyrirtæki og fjölbreytt mannlíf,“ segir Leó. Árborg Forseti Íslands Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira
Framkvæmdir við byggingu nýs miðbæjar á Selfossi ganga vel en þar á að byggja 35 sögufrægar byggingar frá ýmsum stöðum á landinu á sex hektara svæði. Fyrsti áfanginn verður tekin í notkun eftir ár með þrettán húsum. Nýi miðbærinn er að rísa beint á móti Ölfusárbrú þegar komið er á Selfoss. Það er Sigtún Þróunarfélag sem byggir með þá Leó Árnason og Guðjón Arngrímsson, fremsta í flokki. JÁVERK á Selfossi byggir húsinu. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Elisa Reid, forsetafrú fengu kynningu á miðbænum í vikunni, ásamt forsvarsmönnum þeirra fyrirtækja, sem ætla að vera í miðbænum, auk þess var bæjarfulltrúum í Árborg boðið, ásamt öðrum góðum gestum. „Staðan er bara eins og áætlanir gera ráð fyrir og við gerum ráð fyrir að opna fyrsta áfanga í nýjum miðbæ, sem telur þrettán hús eftir ár. Hér verður eftir mikið af verslunum og veitingastöðum og íbúðum. Þetta verður lifandi mannlíf og skemmtilegur miðbær,“ segir Leó og bætir við. „Þetta eru allt hús, sem eiga sér sögulegar fyrirmyndir. Við erum í rauninni að byggja sögustað, hús sem stóðu einhvern tímann á Íslandi og eru núna að rísa í nýjum miðbæ. Að mörgu leyti erum við að endurbyggja söguna og útkoman verður þessi klassíski íslenski stíll sem að allir þekkja, elska og finnst notalegur.“ Leó segir að frægasta húsið verði án vafa gamla Mjólkurbú Flóamanna, hús sem að Guðjón Samúelsson teiknaði og var byggt 1929 og síðan rifið. Það hús verður andlit nýja miðbæjarins. Líkan af nýja miðbænum á Selfossi þar sem gamla húsnæði Mjólkurbús Flóamanna verður "andlit" nýja bæjarsins.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Þetta verður bylting fyrir Selfoss og algjör bylting fyrir samfélagið hér og ég vona að þessi nýi miðbær verði uppspretta tækifæra, ekki eingöngu hér í miðbænum, heldur styrki stoðir undir fjölbreytta starfsemi, fjölbreytt fyrirtæki og fjölbreytt mannlíf,“ segir Leó.
Árborg Forseti Íslands Mest lesið Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Bjósti ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Fleiri fréttir „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Sjá meira