Bush á meðal repúblikana sem ætla ekki að kjósa Trump Kjartan Kjartansson skrifar 7. júní 2020 12:13 George W. Bush, sem var forseti Bandaríkjanna frá 2001 til 2009, kaus Trump ekki árið 2016 og ætlar heldur ekki að gera það nú. Hann gaf frá sér yfirlýsingu í síðustu viku þar sem hann hvatti bandarísku þjóðina til einingar á sama tíma og Trump hótaði að beita mótmælendur lögregluofbeldis og kynþáttahyggju hörku. Vísir/EPA Nokkrir áhrifamenn í Repúblikanaflokknum ætla annað hvort ekki að kjósa Donald Trump í forsetakosningunum í haust eða jafnvel greiða Joe Biden, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt. George W. Bush, fyrrverandi forseti, er á meðal þeirra sem ætlar ekki að styðja Trump til endurkjörs. Eftir að Trump tryggði sér útnefningu Repúblikanaflokksins og vann sigur í kosningunum árið 2016 þögnuðu nær allar gagnrýnisraddir sem heyrðust innan flokksins þegar framboð raunveruleikastjörnunnar var ekki tekið alvarlega. Sem forseti hefur Trump nánast ekki mætt neinu andófi innan eigin flokks jafnvel þegar hann hefur þótt brjóta gegn gamalgrónum hefðum og venjum um hegðun forseta. Repúblikanar sem voru ósammála Trump hafa ýmist fylkt sér að baki honum eða hætt á þingi frekar en að þurfa að þola formælingar forsetans á samfélagmiðlum og kosningafundum. Þannig hafa þingmenn repúblikana að miklu leyti setið hljóðir undir furðulegustu uppákomum forsetatíðar Trump eins og þegar forsetinn þráaðist við að fordæma nýnasista og hvíta þjóðernissinna eftir óeirðir í Charlottesville árið 2017 og hann tók orð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta fram yfir bandarísku leyniþjónustuna á fundi þeirra árið 2018. Nú segir New York Times hins vegar að nokkrir nafntogaðir repúblikanar glími við hversu langt þeir eigi að ganga í að upplýsa um að þeir ætli ekki að styðja Trump til endurkjörs í nóvember. Sumir eru jafnvel sagðir ætla að greiða Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og forsetaefni demókrata, atkvæði sitt. Romney (t.h.) var harðorður gegn Trump í forvalin repúblikana árið 2016. Eftir að Trump varð forseti dró Romney úr gagnrýni sinni. Hann var síðan eini öldungadeildarþingmaður repúblikana sem greiddi atkvæði með því að Trump væri sakfelldur fyrir embættisbrot í febrúar.Vísir/Getty Viðbrögð við mótmælum og faraldurinn auka á áhyggjurnar Atburðir undanfarinna vikna eru sagðar hafa aukið áhyggjur þeirra um hæfni Trump til að gegna embætti forseta. Trump hefur hóta að beita hernum til að kveða niður mótmæli gegn lögregluofbeldi og kynþáttahyggju og er sakaður um að hafa klúðrað viðbrögðum alríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum. Bush ætlar ekki að kjósa Trump og bróðir hans Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri á Flórída og frambjóðandi í forvali repúblikana árið 2016, er ekki viss um hvernig hann ætlar að kjósa. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah og forsetaframbjóðandi repúblikana árið 2012, ætlar heldur ekki að kjósa Trump. Romney var eini repúblikaninn sem greiddi atkvæði með því að Trump yrði sakfelldur fyrir embættisbrot í þinginu í vetur. Cindy McCain, ekkja Johns McCain öldungadeildarþingmanns, er sögð ætla að greiða Biden atkvæði sitt nær örugglega en óviss um hvort hún eigi að lýsa því yfir opinberlega vegna þess að sonur hennar hyggur á framboð. Trump hefur haldið áfram að níða McCain jafnvel eftir að hann lést úr krabbameini í fyrra. Ekkert þeirra greiddi Trump þó atkvæði sitt heldur árið 2016. Andstaða þeirra nú er hins vegar talin geta vegið þyngra þar sem að þessu sinni reyna repúblikanar að halda forsetaembættinu og völdum í öldungadeild þingsins. Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra í ríkisstjórn Bush og formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, varð fyrsti þekkti repúblikaninn til þess að lýsa formlega yfir stuðningi við Biden í sjónvarpsviðtali í dag. Fleiri repúblikanar hafa lýst miklum efasemdum um Trump undanfarið. Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Alaska, lýsti sig sammála harðorðri yfirlýsingu James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Trump, í síðustu viku. Mattis sakaði Trump um að ala á sundrung og ýjaði að því að hann virti ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir forsetinn lét rýma torg af mótmælendum við Hvíta húsið á mánudag til þess að hann gæti látið taka myndir af sér við kirkju. Murkowski sagðist „vandræðast“ með hvort hún ætlaði að kjósa Trump í haust. Fyrir vikið uppskar Murkowski reiði Trump sem tísti um að hann ætlaði sér að berjast gegn endurkjöri hennar á þing eftir tvö ár. Few people know where they ll be in two years from now, but I do, in the Great State of Alaska (which I love) campaigning against Senator Lisa Murkowski. She voted against HealthCare, Justice Kavanaugh, and much else...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 4, 2020 Á hinn bóginn nýtur Trump stuðnings mun fleiri kjörinna fulltrúa nú sem forseti en hann gerði fyrir kosningarnar fyrir fjórum árum, þar á meðal einarðs stuðnings forystusveitar Repúblikanaflokksins á þingi. Fréttin hefur verið uppfærð. Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dauði George Floyd George W. Bush Tengdar fréttir Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13 Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. 5. júní 2020 07:08 Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. 4. júní 2020 07:38 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Nokkrir áhrifamenn í Repúblikanaflokknum ætla annað hvort ekki að kjósa Donald Trump í forsetakosningunum í haust eða jafnvel greiða Joe Biden, frambjóðanda demókrata, atkvæði sitt. George W. Bush, fyrrverandi forseti, er á meðal þeirra sem ætlar ekki að styðja Trump til endurkjörs. Eftir að Trump tryggði sér útnefningu Repúblikanaflokksins og vann sigur í kosningunum árið 2016 þögnuðu nær allar gagnrýnisraddir sem heyrðust innan flokksins þegar framboð raunveruleikastjörnunnar var ekki tekið alvarlega. Sem forseti hefur Trump nánast ekki mætt neinu andófi innan eigin flokks jafnvel þegar hann hefur þótt brjóta gegn gamalgrónum hefðum og venjum um hegðun forseta. Repúblikanar sem voru ósammála Trump hafa ýmist fylkt sér að baki honum eða hætt á þingi frekar en að þurfa að þola formælingar forsetans á samfélagmiðlum og kosningafundum. Þannig hafa þingmenn repúblikana að miklu leyti setið hljóðir undir furðulegustu uppákomum forsetatíðar Trump eins og þegar forsetinn þráaðist við að fordæma nýnasista og hvíta þjóðernissinna eftir óeirðir í Charlottesville árið 2017 og hann tók orð Vladímírs Pútín Rússlandsforseta fram yfir bandarísku leyniþjónustuna á fundi þeirra árið 2018. Nú segir New York Times hins vegar að nokkrir nafntogaðir repúblikanar glími við hversu langt þeir eigi að ganga í að upplýsa um að þeir ætli ekki að styðja Trump til endurkjörs í nóvember. Sumir eru jafnvel sagðir ætla að greiða Joe Biden, fyrrverandi varaforseta og forsetaefni demókrata, atkvæði sitt. Romney (t.h.) var harðorður gegn Trump í forvalin repúblikana árið 2016. Eftir að Trump varð forseti dró Romney úr gagnrýni sinni. Hann var síðan eini öldungadeildarþingmaður repúblikana sem greiddi atkvæði með því að Trump væri sakfelldur fyrir embættisbrot í febrúar.Vísir/Getty Viðbrögð við mótmælum og faraldurinn auka á áhyggjurnar Atburðir undanfarinna vikna eru sagðar hafa aukið áhyggjur þeirra um hæfni Trump til að gegna embætti forseta. Trump hefur hóta að beita hernum til að kveða niður mótmæli gegn lögregluofbeldi og kynþáttahyggju og er sakaður um að hafa klúðrað viðbrögðum alríkisstjórnarinnar við kórónuveirufaraldrinum. Bush ætlar ekki að kjósa Trump og bróðir hans Jeb Bush, fyrrverandi ríkisstjóri á Flórída og frambjóðandi í forvali repúblikana árið 2016, er ekki viss um hvernig hann ætlar að kjósa. Mitt Romney, öldungadeildarþingmaður frá Utah og forsetaframbjóðandi repúblikana árið 2012, ætlar heldur ekki að kjósa Trump. Romney var eini repúblikaninn sem greiddi atkvæði með því að Trump yrði sakfelldur fyrir embættisbrot í þinginu í vetur. Cindy McCain, ekkja Johns McCain öldungadeildarþingmanns, er sögð ætla að greiða Biden atkvæði sitt nær örugglega en óviss um hvort hún eigi að lýsa því yfir opinberlega vegna þess að sonur hennar hyggur á framboð. Trump hefur haldið áfram að níða McCain jafnvel eftir að hann lést úr krabbameini í fyrra. Ekkert þeirra greiddi Trump þó atkvæði sitt heldur árið 2016. Andstaða þeirra nú er hins vegar talin geta vegið þyngra þar sem að þessu sinni reyna repúblikanar að halda forsetaembættinu og völdum í öldungadeild þingsins. Colin Powell, fyrrverandi utanríkisráðherra í ríkisstjórn Bush og formaður herforingjaráðs Bandaríkjanna, varð fyrsti þekkti repúblikaninn til þess að lýsa formlega yfir stuðningi við Biden í sjónvarpsviðtali í dag. Fleiri repúblikanar hafa lýst miklum efasemdum um Trump undanfarið. Lisa Murkowski, öldungadeildarþingmaður flokksins frá Alaska, lýsti sig sammála harðorðri yfirlýsingu James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Trump, í síðustu viku. Mattis sakaði Trump um að ala á sundrung og ýjaði að því að hann virti ekki stjórnarskrá Bandaríkjanna eftir forsetinn lét rýma torg af mótmælendum við Hvíta húsið á mánudag til þess að hann gæti látið taka myndir af sér við kirkju. Murkowski sagðist „vandræðast“ með hvort hún ætlaði að kjósa Trump í haust. Fyrir vikið uppskar Murkowski reiði Trump sem tísti um að hann ætlaði sér að berjast gegn endurkjöri hennar á þing eftir tvö ár. Few people know where they ll be in two years from now, but I do, in the Great State of Alaska (which I love) campaigning against Senator Lisa Murkowski. She voted against HealthCare, Justice Kavanaugh, and much else...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) June 4, 2020 Á hinn bóginn nýtur Trump stuðnings mun fleiri kjörinna fulltrúa nú sem forseti en hann gerði fyrir kosningarnar fyrir fjórum árum, þar á meðal einarðs stuðnings forystusveitar Repúblikanaflokksins á þingi. Fréttin hefur verið uppfærð.
Donald Trump Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Dauði George Floyd George W. Bush Tengdar fréttir Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13 Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. 5. júní 2020 07:08 Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. 4. júní 2020 07:38 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Deildi bréfi þar sem mótmælendur eru kallaðir hryðjuverkamenn Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, deildi í gær bréfi þar sem fyrrverandi lögmaður hans kallar mótmælendur hryðjuverkamenn og skrifar fjölda ósanninda og dylgjur. 5. júní 2020 09:13
Bætist í hóp herforingja sem gagnrýna Trump Nú bætist í hóp þeirra herforingja sem gagnrýna Bandaríkjaforseta en hótanir hans um að beita hernum gegn mótmælendum hafa vakið afar hörð viðbrögð, ekki hvað síst innan úr röðum hersins. 5. júní 2020 07:08
Fyrrverandi ráðherra sakar Trump um að sundra þjóðinni James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna í Trump-stjórninni, segir að Donald Trump forseti sé að reyna viljandi að tvístra þjóðinni með orðum sínum og aðgerðum. 4. júní 2020 07:38