Lögreglan á Suðurnesjum handtók um síðustu helgi karlmann í annarlegu ástandi sem var að sveifla hníf og hrella fólk.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurnesjum. Segir að maðurinn hafi verið vistaður í klefa á lögreglustöð.
Í tilkynningunni segir ennfremur að kona hafi fallið út úr hópferðabifreið í umdæminu og slasast á fæti. Þá hafi karlmaður fallið í tröppum og slasast á höfði.
Einnig segir frá því að bíl hafi verið ekið á steinvegg í Keflavík með þeim afleiðingum að öryggisloftpúðar hafi sprungið út, en ökumaðurinn sloppið án meiðsla.