Umferðaróhapp varð á Reykjanesbraut ofan Njarðvíkur nú rétt um klukkan 12:30 í dag.
Í samtali við varðstofu Brunavarna Suðurnesja er staðfest að flutningabíl var ekið aftan á vegamerkingabíl sem var að störfum nærri Fitjum. Einn ökumaður var í hvorum bíl og hafa þeir báðir verið fluttir á slysadeild.
Veginum hefur verið lokað en hjáleið er um Stapabraut og Njarðarbraut. Þetta kemur fram í tilkynningu Vegagerðarinnar. Unnið er að hreinsun vegarins en ekki er ljóst hvenær hægt verður að opna Reykjanesbrautina að nýju.
Reykjanesbraut: Umferðaróhapp varð á mislægum gatnamótum á Reykjanesbraut ofan Njarðvíkur. Hjáleið er um Stapabraut og Njarðarbraut. #færðin
— Vegagerðin | Iceland Roads (@Vegagerdin) June 9, 2020
Fréttin hefur verið uppfærð