Einn heppinn miðaeigandi vann tíu milljónir króna í svokallaðri Milljónaveltu Happdrættis Háskóla Íslands. Dregið var í kvöld þar sem fleiri duttu í lukkupottinn.
Tveir miðaeigendur unnu fimm milljónir hvor. Þá hlutu tveir 2,5 milljónir og sex miðaeigendur eina milljón króna í vinning hver.
Í tilkynningu kemur fram að í heildina hafi vinningshafar skipt með sér 123 milljónum króna í skattfrjálsa vinninga.