Breyttir tímar á Eiðistorgi: Turninn sýnir réttan tíma Andri Eysteinsson skrifar 11. júní 2020 16:22 Hér sýndi klukkan á Eiðistorgi 23:45 þegar réttur tími var 17:45. Aðsend Tímamót hafa orðið í sögu Seltirninga en klukkunni á Eiðistorgi, sem í áraraðir hefur sýnt kolvitlausan tíma, hefur verið breytt og geta nú Seltirningar treyst því sem þeir sjá á toppi turnsins. Þrátt fyrir að hafa látið klukkuna ergja sig um tíma segir Seltirningurinn Konráð Jónsson í samtali við Vísi að ekki sé laust fyrir tómleikatilfinningu þegar klukkan er orðin rétt á torginu. „Hún hefur verið röng frá því að ég flutti á Nesið árið 2017. Ég hef verið að ergja mig á þessu en svo fór ég að taka þetta ergelsi mitt í sátt og á einhverju stigi var ég farinn að njóta þess að ergja mig á þessu,“ segir Konráð og bætir við að með klukkunni hefði maður geta talið sér trú um að Seltjarnarnes væri á öðru tímabelti. Konráð vakti athygli eitt sinn á því á Facebookhóp Seltirninga að klukkan á Eiðistorgi fylgdi nú staðartíma í Nur-sultan, höfuðborg Mið-Asíuríkisins Kasakstan. Mynd af turninum sem hann birti af því tilefni má sjá efst í fréttinni. „Við vorum á tíma 7-8 klukkustundum á undan þannig að við gátum fagnað nýja árinu á undan og svona,“ segir Konráð. Umræður spunnust upp um turninn á dögunum og eins og hendi væri veifað hafði klukkan, sem hafði verið röng í áraraðir, verið leiðrétt. „Maður er eiginlega bara leiður, finnur fyrir ákveðnum tómleika yfir því að skuli vera búið að laga þetta. París hefur Eiffel-turninn og Seltjarnarnes er með þennan klukkuturn sem hefur ekki lengur neina sérstöðu því klukkan er orðin hárrétt í honum,“ segir Konráð en bætir við að hann skilji þó að klukkan hafi verið löguð. Konráð segist vona að viðgerð klukkunnar sé fyrsta skrefið í endurbótum á Eiðistorgi í heild sinni. „Eiðistorg er, með fullri virðingu, búið að drabbast svolítið niður. Þegar maður fer þarna inn þá er þetta dálítið tímaferðalag til níunda áratugarins. Ég hugsa að þessi vanræksla á klukkuturninum hafi verið svolítill hluti af því,“ sagði Konráð. „Vonandi eru þessar endurbætur á klukkuturninum upphaf að einhverjum stærri endurbótum á Eiðistorgi.“ Seltjarnarnes Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira
Tímamót hafa orðið í sögu Seltirninga en klukkunni á Eiðistorgi, sem í áraraðir hefur sýnt kolvitlausan tíma, hefur verið breytt og geta nú Seltirningar treyst því sem þeir sjá á toppi turnsins. Þrátt fyrir að hafa látið klukkuna ergja sig um tíma segir Seltirningurinn Konráð Jónsson í samtali við Vísi að ekki sé laust fyrir tómleikatilfinningu þegar klukkan er orðin rétt á torginu. „Hún hefur verið röng frá því að ég flutti á Nesið árið 2017. Ég hef verið að ergja mig á þessu en svo fór ég að taka þetta ergelsi mitt í sátt og á einhverju stigi var ég farinn að njóta þess að ergja mig á þessu,“ segir Konráð og bætir við að með klukkunni hefði maður geta talið sér trú um að Seltjarnarnes væri á öðru tímabelti. Konráð vakti athygli eitt sinn á því á Facebookhóp Seltirninga að klukkan á Eiðistorgi fylgdi nú staðartíma í Nur-sultan, höfuðborg Mið-Asíuríkisins Kasakstan. Mynd af turninum sem hann birti af því tilefni má sjá efst í fréttinni. „Við vorum á tíma 7-8 klukkustundum á undan þannig að við gátum fagnað nýja árinu á undan og svona,“ segir Konráð. Umræður spunnust upp um turninn á dögunum og eins og hendi væri veifað hafði klukkan, sem hafði verið röng í áraraðir, verið leiðrétt. „Maður er eiginlega bara leiður, finnur fyrir ákveðnum tómleika yfir því að skuli vera búið að laga þetta. París hefur Eiffel-turninn og Seltjarnarnes er með þennan klukkuturn sem hefur ekki lengur neina sérstöðu því klukkan er orðin hárrétt í honum,“ segir Konráð en bætir við að hann skilji þó að klukkan hafi verið löguð. Konráð segist vona að viðgerð klukkunnar sé fyrsta skrefið í endurbótum á Eiðistorgi í heild sinni. „Eiðistorg er, með fullri virðingu, búið að drabbast svolítið niður. Þegar maður fer þarna inn þá er þetta dálítið tímaferðalag til níunda áratugarins. Ég hugsa að þessi vanræksla á klukkuturninum hafi verið svolítill hluti af því,“ sagði Konráð. „Vonandi eru þessar endurbætur á klukkuturninum upphaf að einhverjum stærri endurbótum á Eiðistorgi.“
Seltjarnarnes Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira