Vildu Hannes í titilbaráttu í Noregi en hann fann mann í sinn stað Sindri Sverrisson skrifar 11. júní 2020 20:00 Hannes Þór Halldórsson verður í marki Vals á laugardagskvöld þegar liðið tekur á móti KR í fyrstu umferð Pepsi Max-deildarinnar. VÍSIR/BÁRA Norska knattspyrnufélagið Bodö/Glimt, sem varð í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, freistaði þess í vor að fá Hannes Þór Halldórsson til að snúa aftur til félagsins, án árangurs. Hannes lék með Glimt hluta EM-ársins 2016, sem lánsmaður frá NEC Nijmegen í Hollandi, og hefur greinilega haldið góðu sambandi við félagið. Eftir að hafa slegið út af borðinu að koma sjálfur til félagsins, með augun á því að berjast um Íslandsmeistaratitil með Val, mælti hann nefnilega með markmanni í sinn stað fyrir Glimt. Sá heitir Joshua Smits og var æfingafélagi Hannesar hjá NEC, og allt útlit er fyrir að hann verði nýr aðalmarkvörður norska liðsins. Í viðtali við Eurosport í Noregi segir Hannes það vissulega hafa verið freistandi að snúa aftur til Bodö og taka þátt í miklum uppgangi síns gamla liðs. Hann hefur verið í góðu sambandi við Jonas Ueland Kolstad, sinn gamla markmannsþjálfara. „Við Jonas höfum haldið góðu sambandi síðan ég var í Bodö og þeir hafa áður spurt mig hvort að ég vilji koma til baka en það hefur ekki verið mögulegt. Þegar að við sáum að það væri ekki hægt þá mælti ég með Smits,“ sagði Hannes, sem staðfesti að Bodö/Glimt hefði síðast falast eftir sér í vor. Þá hefði Valur staðið eftir án markvarðar rétt fyrir mót „Það er ekki langt síðan. En tímabilið á Íslandi hefst á laugardaginn, ég er búinn að koma mér vel fyrir með fjölskyldunni hérna og er með samning til þriggja ára við Val sem ætlar sér að vinna deildina. Þetta var því ekki mögulegt enda stæði Valur þá eftir án markvarðar rétt fyrir upphaf tímabilsins,“ sagði Hannes, og tekur undir að það hefði verið freistandi að koma inn í lið Bodö/Glimt sem gekk svo vel í fyrra. „Einmitt. Þess vegna var þetta freistandi. Þeir áttu stórkostlegt tímabil í fyrra og ég átti mjög góðan tíma í Bodö. Það hefði verið gaman að keppa um gull með Glimt í ár. En nú fær Joshua að njóta lífsins í Bodö. Ég mun óska honum til hamingju ef það endar með meistaratitli en ég verð líka svolítið afbrýðisamur,“ sagði Hannes og hló. Pepsi Max-deild karla Valur Norski boltinn Tengdar fréttir Þarf að standa sig til að halda landsliðstreyju númer eitt: „Hann var örugglega að semja eitt viðtalið í leiknum“ Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna og fyrrum markahrókur, segir að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, þurfi að standa sig í sumar ef hann ætlar að eiga kost á að spila með Íslandi í umspilsleikjunum um sæti á EM 2021. 11. júní 2020 11:30 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Ísrael 39-27 | Stelpurnar okkar komnar langleiðina á HM Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Norska knattspyrnufélagið Bodö/Glimt, sem varð í 2. sæti norsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð, freistaði þess í vor að fá Hannes Þór Halldórsson til að snúa aftur til félagsins, án árangurs. Hannes lék með Glimt hluta EM-ársins 2016, sem lánsmaður frá NEC Nijmegen í Hollandi, og hefur greinilega haldið góðu sambandi við félagið. Eftir að hafa slegið út af borðinu að koma sjálfur til félagsins, með augun á því að berjast um Íslandsmeistaratitil með Val, mælti hann nefnilega með markmanni í sinn stað fyrir Glimt. Sá heitir Joshua Smits og var æfingafélagi Hannesar hjá NEC, og allt útlit er fyrir að hann verði nýr aðalmarkvörður norska liðsins. Í viðtali við Eurosport í Noregi segir Hannes það vissulega hafa verið freistandi að snúa aftur til Bodö og taka þátt í miklum uppgangi síns gamla liðs. Hann hefur verið í góðu sambandi við Jonas Ueland Kolstad, sinn gamla markmannsþjálfara. „Við Jonas höfum haldið góðu sambandi síðan ég var í Bodö og þeir hafa áður spurt mig hvort að ég vilji koma til baka en það hefur ekki verið mögulegt. Þegar að við sáum að það væri ekki hægt þá mælti ég með Smits,“ sagði Hannes, sem staðfesti að Bodö/Glimt hefði síðast falast eftir sér í vor. Þá hefði Valur staðið eftir án markvarðar rétt fyrir mót „Það er ekki langt síðan. En tímabilið á Íslandi hefst á laugardaginn, ég er búinn að koma mér vel fyrir með fjölskyldunni hérna og er með samning til þriggja ára við Val sem ætlar sér að vinna deildina. Þetta var því ekki mögulegt enda stæði Valur þá eftir án markvarðar rétt fyrir upphaf tímabilsins,“ sagði Hannes, og tekur undir að það hefði verið freistandi að koma inn í lið Bodö/Glimt sem gekk svo vel í fyrra. „Einmitt. Þess vegna var þetta freistandi. Þeir áttu stórkostlegt tímabil í fyrra og ég átti mjög góðan tíma í Bodö. Það hefði verið gaman að keppa um gull með Glimt í ár. En nú fær Joshua að njóta lífsins í Bodö. Ég mun óska honum til hamingju ef það endar með meistaratitli en ég verð líka svolítið afbrýðisamur,“ sagði Hannes og hló.
Pepsi Max-deild karla Valur Norski boltinn Tengdar fréttir Þarf að standa sig til að halda landsliðstreyju númer eitt: „Hann var örugglega að semja eitt viðtalið í leiknum“ Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna og fyrrum markahrókur, segir að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, þurfi að standa sig í sumar ef hann ætlar að eiga kost á að spila með Íslandi í umspilsleikjunum um sæti á EM 2021. 11. júní 2020 11:30 Mest lesið Leik lokið: Ísland - Ísrael 39-27 | Stelpurnar okkar komnar langleiðina á HM Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Meiddist við að máta boli Sport Barcelona með annan fótinn í undanúrslitum Fótbolti Aston Villa komst yfir í París en PSG svaraði með þremur mörkum Fótbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Besta-spáin 2025: Þurfa aftur fimm réttar og jóker Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Aron Elís með slitið krossband Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Sjá meira
Þarf að standa sig til að halda landsliðstreyju númer eitt: „Hann var örugglega að semja eitt viðtalið í leiknum“ Tómas Ingi Tómasson, sparkspekingur Pepsi Max-markanna og fyrrum markahrókur, segir að Hannes Þór Halldórsson, markvörður Vals, þurfi að standa sig í sumar ef hann ætlar að eiga kost á að spila með Íslandi í umspilsleikjunum um sæti á EM 2021. 11. júní 2020 11:30