Stærstu flugfélög Norðurlanda skulda milljarða Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. júní 2020 07:50 Flugvél SAS á Keflavíkurflugvelli. Vísir/Vilhelm Tvö stærstu flugfélög Norðurlandanna, SAS og Norwegian, skulda viðskiptavinum um sjö milljarða danskra króna. Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins, DR. Ástæða hárra skulda flugfélaganna er sögð vera ferðir sem felldar voru niður vegna faraldurs kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. DR hefur eftir norskum fjölmiðlum að ferðir sem fara átti í mars verði endurgreiddar í þessum mánuði. Hins vegar verði ferðir sem fara átti í apríl og maí ekki endurgreiddar fyrr en í haust. Þá er greint frá því að SAS komi til með að þurfa að endurgreiða um 4,6 milljarða norskra króna, eða rúma 64 milljarða íslenskra króna, vegna ferða sem felldar hafa verið niður. Eins segir að Norwegian hafi fellt niður ferðir fyrir allt að 2,5 milljarða norskra króna, eða um 35 milljarða króna. Þeir fjármunir sem SAS hefur undir höndum nú eru mun minni en sú upphæð sem félagið kemur til með að þurfa að endurgreiða. John Eckhoff, upplýsingafulltrúi félagsins, hefur hins vegar lýst því yfir að viðskiptavinir muni geta fengið endurgreitt, óski þeir eftir því. Hann bendir á að SAS í Svíþjóð og Danmörku hafi fengið ríkisstuðning upp á tæpan 41 milljarð íslenskra króna, og unnið sé að því að afla meira fjár. Danmörk Noregur Svíþjóð Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Tvö stærstu flugfélög Norðurlandanna, SAS og Norwegian, skulda viðskiptavinum um sjö milljarða danskra króna. Frá þessu er greint á vef danska ríkisútvarpsins, DR. Ástæða hárra skulda flugfélaganna er sögð vera ferðir sem felldar voru niður vegna faraldurs kórónuveirunnar sem valdið getur sjúkdómnum Covid-19. DR hefur eftir norskum fjölmiðlum að ferðir sem fara átti í mars verði endurgreiddar í þessum mánuði. Hins vegar verði ferðir sem fara átti í apríl og maí ekki endurgreiddar fyrr en í haust. Þá er greint frá því að SAS komi til með að þurfa að endurgreiða um 4,6 milljarða norskra króna, eða rúma 64 milljarða íslenskra króna, vegna ferða sem felldar hafa verið niður. Eins segir að Norwegian hafi fellt niður ferðir fyrir allt að 2,5 milljarða norskra króna, eða um 35 milljarða króna. Þeir fjármunir sem SAS hefur undir höndum nú eru mun minni en sú upphæð sem félagið kemur til með að þurfa að endurgreiða. John Eckhoff, upplýsingafulltrúi félagsins, hefur hins vegar lýst því yfir að viðskiptavinir muni geta fengið endurgreitt, óski þeir eftir því. Hann bendir á að SAS í Svíþjóð og Danmörku hafi fengið ríkisstuðning upp á tæpan 41 milljarð íslenskra króna, og unnið sé að því að afla meira fjár.
Danmörk Noregur Svíþjóð Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Segir Viðskiptaráð haldið þráhyggju Viðskipti innlent Helgi segir mennina ýmist ekkert eða lítið hafa unnið hjá Sling Viðskipti innlent Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Helgi þarf að greiða starfsmönnunum milljónirnar 67 Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur Neytendur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir Atvinnulíf Fleiri fréttir Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira