Gamlir en góðir | Tveir elstu saman hjá Fylki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. júní 2020 12:30 Þessir tveir virðast bara verða betri með árunum. Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Pepsi Max deild karla hefst í kvöld með stórleik Vals og Íslandsmeistara KR að Hlíðarenda. Það hefur mikið verið rætt og ritað um efnilega leikmenn deildarinnar enda af nægu að taka. Í fyrra voru það hins vegar „gömlu kallarnir“ í KR sem stóðu uppi sem sigurvegarar og spurningin er hvort gömlu brýnin í deildinni láti ljós sitt skína í sumar. Í fyrra fögnuðu KR-ingar stimplinum og gerðu stólpagrín að aldri sínum er þeir fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum. Í leik kvöldsins verða nokkrir af reynslumestu leikmönnum deildarinnar eflaust í sviðsljósinu. Óskar Örn Hauksson virðist bara verða betri með árunum en Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, ákvað að leyfa honum að byrja á bekknum er liðið vann Víking 1-0 í Meistarakeppni KSÍ á dögunum. Óskar var þó nálægt því að skora það sem hefði eflaust verið mark sumarsins þegar hann loks kom af bekknum. Pálmi Rafn Pálmason, fyrirliði Íslandsmeistaranna, hefur færst aftar á völlinn eftir því sem árunum fjölgar og mun að öllum líkindum sitja fyrir framan vörn KR-inga í sumar og stjórna spili. Bæði Óskar og Pálmi eru fæddir árið 1984 og verða því 36 ára á árinu. Elliheimilið Grund pic.twitter.com/QmGsD7GsOA— Palmi Rafn Palmason (@palmirafn) September 22, 2019 Sama er upp á teningnum hjá Valsmönnum en þar eru tveir leikmenn einnig fæddir árið 1984. Verða þeir eflaust í ágætlega stóru hlutverki á Hlíðarenda en um er að ræða landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson og Birki Má Sævarsson, félaga hans hjá landsliðinu undnafarin ár. Eftir afhroð síðasta sumar mun reynsla þeirra koma að góðum notum í sumar en íþróttadeild Vísis spáir Val sigri í Pepsi Max deild karla. Hannes Þór í leik með Val á síðustu leiktíð.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Þó lið Víkings sé að mestu byggt upp á ungum og einkar spennandi leikmönnum þá eru tveir af þeirri betri leikmönnum að nálgast fertugt. Þar er að sjálfsögðu um að ræða landsliðsmiðvörðurinn Kára Árnason sem er fæddur 1982 og verður því 38 ára gamall á árinu. Kári hefur þó einnig leikið á miðjunni hjá Víkingum og átti erfitt uppdráttar í æfingaleik gegn Stjörnunni á dögunum samkvæmt Atla Viðari Björnssyni, sérfræðingi Pepsi Max stúkunnar. Forvitnilegt verður að sjá hvar Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, stillir Kára upp í sumar en liðið lék með þrjá miðverði í æfingaleik gegn Gróttu. Eftir að hafa lent 2-0 undir ákvað Arnar þó að breyta um leikkerfi og á endanum vann Víkingur 3-2 sigur. Í miðverðinum hjá Víkingum verður svo fyrirliði liðsins, Sölvi Geir Ottesen, en hann er ótrúlegt en satt líka fæddur 1984. Eftir að hafa leikið nær allan sinn feril erlendis kom Sölvi heim sumarið 2018 og hjálpaði Víkingum að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil í hartnær hálfa öld á síðustu leiktíð. Kári Árnason (t.v.) ásamt Halldóri Smára Sigurðssyni og Sölva Geir Ottesen (t.h.) eftir 1-0 sigur á FH í úrslitum Mjólkurbikarsins síðasta sumar.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Hjá FH er hinn magnaði Atli Guðnason farinn að nálgast fertugt en hann er jú einnig fæddur það herrans ár 1984. Atli tók alls þátt í 17 deildarleikjum fyrir FH á síðasta ári en Ólafur Kristjánsson, þjálfari liðsins, hefur sagt að Atli Guðna muni alltaf eiga pláss í leikmannahópi liðsins svo lengi sem hann er þjálfari. Hvert hlutverk Atla verður í sumar á eftir að koma í ljós en reynsla hans gæti reynst ómetanleg þegar líður á sumarið. Þá er Baldur Sigurðsson, Smalinn frá Húsavík, genginn í raðir FH en hann verður 35 ára gamall á árinu. Tveir aðrir leikmenn í deildinni eru fæddir 1985 og sleppa því á listann líkt og Baldur. Það er fyrrum fyrrum samherji hans hjá Stjörnunni, Eyjólfur Héðinsson, og svo Steinþór Freyr Þorsteinsson hjá KA. Elsti útispilari deildarinnar mun þó leika listir sínar í Lautinni í Árbænum en það er Helgi Valur Daníelsson, verður hann 39 ára á árinu. Helgi Valur hafði lagt skóna á hilluna áður en þeir voru teknir upp að nýju fyrir síðustu leiktíð og var hann frábær á miðju Fylkis í þeim 20 leikjum sem hann lék. Næst elsti útispilari deildarinnar er ótrúlegt en satt líka í herbúðum Fylkis, það er hinn síungi Ólafur Ingi Skúlason. Óljóst er hversu mikið Ólafur Ingi mun leika með liðinu en hann hefur tekið að sér hlutverk aðstoðarþjálfara en reikna má þó með honum á vellinum þegar þess þarf. Helgi Valur í leik með Fylki síðasta sumar.Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Að lokum væri listi sem þessi ómarktækur ef Gunnleifur Gunnleifsson væri ekki á honum. Þó svo að Gunnleifur sé að vissu leyti kominn inn í þjálfarateymi Blika og verði varamarkvörður í sumar þá er hann elsti leikmaður deildarinnar. Gulli er kominn vel yfir fertugt en þessi ótrúlegi íþróttamaður er fæddur árið 1975. Hvort hann muni spila verður að koma í ljós en ef Anton Ari Einarsson ræður ekki við pressuna sem fylgir leikstíl Breiðabliks gæti vel verið að Gulli þurfi að stíga inn í og bjarga málunum. Gulli Gull og Baldur Sig hafa marga fjöruna sopið.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Lengi lifir í gömlum glæðum og verður forvitnilegt að sjá hver stendur upp úr í sumar fyrir hönd „heldri manna“ deildarinnar. Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Víkingur Reykjavík Breiðablik FH Fylkir Valur KA Stjarnan Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira
Pepsi Max deild karla hefst í kvöld með stórleik Vals og Íslandsmeistara KR að Hlíðarenda. Það hefur mikið verið rætt og ritað um efnilega leikmenn deildarinnar enda af nægu að taka. Í fyrra voru það hins vegar „gömlu kallarnir“ í KR sem stóðu uppi sem sigurvegarar og spurningin er hvort gömlu brýnin í deildinni láti ljós sitt skína í sumar. Í fyrra fögnuðu KR-ingar stimplinum og gerðu stólpagrín að aldri sínum er þeir fögnuðu Íslandsmeistaratitlinum. Í leik kvöldsins verða nokkrir af reynslumestu leikmönnum deildarinnar eflaust í sviðsljósinu. Óskar Örn Hauksson virðist bara verða betri með árunum en Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, ákvað að leyfa honum að byrja á bekknum er liðið vann Víking 1-0 í Meistarakeppni KSÍ á dögunum. Óskar var þó nálægt því að skora það sem hefði eflaust verið mark sumarsins þegar hann loks kom af bekknum. Pálmi Rafn Pálmason, fyrirliði Íslandsmeistaranna, hefur færst aftar á völlinn eftir því sem árunum fjölgar og mun að öllum líkindum sitja fyrir framan vörn KR-inga í sumar og stjórna spili. Bæði Óskar og Pálmi eru fæddir árið 1984 og verða því 36 ára á árinu. Elliheimilið Grund pic.twitter.com/QmGsD7GsOA— Palmi Rafn Palmason (@palmirafn) September 22, 2019 Sama er upp á teningnum hjá Valsmönnum en þar eru tveir leikmenn einnig fæddir árið 1984. Verða þeir eflaust í ágætlega stóru hlutverki á Hlíðarenda en um er að ræða landsliðsmarkvörðinn Hannes Þór Halldórsson og Birki Má Sævarsson, félaga hans hjá landsliðinu undnafarin ár. Eftir afhroð síðasta sumar mun reynsla þeirra koma að góðum notum í sumar en íþróttadeild Vísis spáir Val sigri í Pepsi Max deild karla. Hannes Þór í leik með Val á síðustu leiktíð.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Þó lið Víkings sé að mestu byggt upp á ungum og einkar spennandi leikmönnum þá eru tveir af þeirri betri leikmönnum að nálgast fertugt. Þar er að sjálfsögðu um að ræða landsliðsmiðvörðurinn Kára Árnason sem er fæddur 1982 og verður því 38 ára gamall á árinu. Kári hefur þó einnig leikið á miðjunni hjá Víkingum og átti erfitt uppdráttar í æfingaleik gegn Stjörnunni á dögunum samkvæmt Atla Viðari Björnssyni, sérfræðingi Pepsi Max stúkunnar. Forvitnilegt verður að sjá hvar Arnar Gunnlaugsson, þjálfari liðsins, stillir Kára upp í sumar en liðið lék með þrjá miðverði í æfingaleik gegn Gróttu. Eftir að hafa lent 2-0 undir ákvað Arnar þó að breyta um leikkerfi og á endanum vann Víkingur 3-2 sigur. Í miðverðinum hjá Víkingum verður svo fyrirliði liðsins, Sölvi Geir Ottesen, en hann er ótrúlegt en satt líka fæddur 1984. Eftir að hafa leikið nær allan sinn feril erlendis kom Sölvi heim sumarið 2018 og hjálpaði Víkingum að vinna sinn fyrsta bikarmeistaratitil í hartnær hálfa öld á síðustu leiktíð. Kári Árnason (t.v.) ásamt Halldóri Smára Sigurðssyni og Sölva Geir Ottesen (t.h.) eftir 1-0 sigur á FH í úrslitum Mjólkurbikarsins síðasta sumar.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Hjá FH er hinn magnaði Atli Guðnason farinn að nálgast fertugt en hann er jú einnig fæddur það herrans ár 1984. Atli tók alls þátt í 17 deildarleikjum fyrir FH á síðasta ári en Ólafur Kristjánsson, þjálfari liðsins, hefur sagt að Atli Guðna muni alltaf eiga pláss í leikmannahópi liðsins svo lengi sem hann er þjálfari. Hvert hlutverk Atla verður í sumar á eftir að koma í ljós en reynsla hans gæti reynst ómetanleg þegar líður á sumarið. Þá er Baldur Sigurðsson, Smalinn frá Húsavík, genginn í raðir FH en hann verður 35 ára gamall á árinu. Tveir aðrir leikmenn í deildinni eru fæddir 1985 og sleppa því á listann líkt og Baldur. Það er fyrrum fyrrum samherji hans hjá Stjörnunni, Eyjólfur Héðinsson, og svo Steinþór Freyr Þorsteinsson hjá KA. Elsti útispilari deildarinnar mun þó leika listir sínar í Lautinni í Árbænum en það er Helgi Valur Daníelsson, verður hann 39 ára á árinu. Helgi Valur hafði lagt skóna á hilluna áður en þeir voru teknir upp að nýju fyrir síðustu leiktíð og var hann frábær á miðju Fylkis í þeim 20 leikjum sem hann lék. Næst elsti útispilari deildarinnar er ótrúlegt en satt líka í herbúðum Fylkis, það er hinn síungi Ólafur Ingi Skúlason. Óljóst er hversu mikið Ólafur Ingi mun leika með liðinu en hann hefur tekið að sér hlutverk aðstoðarþjálfara en reikna má þó með honum á vellinum þegar þess þarf. Helgi Valur í leik með Fylki síðasta sumar.Vísir/Bára Dröfn Kristinsdóttir Að lokum væri listi sem þessi ómarktækur ef Gunnleifur Gunnleifsson væri ekki á honum. Þó svo að Gunnleifur sé að vissu leyti kominn inn í þjálfarateymi Blika og verði varamarkvörður í sumar þá er hann elsti leikmaður deildarinnar. Gulli er kominn vel yfir fertugt en þessi ótrúlegi íþróttamaður er fæddur árið 1975. Hvort hann muni spila verður að koma í ljós en ef Anton Ari Einarsson ræður ekki við pressuna sem fylgir leikstíl Breiðabliks gæti vel verið að Gulli þurfi að stíga inn í og bjarga málunum. Gulli Gull og Baldur Sig hafa marga fjöruna sopið.Vísir/Vilhelm Gunnarsson Lengi lifir í gömlum glæðum og verður forvitnilegt að sjá hver stendur upp úr í sumar fyrir hönd „heldri manna“ deildarinnar.
Fótbolti Íslenski boltinn Pepsi Max-deild karla KR Víkingur Reykjavík Breiðablik FH Fylkir Valur KA Stjarnan Mest lesið Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Íslenski boltinn Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 107-96 | Undanúrslitin í augsýn Körfubolti „Bara „shout out“ á mömmu, takk fyrir þetta!“ Fótbolti Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Fótbolti Vann Meistaradeildina með Barcelona en vinnur nú í Intersport Fótbolti Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Enski boltinn Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Enski boltinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 82-90 | Garðbæingar komnir með annan fótinn í undanúrslit Körfubolti Fleiri fréttir „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Glórulaus tækling Gylfa Þórs Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Sjáðu glæsimark Rúnars Más og skrautlegt sjálfsmark á Hlíðarenda „Sá það strax að boltinn myndi enda inni“ Uppgjörið: Fram - ÍA 0-1 | Stórglæsilegt mark Rúnars Más tryggði Skagamönnum sigurinn gegn Fram „Ekki fyrsta stóra ákvörðunin sem hann tekur á móti mínu liði á þessum velli“ Uppgjörið: KA - KR 2-2 | Tvö rauð á KR í markaleik á Akureyri „Stundum þá skapar maður bara sína eigin heppni með alvöru vinnuframlagi“ Uppgjörið: Valur - Vestri 1-1 | Óvænt stig Djúpmanna á Hlíðarenda Blikar byrjuðu vel með græna nögl á litla fingri Sjáðu fyrstu mörk Íslandsmótsins í ár: Var þetta víti? „Viðeigandi að fagna komu hennar með marki“ „Skrifast á ákveðinn sviðsskrekk“ Uppgjörið: Breiðablik - Afturelding 2-0 | Meistararnir með öruggan sigur í opnunarleiknum Erfiðasta frumraun félags í efstu deild í 36 ár Blikar hafa byrjað báðar titilvarnir sínar illa Íslenskir dómarar verða á samfélagsmiðlum í sumar „Sé þá ekki vinna í ár“ Besta-spáin 2025: Hamra járnið meðan það er heitt Segja að Valur hafi boðið meira en tvær milljónir í Úlfu Dís „Hef ekkert það miklar áhyggjur af þessum breytingum“ Besta-spáin 2025: Lífið eftir Arnar Bræður berjast og fjölskyldumeðlimir velja á milli Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Sjá meira