Keppnin milli Gumma Ben og Bibbu í myndaleik Icelandair harðnar. Hvort þeirra nær að smala fleira fólki í sitt lið? Gummi er orðinn stressaður og óskar eftir aðstoð Evu Laufeyjar sem fer fram á ákveðna hluti á móti.
Myndaleikurinn gengur út á að fá Íslendinga til þess að taka myndir og merkja þær #icelandisopen til þess sýna heiminum hvernig áfangastaðurinn Ísland kemur undan vetri.
15 ferðavinningar, innanlands og utan, eru í pottinum og vefsvæðið icelandisopen.is er helgað leiknum. Búið er að draga fyrstu vinningshafa úr keppninni og verða næstu tveir dregnir út í dag.
Hægt er að kynna sér leikinn nánar á heimasíðunni icelandisopen.is. Hægt að setja inn myndir til 26. júní. Þá velja fulltrúar Icelandair bestu myndirnar og í gang fer kosning hér á Vísi þar sem þjóðin velur sína uppáhalds mynd. Sú kosning stendur frá 26. júní til 3. júlí. Hver sem er getur tekið þátt á Instagram og/eða Facebook en myndirnar verða að vera teknar á tímabilinu 25. maí til 26. júní.