Eins herflugmanns er saknað eftir að orrustuþotaþota á vegum Bandaríkjahers hrapaði í Norðursjó. Frá þessu er greint á vef breska ríkisútvarpsins.
Um er að ræða þotu af gerðinni F-15C Eagle. Vélin var notuð á æfingu frá flugstöð í Suffolk í Bretlandi. Talið er að þotan hafi hrapað um 74 sjómílum frá strönd austur-Yorkshire.
Orsök þess að þotan hrapaði eru enn ókunn, en bandaríski loftherinn hefur staðfest að einn flugmaður hafi verið um borð. Leitar- og björgunarteymi leita nú flugmannsins og þotunnar.
Samkvæmt fréttum á vef breska ríkisútvarpsins leita minnst tíu bátar og skip nú flugmannsins og vélarinnar.
Fréttin hefur verið uppfærð.