Flott opnun í Eystri Rangá Karl Lúðvíksson skrifar 16. júní 2020 07:42 Veitt í Tunguvaði Eystri Rangá Eystri Rangá opnaði fyrir veiði í gær og miðað við hvernig áin fer af stað má reikna með góðu sumri þar á bæ. Fyrir opnun á ánni höfðu menn séð laxa víða í henni og það á flestum svæðum. Það kemur þess vegna ekkert mikið á óvart að það hafi tekist vel til á fyrsta degi sem Eystri Rangá er veidd. Strax fyrir hádegi voru komnir átta laxar á land og nokkrir sem sluppu af færi veiðimanna en laxinn sem veiddist er bæði vænn og vel haldinn. Laxa varð vart víða í ánni og það eru orðin nokkur ár síðan það hefur gengið jafn vel á fyrsta degi í henni. Eystri Rangá hefur lengi verið ein af aflahæstu ám landsins og hækkandi hlutfall tveggja ára laxa á þátt í því að auka vinsældir hennar. Undanfarin ár hefur tveggja ára lax verið stór ef ekki stærsti hluti veiðinnar fyrstu tvær til þrjár vikurnar svo þeir sem eiga daga þarna á næstunni geta gert ráð fyrir því að þegar flugan verður tekinn að þá er líklega og vonandi stór lax á flugunni. Það verður spennandi að fylgjast með Eystri Rangá næstu daga og vikur. Lokatala gærdagsins var sextán laxar. Stangveiði Mest lesið Spá að Miðfjarðará fari yfir 4.000 laxa Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Veðrið búið að vera veiðimönnum erfitt Veiði 5 laxar úr Norðurá fyrsta daginn Veiði Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Risaurriðar komnir á land á Þingvöllum Veiði Stóra Laxá gæti fundið fyrir netaupptöku Veiði Ágætt sumar að baki á svæðum Strengja Veiði Málþing um neikvæð áhrif sjókvíaeldis Veiði Heildarstangveiði 39% minni en í fyrra Veiði
Eystri Rangá opnaði fyrir veiði í gær og miðað við hvernig áin fer af stað má reikna með góðu sumri þar á bæ. Fyrir opnun á ánni höfðu menn séð laxa víða í henni og það á flestum svæðum. Það kemur þess vegna ekkert mikið á óvart að það hafi tekist vel til á fyrsta degi sem Eystri Rangá er veidd. Strax fyrir hádegi voru komnir átta laxar á land og nokkrir sem sluppu af færi veiðimanna en laxinn sem veiddist er bæði vænn og vel haldinn. Laxa varð vart víða í ánni og það eru orðin nokkur ár síðan það hefur gengið jafn vel á fyrsta degi í henni. Eystri Rangá hefur lengi verið ein af aflahæstu ám landsins og hækkandi hlutfall tveggja ára laxa á þátt í því að auka vinsældir hennar. Undanfarin ár hefur tveggja ára lax verið stór ef ekki stærsti hluti veiðinnar fyrstu tvær til þrjár vikurnar svo þeir sem eiga daga þarna á næstunni geta gert ráð fyrir því að þegar flugan verður tekinn að þá er líklega og vonandi stór lax á flugunni. Það verður spennandi að fylgjast með Eystri Rangá næstu daga og vikur. Lokatala gærdagsins var sextán laxar.
Stangveiði Mest lesið Spá að Miðfjarðará fari yfir 4.000 laxa Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Veðrið búið að vera veiðimönnum erfitt Veiði 5 laxar úr Norðurá fyrsta daginn Veiði Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Risaurriðar komnir á land á Þingvöllum Veiði Stóra Laxá gæti fundið fyrir netaupptöku Veiði Ágætt sumar að baki á svæðum Strengja Veiði Málþing um neikvæð áhrif sjókvíaeldis Veiði Heildarstangveiði 39% minni en í fyrra Veiði