Enn syrtir í álinn á Kóreuskaga Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 16. júní 2020 19:00 Suður-Kóreustjórn varaði Norður-Kóreu í dag við frekari aðgerðum á landamærunum eftir að einræðisríkið sprengdi hús samvinnustofnunar ríkjanna í loft upp í morgun. Húsið hefur verið mannlaust undanfarna mánuði vegna kórónuveirunnar en stofnunin var opnuð árið 2018 við hátíðlega athöfn. Á þessum tíma höfðu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, átt fundi um frið og kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Framtíðin virtist nokkuð björt, eins og Cho Myong-gyon, sameiningarráðherra Suður-Kóreu, lýsti við athöfnina: „Frá og með deginum í dag munu Suður- og Norður-Kórea geta rætt málefni Kóreuskaga, frið og velmegun allan sólarhringinn, alla daga ársins. Hér munum við hittast til að skiptast á hugmyndum og leysa erfið vandamál.“ Norður-Kóreumenn afar ósáttir En svo fór að halla undan fæti. Pattstaða hefur verið í viðræðunum frá fundi Kim með Bandaríkjaforseta í fyrra og undanfarnar vikur hafa Norður-Kóreumenn gagnrýnt granna sína fyrir að skýla norðurkóreskum flóttamönnum og dreifa áróðri yfir landamærin. „Suðurkóreskum stjórnvöldum verður refsað fyrir glæpi sína. Það er að segja að tala um að þörf sé á viðræðum á meðan þeir brýna sverðin fyrir aftan bak,“ sagði Jon Myong-il, íbúi í norðurkóresku höfuðborginni Pjongjang, við blaðamann AP. Allt Norður-Kóreu að kenna Auk þess að sprengja húsið hafa Norður-Kóreumenn boðað hernaðaraðgerðir nærri landamærum ríkjanna. Suður-Kóreumenn vara við öllu slíku. „Suðurkóreska ríkisstjórnin vill koma því á framfæri að ábyrgðin á versnandi samskiptum er alfarið Norður-Kóreumanna. Við vörum við því að ef Norður-Kórea heldur áfram að spilla samskiptum ríkjanna verður því svarað af hörku,“ sagði Kim You-geun, varaforseti þjóðaröryggisráðs Suður-Kóreu, á blaðamannafundi í dag. Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Suður-Kóreustjórn varaði Norður-Kóreu í dag við frekari aðgerðum á landamærunum eftir að einræðisríkið sprengdi hús samvinnustofnunar ríkjanna í loft upp í morgun. Húsið hefur verið mannlaust undanfarna mánuði vegna kórónuveirunnar en stofnunin var opnuð árið 2018 við hátíðlega athöfn. Á þessum tíma höfðu Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu, og Moon Jae-in, forseti Suður-Kóreu, átt fundi um frið og kjarnorkuafvopnun Kóreuskagans. Framtíðin virtist nokkuð björt, eins og Cho Myong-gyon, sameiningarráðherra Suður-Kóreu, lýsti við athöfnina: „Frá og með deginum í dag munu Suður- og Norður-Kórea geta rætt málefni Kóreuskaga, frið og velmegun allan sólarhringinn, alla daga ársins. Hér munum við hittast til að skiptast á hugmyndum og leysa erfið vandamál.“ Norður-Kóreumenn afar ósáttir En svo fór að halla undan fæti. Pattstaða hefur verið í viðræðunum frá fundi Kim með Bandaríkjaforseta í fyrra og undanfarnar vikur hafa Norður-Kóreumenn gagnrýnt granna sína fyrir að skýla norðurkóreskum flóttamönnum og dreifa áróðri yfir landamærin. „Suðurkóreskum stjórnvöldum verður refsað fyrir glæpi sína. Það er að segja að tala um að þörf sé á viðræðum á meðan þeir brýna sverðin fyrir aftan bak,“ sagði Jon Myong-il, íbúi í norðurkóresku höfuðborginni Pjongjang, við blaðamann AP. Allt Norður-Kóreu að kenna Auk þess að sprengja húsið hafa Norður-Kóreumenn boðað hernaðaraðgerðir nærri landamærum ríkjanna. Suður-Kóreumenn vara við öllu slíku. „Suðurkóreska ríkisstjórnin vill koma því á framfæri að ábyrgðin á versnandi samskiptum er alfarið Norður-Kóreumanna. Við vörum við því að ef Norður-Kórea heldur áfram að spilla samskiptum ríkjanna verður því svarað af hörku,“ sagði Kim You-geun, varaforseti þjóðaröryggisráðs Suður-Kóreu, á blaðamannafundi í dag.
Norður-Kórea Suður-Kórea Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira