Flutt á sjúkrahús eftir árekstur rafmagnshjóls og vespu Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. júní 2020 06:32 Konan var flutt á sjúkrahús til aðhlynningar. Vísir/vilhelm Kona á rafmagnshjóli var flutt með sjúkrabíl á slysadeild á sjöunda tímanum í gær eftir að hún lenti í árekstri við ungan mann sem ók vespu í undirgöngum í Kópavogi. Ekki er vitað um meiðsl konunnar, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Ungi maðurinn var með hjálm á höfði og meiddist ekki. Laust eftir klukkan sex var tilkynnt um par hlaupa frá reikningi á veitingahúsi í miðbænum. Parið náðist og kvaðst í upphafi ætlað að greiða fyrir veitingar sem það pantaði á veitingastaðnum. Þá hefði það hins vegar áttað sig á því að hvorugt væri með peninga eða greiðslukort og ákveðið að hlaupa út án þess að greiða reikninginn, að því er segir í dagbók lögreglu. Skírteinislaus með börn í bílnum Þá varð umferðaróhapp í Kópavogi skömmu eftir miðnætti þegar bifreið var ekið á kyrrstæðan bíl, grindverk og hús. Ökumaður og farþegi fóru gangandi frá vettvangi en voru handteknir skömmu síðar. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Hann var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu. Þá stöðvaði lögregla ökumann í Fossvogi skömmu fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Ökumaðurinn reyndist sviptur ökuréttindum og hefur áður verði stöðvaður í akstri án gildra réttinda. Maðurinn var með börn í bifreiðinni og verður því tilkynnt um málið til barnaverndar. Maður var fluttir með sjúkrabíl á slysadeild um miðnætti eftir að hafa dottið af reiðhjóli í miðbænum. Maðurinn var meðvitundarlaus þegar komið var að honum og jafnframt sagður ofurölvi, að því er segir í dagbók lögreglu. Þá var maður handtekinn í miðbænum grunaður um eignaspjöll. Hann var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Kópavogur Reykjavík Lögreglumál Samgönguslys Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
Kona á rafmagnshjóli var flutt með sjúkrabíl á slysadeild á sjöunda tímanum í gær eftir að hún lenti í árekstri við ungan mann sem ók vespu í undirgöngum í Kópavogi. Ekki er vitað um meiðsl konunnar, að því er fram kemur í dagbók lögreglu. Ungi maðurinn var með hjálm á höfði og meiddist ekki. Laust eftir klukkan sex var tilkynnt um par hlaupa frá reikningi á veitingahúsi í miðbænum. Parið náðist og kvaðst í upphafi ætlað að greiða fyrir veitingar sem það pantaði á veitingastaðnum. Þá hefði það hins vegar áttað sig á því að hvorugt væri með peninga eða greiðslukort og ákveðið að hlaupa út án þess að greiða reikninginn, að því er segir í dagbók lögreglu. Skírteinislaus með börn í bílnum Þá varð umferðaróhapp í Kópavogi skömmu eftir miðnætti þegar bifreið var ekið á kyrrstæðan bíl, grindverk og hús. Ökumaður og farþegi fóru gangandi frá vettvangi en voru handteknir skömmu síðar. Ökumaðurinn er grunaður um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og fíkniefna og ítrekaðan akstur sviptur ökuréttindum. Hann var vistaður fyrir rannsókn máls í fangageymslu. Þá stöðvaði lögregla ökumann í Fossvogi skömmu fyrir klukkan átta í gærkvöldi. Ökumaðurinn reyndist sviptur ökuréttindum og hefur áður verði stöðvaður í akstri án gildra réttinda. Maðurinn var með börn í bifreiðinni og verður því tilkynnt um málið til barnaverndar. Maður var fluttir með sjúkrabíl á slysadeild um miðnætti eftir að hafa dottið af reiðhjóli í miðbænum. Maðurinn var meðvitundarlaus þegar komið var að honum og jafnframt sagður ofurölvi, að því er segir í dagbók lögreglu. Þá var maður handtekinn í miðbænum grunaður um eignaspjöll. Hann var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu.
Kópavogur Reykjavík Lögreglumál Samgönguslys Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira