Hellisheiði verður lokuð til austurs í dag og verður hjáleið um Þrengsli. Er það gert vegna malbikunarframkvæmda.
Á vef Vegagerðarinnar segir að stefnt sé á að malbika Hringveg, á milli Þrengslavegar og Hellisheiðar í átt að Hveragerði í dag.
„Hellisheiði verður lokuð til austurs og hjáleið verður um Þrengsli. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 06:00 til kl. 21:00.“