Föðurland: „Ég upplifði svolítið tilgangsleysi á meðgöngunni“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 22. júní 2020 20:22 Goggi ásamt syni sínum Samuel Mána Leite. Aðsend mynd „Ég finn að ég er allavega miklu þroskaðri núna en fyrir sextán árum þegar ég eignaðist fyrsta barnið mitt“. Þetta segir George, eða Goggi eins og flestir kalla hann, í viðtalsliðnum Föðurlandi. Goggi, sem oftast er kenndur við Kalda bar, er þekktur fyrir einstaklega hlýja og líflega framkomu. Hann á og rekur öldurhúsið Kalda bar, og tekur þar á móti kúnnum sínum eins og hann sé að bjóða fólki velkomið á heimili sitt. Goggi og kona hans, Anaïs Barthe, eignuðust son í byrjun síðasta árs en fyrir á Goggi eina stelpu. Fjölskyldan á góðri stundu. Sofia Lea, Samuel Máni, Goggi og Anaïs.Aðsend mynd Nafn? George Leite. Aldur? 39 ára. Hvað áttu mörg börn? Ég á tvö börn. Samuel sem er eins árs og sextán ára stelpu, Sofiu Leu Leite. Hvernig tilfinning var að komast að því að þú værir að verða faðir? Í fyrsta skipti vorum við í útlöndum og mömmunni leið eitthvað illa. Við fórum saman upp á spítala til að athuga með hana og fundum þá út að hún væri ólétt. Við fengum svo strax að heyra hjartsláttinn og ég var bara yfir skýjunum. Núna í seinna skiptið þá tókum við svona óléttupróf sem var jákvætt. Við fórum svo til læknis til að staðfesta þungunina og þá fengum við að heyra hjartsláttinn. Ég fann þá fyrir sömu tilfinningunni aftur. Ég var alveg í skýjunum. Goggi segist hafa upplifað tilgangsleysi á meðgöngunni en þó hafa náð að tengjast konunni sinni mjög vel. Aðsend mynd Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk á meðgöngunni? Mér fannst ég ekki geta gert neitt og fannst ég svolítið hjálparvana. Leitaðir þú eftir einhverri fræðslu á meðgöngunni? Já, við lásum okkur vel til. Fannst þér þú ná að tengjast ófædda barninu? Nei, ég get ekki sagt það. Ég upplifði svolítið tilgangsleysi á meðgöngunni en tengdist samt konunni minni meira, sem var mjög gott. Einhver munur á þessari meðgöngu og þeirri sem þú upplifðir í fyrsta skipti? Já, það var rosalega mikill munur á þessum tveimur reynslum. Til að byrja með þá eru þetta ekki sömu mömmur. Fjárhagsstaðan var mikið breytt og svo er ég mun þroskaðari núna heldur en fyrir 16 árum þegar ég eignaðist fyrsta barnið mitt. Hvernig tilkynntuð þið fjölskyldunni um meðgönguna?Við létum stelpuna mína vita fyrst með góðu spjalli. Svo eigum við bæði fjölskyldu úti svo að við hringdum bara í þau á Facetime og tilkynntum þeim gleðifréttirnar. Goggi segist hafa verið mjög spenntur að eignast strák og fá hann til sín. Aðsend mynd Fenguð þið að vita kynið? Já, við fengum að vita kynið fyrirfram. Okkur fannst það þægilegra upp á það að reyna að fá tengingu og auðvitað líka til að byrja að velja nafn. Hvað fannst þér skemmtilegast að upplifa á meðgöngunni? Ég var aðallega bara spenntur fyrir því að fá strákinn minn til mín. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Hvað er hún komin langt? Er eitthvað sem þér finnst vanta inn í umfjöllunina eða fræðslu fyrir verðandi feður? Já, það þyrfti kannski að undirbúa feður betur. Bæði til að hjálpa þeim að tengjast barninu og vera til staðar fyrir barnið. Hvernig leið þér fyrir fæðinguna? Ég var mjög, mjög stressaður. Hér er Anaïs með nýbakaðan son þeirra, Samuel. Aðsend mynd Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk í fæðingunni? Ég upplifði mig sem stuðning fyrir konuna mína. Hvernig tilfinning var það að sjá barnið í fyrsta skipti? Það er bara besta tilfinning í heiminum. Hvernig upplifðir þú fyrstu vikurnar sem nýbakaður faðir? Þetta var mjög sérstakur tími. Ég var fyrst mánuð í fæðingarorlofi og svo skipti ég því upp í nokkrar vikur. Núna á ég mánuð eftir. Mér fannst geggjað að fara í fæðingarorlof og að geta verið með börnunum mínum og bara notið lífsins. Hvernig gekk að finna nafn á barnið? Það var mjög erfitt að finna nafn. Það endaði svo á því að stelpan mín, Sofia, valdi nafnið hans. Aðsend mynd Hvað kom þér mest á óvart við það að verða faðir? Hversu mikið tilgangur manns breyttist. Tilgangur lífsins breyttist gjörsamlega. Fannst þér það breyta sambandinu ykkar að verða foreldrar? Já, auðvitað. En það breyttist á góðan hátt. Einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú hefur til verðandi feðra? Hugsaðu vel um konuna þína. Það er líka mikilvægt að muna það að hormónabreytingar eru tímabundnar. Föðurland Ástin og lífið Tengdar fréttir Í lögreglufylgd á stefnumót: „Um leið og ég settist inn í bílinn, kom útkall“ „Oftast er ég bara ofvirk, lítil, einhleyp kona“, segir Kristín Ýr Gunnarsdóttir og hlær með sínum smitandi hlátri þegar ég spyr hana hvernig ég á að titla hana í viðtalinu. 21. júní 2020 21:01 Hláturinn lengir sambandið All margar rannsóknir hafa sýnt fram á góð áhrif hláturs á bæði andlega og líkamlega heilsu fólks. En hvaða áhrif hefur hlátur á sambönd? 20. júní 2020 15:25 Einhleypan: „Hvernig Instagram eyðilagði líf mitt“ Hann syngur hástöfum í sturtu, þolir ekki frekjur og er með innbyggða dómaraflautu í kjaftinum. Einhleypa Makamála þessa vikuna er Jón Víðir Þorsteinsson. 21. júní 2020 19:16 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Ætlaði að giftast Birgittu Haukdal eða Daniel Radcliffe Makamál Tæplega helmingur segist ekki nota verjur við skyndikynni Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Föðurland: Hvað með alla pabbana? Makamál Fólk með ADHD tvöfalt líklegra til að skilja Makamál „Ég neita að skammast mín fyrir það hver ég er í dag“ Makamál Tekur þú verjur með þér út á lífið? Makamál Fleiri fréttir Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
„Ég finn að ég er allavega miklu þroskaðri núna en fyrir sextán árum þegar ég eignaðist fyrsta barnið mitt“. Þetta segir George, eða Goggi eins og flestir kalla hann, í viðtalsliðnum Föðurlandi. Goggi, sem oftast er kenndur við Kalda bar, er þekktur fyrir einstaklega hlýja og líflega framkomu. Hann á og rekur öldurhúsið Kalda bar, og tekur þar á móti kúnnum sínum eins og hann sé að bjóða fólki velkomið á heimili sitt. Goggi og kona hans, Anaïs Barthe, eignuðust son í byrjun síðasta árs en fyrir á Goggi eina stelpu. Fjölskyldan á góðri stundu. Sofia Lea, Samuel Máni, Goggi og Anaïs.Aðsend mynd Nafn? George Leite. Aldur? 39 ára. Hvað áttu mörg börn? Ég á tvö börn. Samuel sem er eins árs og sextán ára stelpu, Sofiu Leu Leite. Hvernig tilfinning var að komast að því að þú værir að verða faðir? Í fyrsta skipti vorum við í útlöndum og mömmunni leið eitthvað illa. Við fórum saman upp á spítala til að athuga með hana og fundum þá út að hún væri ólétt. Við fengum svo strax að heyra hjartsláttinn og ég var bara yfir skýjunum. Núna í seinna skiptið þá tókum við svona óléttupróf sem var jákvætt. Við fórum svo til læknis til að staðfesta þungunina og þá fengum við að heyra hjartsláttinn. Ég fann þá fyrir sömu tilfinningunni aftur. Ég var alveg í skýjunum. Goggi segist hafa upplifað tilgangsleysi á meðgöngunni en þó hafa náð að tengjast konunni sinni mjög vel. Aðsend mynd Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk á meðgöngunni? Mér fannst ég ekki geta gert neitt og fannst ég svolítið hjálparvana. Leitaðir þú eftir einhverri fræðslu á meðgöngunni? Já, við lásum okkur vel til. Fannst þér þú ná að tengjast ófædda barninu? Nei, ég get ekki sagt það. Ég upplifði svolítið tilgangsleysi á meðgöngunni en tengdist samt konunni minni meira, sem var mjög gott. Einhver munur á þessari meðgöngu og þeirri sem þú upplifðir í fyrsta skipti? Já, það var rosalega mikill munur á þessum tveimur reynslum. Til að byrja með þá eru þetta ekki sömu mömmur. Fjárhagsstaðan var mikið breytt og svo er ég mun þroskaðari núna heldur en fyrir 16 árum þegar ég eignaðist fyrsta barnið mitt. Hvernig tilkynntuð þið fjölskyldunni um meðgönguna?Við létum stelpuna mína vita fyrst með góðu spjalli. Svo eigum við bæði fjölskyldu úti svo að við hringdum bara í þau á Facetime og tilkynntum þeim gleðifréttirnar. Goggi segist hafa verið mjög spenntur að eignast strák og fá hann til sín. Aðsend mynd Fenguð þið að vita kynið? Já, við fengum að vita kynið fyrirfram. Okkur fannst það þægilegra upp á það að reyna að fá tengingu og auðvitað líka til að byrja að velja nafn. Hvað fannst þér skemmtilegast að upplifa á meðgöngunni? Ég var aðallega bara spenntur fyrir því að fá strákinn minn til mín. Hver var algengasta spurningin sem þú fékkst á meðgöngunni? Hvað er hún komin langt? Er eitthvað sem þér finnst vanta inn í umfjöllunina eða fræðslu fyrir verðandi feður? Já, það þyrfti kannski að undirbúa feður betur. Bæði til að hjálpa þeim að tengjast barninu og vera til staðar fyrir barnið. Hvernig leið þér fyrir fæðinguna? Ég var mjög, mjög stressaður. Hér er Anaïs með nýbakaðan son þeirra, Samuel. Aðsend mynd Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk í fæðingunni? Ég upplifði mig sem stuðning fyrir konuna mína. Hvernig tilfinning var það að sjá barnið í fyrsta skipti? Það er bara besta tilfinning í heiminum. Hvernig upplifðir þú fyrstu vikurnar sem nýbakaður faðir? Þetta var mjög sérstakur tími. Ég var fyrst mánuð í fæðingarorlofi og svo skipti ég því upp í nokkrar vikur. Núna á ég mánuð eftir. Mér fannst geggjað að fara í fæðingarorlof og að geta verið með börnunum mínum og bara notið lífsins. Hvernig gekk að finna nafn á barnið? Það var mjög erfitt að finna nafn. Það endaði svo á því að stelpan mín, Sofia, valdi nafnið hans. Aðsend mynd Hvað kom þér mest á óvart við það að verða faðir? Hversu mikið tilgangur manns breyttist. Tilgangur lífsins breyttist gjörsamlega. Fannst þér það breyta sambandinu ykkar að verða foreldrar? Já, auðvitað. En það breyttist á góðan hátt. Einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú hefur til verðandi feðra? Hugsaðu vel um konuna þína. Það er líka mikilvægt að muna það að hormónabreytingar eru tímabundnar.
Föðurland Ástin og lífið Tengdar fréttir Í lögreglufylgd á stefnumót: „Um leið og ég settist inn í bílinn, kom útkall“ „Oftast er ég bara ofvirk, lítil, einhleyp kona“, segir Kristín Ýr Gunnarsdóttir og hlær með sínum smitandi hlátri þegar ég spyr hana hvernig ég á að titla hana í viðtalinu. 21. júní 2020 21:01 Hláturinn lengir sambandið All margar rannsóknir hafa sýnt fram á góð áhrif hláturs á bæði andlega og líkamlega heilsu fólks. En hvaða áhrif hefur hlátur á sambönd? 20. júní 2020 15:25 Einhleypan: „Hvernig Instagram eyðilagði líf mitt“ Hann syngur hástöfum í sturtu, þolir ekki frekjur og er með innbyggða dómaraflautu í kjaftinum. Einhleypa Makamála þessa vikuna er Jón Víðir Þorsteinsson. 21. júní 2020 19:16 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Einhleypan: Ætlaði að giftast Birgittu Haukdal eða Daniel Radcliffe Makamál Tæplega helmingur segist ekki nota verjur við skyndikynni Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Föðurland: Hvað með alla pabbana? Makamál Fólk með ADHD tvöfalt líklegra til að skilja Makamál „Ég neita að skammast mín fyrir það hver ég er í dag“ Makamál Tekur þú verjur með þér út á lífið? Makamál Fleiri fréttir Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Í lögreglufylgd á stefnumót: „Um leið og ég settist inn í bílinn, kom útkall“ „Oftast er ég bara ofvirk, lítil, einhleyp kona“, segir Kristín Ýr Gunnarsdóttir og hlær með sínum smitandi hlátri þegar ég spyr hana hvernig ég á að titla hana í viðtalinu. 21. júní 2020 21:01
Hláturinn lengir sambandið All margar rannsóknir hafa sýnt fram á góð áhrif hláturs á bæði andlega og líkamlega heilsu fólks. En hvaða áhrif hefur hlátur á sambönd? 20. júní 2020 15:25
Einhleypan: „Hvernig Instagram eyðilagði líf mitt“ Hann syngur hástöfum í sturtu, þolir ekki frekjur og er með innbyggða dómaraflautu í kjaftinum. Einhleypa Makamála þessa vikuna er Jón Víðir Þorsteinsson. 21. júní 2020 19:16