Funduðu um gos í Grímsvötnum sem gæti komið á næstu dögum, vikum eða mánuðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 18. júní 2020 15:58 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Vísir/Vilhelm Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. Í samtali við Vísi segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, að engin ný gögn hafi verið til kynnt til sögunnar á fundi dagsins, en vísindaráðið fundaði einnig 10. júní síðastliðinn um stöðuna í Grímsvötnum. Þá kom fram að vísindamenn telji að meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Á fundi dagsins var farið yfir stöðuna auk þess sem að sérfræðingar gátu borið saman bækur sínar. Segir Magnús Tumi að eldgos í Grímsvötnum hafi tilhneigingu til að fylgja í kjölfar jökulhlaups og nú bendi aðstæður til þess að slíkt hlaup sé handan við hornið á næstu dögum, vikum eða mánuðum. „Vatnshæð er núna frekar há í Grímsvötnum og fer hækkandi, hækkar um svona þrjá sentimetra á dag, sem er eðlilegt í sjálfu sér þegar vatnssöfnun er í gangi. Núna er staðan þannig að það er ekkert ólílegt að Grímsvötn séu að verða tilbúin til þess að gjósa,“ segir Magnús Tumi og bendir á að Grímsvötn gjósi að jafnaði á fimm til tíu ára fresti. „Nú eru að verða níu á síðan og gos í Grímsvötnum hafa tilhneygingu til að koma í kjölfar hlaupa. Þá lækkar þrýstingurinn ofan á kvikuhólfinu og nú eru þessar aðstæður og þess vegna teljum við að það sé möguleiki að það gerist þegar að það hleypur,“ segir Magnús Tumi. Fundur dagsins snerist að mestu leyti um að ræða stöðuna þannig að menn séu viðbúnir þegar og ef gos hefst. „Það gæti byrjað á næstu dögum eða vikum en það getur líka dregist um mánuði og þá þarf að vera viðbúinn að það geti komið hlaup, koma gos, sem er sennilegt að komi, miðað við reynsluna, nokkrum dögum eftir að hlaup er komið.“ Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira
Vísindaráð almannavarna hittist á fundi í dag til að ræða stöðuna á virkni í Grímsvötnum en merki eru um að eldstöðin þar búi sig undir eldgos. Í samtali við Vísi segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, að engin ný gögn hafi verið til kynnt til sögunnar á fundi dagsins, en vísindaráðið fundaði einnig 10. júní síðastliðinn um stöðuna í Grímsvötnum. Þá kom fram að vísindamenn telji að meiri jarðskjálftavirkni, aukning jarðhita og útstreymi kvikugass benda til að Grímsvötn búi sig undir eldgos. Á fundi dagsins var farið yfir stöðuna auk þess sem að sérfræðingar gátu borið saman bækur sínar. Segir Magnús Tumi að eldgos í Grímsvötnum hafi tilhneigingu til að fylgja í kjölfar jökulhlaups og nú bendi aðstæður til þess að slíkt hlaup sé handan við hornið á næstu dögum, vikum eða mánuðum. „Vatnshæð er núna frekar há í Grímsvötnum og fer hækkandi, hækkar um svona þrjá sentimetra á dag, sem er eðlilegt í sjálfu sér þegar vatnssöfnun er í gangi. Núna er staðan þannig að það er ekkert ólílegt að Grímsvötn séu að verða tilbúin til þess að gjósa,“ segir Magnús Tumi og bendir á að Grímsvötn gjósi að jafnaði á fimm til tíu ára fresti. „Nú eru að verða níu á síðan og gos í Grímsvötnum hafa tilhneygingu til að koma í kjölfar hlaupa. Þá lækkar þrýstingurinn ofan á kvikuhólfinu og nú eru þessar aðstæður og þess vegna teljum við að það sé möguleiki að það gerist þegar að það hleypur,“ segir Magnús Tumi. Fundur dagsins snerist að mestu leyti um að ræða stöðuna þannig að menn séu viðbúnir þegar og ef gos hefst. „Það gæti byrjað á næstu dögum eða vikum en það getur líka dregist um mánuði og þá þarf að vera viðbúinn að það geti komið hlaup, koma gos, sem er sennilegt að komi, miðað við reynsluna, nokkrum dögum eftir að hlaup er komið.“
Grímsvötn Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Sjá meira