Viðtal Frosta við Kolbrúnu Önnu ekki brot á siðareglum Jakob Bjarnar skrifar 18. júní 2020 16:58 Viðtal Frosta við Kolbrúnu Önnu reyndist gríðarlega umdeilt, það var kært til Siðanefndar BÍ sem nú hefur úrskurðað að viðtalið stangist ekki á við siðareglur. Viðtal Frosta Logasonar við Kolbrúnu Önnu Jónsdóttur, sem sent var út í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 þann 25. febrúar telst ekki stangast á við siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Siðanefnd BÍ hefur birt úrskurð þess efnis. Kærendur eru tveir en þeir óska nafnleyndar. Í viðtalinu ræddi Frosti við Kolbrúnu Önnu um hennar hlið í erfiðu umgengnismáli en tilefnið var meðal annars það að Kolbrún Anna hafði gefið út hljóðbók um téð mál sem heitir „Ákærð“ og hefur hún vakið mikla athygli. Umfjöllun og viðtal við Ólaf Hand, eiginmann Kolbrúnar, um tálmanir í umgengnismálum sem Stöð 2 birti í febrúar 2017 leiddi einnig til kæru til Siðanefndar en að sama skapi taldist fjölmiðillinn ekki brotlegur við lög þá heldur. Kolbrún Anna Jónsdóttir gaf út hljóðbók um reynslu sína en víst er að ýmsir töldu þá bók ekki eiga neitt erindi. Í úrskurði segir að í kæru sé vísað til ummæla á síðum hreyfinganna Líf án ofbeldis og Stuðningshóps ólögráða barns. „Einnig er vísað til Barnasáttmála SÞ, Umboðsmanns barna, Fjölmiðlanefndar, ríkissaksóknara, dómsstóla og innahússreglna Stöðvar 2 (Sýnar), en siðanefnd tekur ekki afstöðu til þessara atriða, heldur miðar við siðareglur BÍ.“ Afar umdeilt viðtal Viðtalið reyndist afar umdeilt og rituðu Kristrún Heimisdóttir lögmaður ásamt hópi kvenna grein sem birtist á Vísi undir fyrirsögninni: „Stöð 2 málsvarar ofbeldis?“ Eru þar fordæmingar á viðtalinu hvergi sparaðar: „Óvirðing Stöðvar 2 við alla aðra aðila málsins fyrir utan Hand-hjónin er takmarkalaus.“ Í kærunni er vísað til Siðareglna BÍ, einkum hinnar svokölluðu tillitssemisreglu númer 3 en þar segir að blaðamenn skuli sýna fyllstu tillitssemi í vandasömu máli; það hafi Frosti og Stöð 2 ekki gert né virt kröfuna um að „forðast allt sem getur valdið saklausu fólki eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu og einnig ekki vandað upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu,“ eins og rakið er í úrskurðinum. Dró ekki taum viðmælanda Í úrskurði er málið reifað en í úrskurði segir að Stöð 2 hafi ekki brotið siðareglur í málinu. „Ljóst er að tilfinningar milli deiluaðila eru ríkar í þessu máli. Umgengnis-, tálmunar- og forræðismál eru oftast nær vandasöm – í umfjölluninni og viðtalinu var fjallað um afar viðkvæmt mál, en engu að síður mikilvægt, enda varðar það m.a. gagnrýni á afstöðu og aðgerðir stjórnvalda,“ segir meðal annars. Nefndin hafnar því að fréttamaður hafi dregið taum viðmælanda síns, eins og kærendur vilja halda fram og boðið hafi verið upp á að andstæð sjónarmið kæmu fram af kærendanna hálfu. „Ekki verður annað séð en vinnubrögð fjölmiðilsins rúmist innan siðareglna BÍ og því ekki um brot að ræða.“ Fjölmiðlar Dómsmál Lögreglumál Bókaútgáfa Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sjá meira
Viðtal Frosta Logasonar við Kolbrúnu Önnu Jónsdóttur, sem sent var út í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 þann 25. febrúar telst ekki stangast á við siðareglur Blaðamannafélags Íslands. Siðanefnd BÍ hefur birt úrskurð þess efnis. Kærendur eru tveir en þeir óska nafnleyndar. Í viðtalinu ræddi Frosti við Kolbrúnu Önnu um hennar hlið í erfiðu umgengnismáli en tilefnið var meðal annars það að Kolbrún Anna hafði gefið út hljóðbók um téð mál sem heitir „Ákærð“ og hefur hún vakið mikla athygli. Umfjöllun og viðtal við Ólaf Hand, eiginmann Kolbrúnar, um tálmanir í umgengnismálum sem Stöð 2 birti í febrúar 2017 leiddi einnig til kæru til Siðanefndar en að sama skapi taldist fjölmiðillinn ekki brotlegur við lög þá heldur. Kolbrún Anna Jónsdóttir gaf út hljóðbók um reynslu sína en víst er að ýmsir töldu þá bók ekki eiga neitt erindi. Í úrskurði segir að í kæru sé vísað til ummæla á síðum hreyfinganna Líf án ofbeldis og Stuðningshóps ólögráða barns. „Einnig er vísað til Barnasáttmála SÞ, Umboðsmanns barna, Fjölmiðlanefndar, ríkissaksóknara, dómsstóla og innahússreglna Stöðvar 2 (Sýnar), en siðanefnd tekur ekki afstöðu til þessara atriða, heldur miðar við siðareglur BÍ.“ Afar umdeilt viðtal Viðtalið reyndist afar umdeilt og rituðu Kristrún Heimisdóttir lögmaður ásamt hópi kvenna grein sem birtist á Vísi undir fyrirsögninni: „Stöð 2 málsvarar ofbeldis?“ Eru þar fordæmingar á viðtalinu hvergi sparaðar: „Óvirðing Stöðvar 2 við alla aðra aðila málsins fyrir utan Hand-hjónin er takmarkalaus.“ Í kærunni er vísað til Siðareglna BÍ, einkum hinnar svokölluðu tillitssemisreglu númer 3 en þar segir að blaðamenn skuli sýna fyllstu tillitssemi í vandasömu máli; það hafi Frosti og Stöð 2 ekki gert né virt kröfuna um að „forðast allt sem getur valdið saklausu fólki eða fólki sem á um sárt að binda, óþarfa sársauka eða vanvirðu og einnig ekki vandað upplýsingaöflun sína, úrvinnslu og framsetningu,“ eins og rakið er í úrskurðinum. Dró ekki taum viðmælanda Í úrskurði er málið reifað en í úrskurði segir að Stöð 2 hafi ekki brotið siðareglur í málinu. „Ljóst er að tilfinningar milli deiluaðila eru ríkar í þessu máli. Umgengnis-, tálmunar- og forræðismál eru oftast nær vandasöm – í umfjölluninni og viðtalinu var fjallað um afar viðkvæmt mál, en engu að síður mikilvægt, enda varðar það m.a. gagnrýni á afstöðu og aðgerðir stjórnvalda,“ segir meðal annars. Nefndin hafnar því að fréttamaður hafi dregið taum viðmælanda síns, eins og kærendur vilja halda fram og boðið hafi verið upp á að andstæð sjónarmið kæmu fram af kærendanna hálfu. „Ekki verður annað séð en vinnubrögð fjölmiðilsins rúmist innan siðareglna BÍ og því ekki um brot að ræða.“
Fjölmiðlar Dómsmál Lögreglumál Bókaútgáfa Mest lesið „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Virginia Giuffre er látin Erlent Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Erlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Innlent „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Innlent Bein útsending: Útför Frans Páfa Erlent Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Innlent Þýskur kafbátur við Sundahöfn Innlent Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Innlent Fleiri fréttir Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sjá meira