Starfsfólk Landspítala fær allt að 250 þúsund í umbun vegna faraldursins Andri Eysteinsson skrifar 19. júní 2020 18:29 Forstjórapistill Páls Matthíassonar birtist á vefnum í dag. Vísir/Vilhelm Allir starfsmenn Landspítala, að forstjóra, aðstoðarmanni forstjóra, framkvæmdastjórum og forstöðumönnum undanskildum, fá greidda út umbun um næstu mánaðarmót vegna vinnu þeirra í faraldri kórónuveirunnar, þetta segir í forstjórapistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans sem birtist í dag. „Í byrjun apríl óskaði ég eftir því við heilbrigðisráðherra að okkur yrði gert kleift að umbuna með beinum hætti starfsfólki sem tók þátt í þessu gríðarlega átaki með okkur,“ skrifaði Páll í pistli sínum. Forstjórinn segir heilbrigðisráðherra hafa brugðist snöfurmannlega við beiðninni og var tillaga Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra samþykkt af Alþingi. Þá er í pistlinum greint frá niðurstöðum örkönnunar skrifstofu mannauðsmála á Landspítalanum þar sem fram kemur að nær allir starfsmenn töldu sig hafa orðið fyrir áhrifum vegna Covid-19. Þar sem að ljóst er að álagið var mismikið á starfsmenn í faraldrinum og því hefur starfsfólki spítalans verið skipt í hópa. „Annars vegar þau sem starfa á einingum sem mest komu að þjónustu við Covid smitaða (A- hópur) og svo aðrar starfseiningar spítalans (B-hópur).“ Upphæð umbunarinnar mun fara eftir viðveru starfsmanna í mars og apríl og getur hún numið allt að 250 þúsund krónum fyrir starfsfólk í A-hópi og 105 þúsund krónur fyrir aðra. „Þetta hefur reynst flókið í útfærslu en við höfum átt mikið samráð hér á spítalanum vegna þessa og teljum að þetta sé sú leið sem rétt er að fara. Umbunin er þakklætisvottur frá stjórnvöldum sem að mínu mati sýnir skilning á þessu flókna verkefni sem þó er hvergi nærri lokið,“ skrifar Páll. Ábyrgð ríkisins og samningsaðila gríðarleg Þá fjallar forstjórinn einnig um yfirvofandi verkfallsaðgerðir hjúkrunarfræðinga sem hefst, að óbreyttu, 22. júní. Páll segir ekkert verra og meira truflandi fyrir starfsemi sjúkrahúsa en verkfall og bætir við að staðan sem upp er komin sé afleit. „Landspítali sinnir mikilvægri en jafnframt viðkvæmri og flókinni starfsemi og það er skaðlegt þegar starfsemin er sett í uppnám vegna kjaradeilna ríkis og stéttarfélaga. Ég hef þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem skapast mun hér strax á mánudagsmorgun og get ekki lagt nógu mikla áherslu á að samningsaðilar nái saman,“ skrifar Páll og bendir á að ábyrgð ríkisins og samningsaðila sé gríðarleg. Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Allir starfsmenn Landspítala, að forstjóra, aðstoðarmanni forstjóra, framkvæmdastjórum og forstöðumönnum undanskildum, fá greidda út umbun um næstu mánaðarmót vegna vinnu þeirra í faraldri kórónuveirunnar, þetta segir í forstjórapistli Páls Matthíassonar, forstjóra Landspítalans sem birtist í dag. „Í byrjun apríl óskaði ég eftir því við heilbrigðisráðherra að okkur yrði gert kleift að umbuna með beinum hætti starfsfólki sem tók þátt í þessu gríðarlega átaki með okkur,“ skrifaði Páll í pistli sínum. Forstjórinn segir heilbrigðisráðherra hafa brugðist snöfurmannlega við beiðninni og var tillaga Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra samþykkt af Alþingi. Þá er í pistlinum greint frá niðurstöðum örkönnunar skrifstofu mannauðsmála á Landspítalanum þar sem fram kemur að nær allir starfsmenn töldu sig hafa orðið fyrir áhrifum vegna Covid-19. Þar sem að ljóst er að álagið var mismikið á starfsmenn í faraldrinum og því hefur starfsfólki spítalans verið skipt í hópa. „Annars vegar þau sem starfa á einingum sem mest komu að þjónustu við Covid smitaða (A- hópur) og svo aðrar starfseiningar spítalans (B-hópur).“ Upphæð umbunarinnar mun fara eftir viðveru starfsmanna í mars og apríl og getur hún numið allt að 250 þúsund krónum fyrir starfsfólk í A-hópi og 105 þúsund krónur fyrir aðra. „Þetta hefur reynst flókið í útfærslu en við höfum átt mikið samráð hér á spítalanum vegna þessa og teljum að þetta sé sú leið sem rétt er að fara. Umbunin er þakklætisvottur frá stjórnvöldum sem að mínu mati sýnir skilning á þessu flókna verkefni sem þó er hvergi nærri lokið,“ skrifar Páll. Ábyrgð ríkisins og samningsaðila gríðarleg Þá fjallar forstjórinn einnig um yfirvofandi verkfallsaðgerðir hjúkrunarfræðinga sem hefst, að óbreyttu, 22. júní. Páll segir ekkert verra og meira truflandi fyrir starfsemi sjúkrahúsa en verkfall og bætir við að staðan sem upp er komin sé afleit. „Landspítali sinnir mikilvægri en jafnframt viðkvæmri og flókinni starfsemi og það er skaðlegt þegar starfsemin er sett í uppnám vegna kjaradeilna ríkis og stéttarfélaga. Ég hef þungar áhyggjur af þeirri stöðu sem skapast mun hér strax á mánudagsmorgun og get ekki lagt nógu mikla áherslu á að samningsaðilar nái saman,“ skrifar Páll og bendir á að ábyrgð ríkisins og samningsaðila sé gríðarleg.
Landspítalinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent