TikTok notendur og K-pop aðdáendur tryggðu fámenni á umdeildum fundi Trump Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. júní 2020 17:00 Donald Trump fyrir utan Hvíta húsið þegar hann kom aftur til Washington eftir fjöldafundinn í Tulsa. AP Photo/Patrick Semansky) Notendur snjallforritsins TikTok og K-pop aðdáendur segjast bera ábyrgð á lélegri mætingu á fyrsta fjöldafund Donald Trumps í marga mánuði sem haldinn var í Tulsa í Oklahoma í dag. Kosningastjóri Trumps sagði í dag að „ofstækisfullir“ mótmælendur og fjölmiðlar bæru ábyrgð á dræmri mætingunni. Steve Schmidt, stjórnmálaskipulagsfræðingur, segir að unglingar og ungmenni vítt og breitt um Bandaríkin hafi pantað miða á fundinn í hrönnum með það í hyggju að tryggja að fundarsalurinn yrði hálf tómur. Kosningastjórn Trumps hafði greint frá því að meira en milljón manns hafi óskað eftir miðum á fundinn. Schmidt, sem hefur gagnrýnt forsetann harðlega, sagði að sextán ára gömul dóttir hans og vinir hennar hafi óskað eftir hundruðum miða á viðburðinn. Fjöldi foreldra svaraði tísti Schmidt og sagði frá því að krakkarnir þeirra hafi gert hið sama. Þrátt fyrir að búist hafi verið miklum fjölda gesta í fundarsalnum, sem tekur um 19 þúsund manns í sæti, en salurinn var hálf tómur. Þá var hætt við áætlanir um að Trump myndi ávarpa fólk sem ekki hefði komist inn á fundinn en búið var að búa til svæði fyrir utan salinn fyrir þá sem ekki kæmust inn en vildu berja forsetann augum. My 16 year old daughter and her friends in Park City Utah have hundreds of tickets. You have been rolled by America s teens. @realDonaldTrump you have been failed by your team. You have been deserted by your faithful. No one likes to root for the losing team. @ProjectLincoln https://t.co/VM5elZ57Qp— Steve Schmidt (@SteveSchmidtSES) June 20, 2020 Alexandria Ocasio-Cortez, þingmaður Demókrata, leitaði á Twitter og hrósaði ungmennunum. Óvíst er hversu margir miðanna sem voru pantaðir voru pantaðir af ungmennunum en líkað var við eitt myndband á TikTok sem birt var 12. júní, þar sem hvatt var til miðapantana til að tryggja sem flest auð sæti, meira en 700 þúsund sinnum. Actually you just got ROCKED by teens on TikTok who flooded the Trump campaign w/ fake ticket reservations & tricked you into believing a million people wanted your white supremacist open mic enough to pack an arena during COVIDShout out to Zoomers. Y all make me so proud. https://t.co/jGrp5bSZ9T— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) June 21, 2020 Myndbandið var birt eftir að tilkynnt var að fundurinn skyldi haldinn þann 19. júní. Trump var harðlega gagnrýndur fyrir að ætla að halda fundinn þann dag en 19. júní er haldinn hátíðlega af mörgum Bandaríkjamönnum en hann markar daginn sem þrælar fengu frelsi. Þá var staðsetning viðburðarins einnig gagnrýnd, en í Tulsa var framið eitt versta fjöldamorð vegna kynþáttar í sögu Bandaríkjanna. Fundinum var í kjölfarið frestað um einn sólarhring. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump TikTok Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Notendur snjallforritsins TikTok og K-pop aðdáendur segjast bera ábyrgð á lélegri mætingu á fyrsta fjöldafund Donald Trumps í marga mánuði sem haldinn var í Tulsa í Oklahoma í dag. Kosningastjóri Trumps sagði í dag að „ofstækisfullir“ mótmælendur og fjölmiðlar bæru ábyrgð á dræmri mætingunni. Steve Schmidt, stjórnmálaskipulagsfræðingur, segir að unglingar og ungmenni vítt og breitt um Bandaríkin hafi pantað miða á fundinn í hrönnum með það í hyggju að tryggja að fundarsalurinn yrði hálf tómur. Kosningastjórn Trumps hafði greint frá því að meira en milljón manns hafi óskað eftir miðum á fundinn. Schmidt, sem hefur gagnrýnt forsetann harðlega, sagði að sextán ára gömul dóttir hans og vinir hennar hafi óskað eftir hundruðum miða á viðburðinn. Fjöldi foreldra svaraði tísti Schmidt og sagði frá því að krakkarnir þeirra hafi gert hið sama. Þrátt fyrir að búist hafi verið miklum fjölda gesta í fundarsalnum, sem tekur um 19 þúsund manns í sæti, en salurinn var hálf tómur. Þá var hætt við áætlanir um að Trump myndi ávarpa fólk sem ekki hefði komist inn á fundinn en búið var að búa til svæði fyrir utan salinn fyrir þá sem ekki kæmust inn en vildu berja forsetann augum. My 16 year old daughter and her friends in Park City Utah have hundreds of tickets. You have been rolled by America s teens. @realDonaldTrump you have been failed by your team. You have been deserted by your faithful. No one likes to root for the losing team. @ProjectLincoln https://t.co/VM5elZ57Qp— Steve Schmidt (@SteveSchmidtSES) June 20, 2020 Alexandria Ocasio-Cortez, þingmaður Demókrata, leitaði á Twitter og hrósaði ungmennunum. Óvíst er hversu margir miðanna sem voru pantaðir voru pantaðir af ungmennunum en líkað var við eitt myndband á TikTok sem birt var 12. júní, þar sem hvatt var til miðapantana til að tryggja sem flest auð sæti, meira en 700 þúsund sinnum. Actually you just got ROCKED by teens on TikTok who flooded the Trump campaign w/ fake ticket reservations & tricked you into believing a million people wanted your white supremacist open mic enough to pack an arena during COVIDShout out to Zoomers. Y all make me so proud. https://t.co/jGrp5bSZ9T— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) June 21, 2020 Myndbandið var birt eftir að tilkynnt var að fundurinn skyldi haldinn þann 19. júní. Trump var harðlega gagnrýndur fyrir að ætla að halda fundinn þann dag en 19. júní er haldinn hátíðlega af mörgum Bandaríkjamönnum en hann markar daginn sem þrælar fengu frelsi. Þá var staðsetning viðburðarins einnig gagnrýnd, en í Tulsa var framið eitt versta fjöldamorð vegna kynþáttar í sögu Bandaríkjanna. Fundinum var í kjölfarið frestað um einn sólarhring.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump TikTok Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira