Ninja og Shroud leika lausum hala eftir lokun Mixer Samúel Karl Ólason skrifar 23. júní 2020 10:54 Ninja, eða Tyler Blevins, er líklegast vinsælasti streymari heimsins. Hann og Shroud, annar vinsæll streymari, standa nú frammi fyrir vali um að snúa sér að Facebook Gaming eða fara aftur á Twitch. Getty/Michael Owens Microsoft hefur tekið þá ákvörðun að loka leikjastreymisþjónustunni Mixer í júlí og stefnir á að flytja samstarfsaðila sína yfir til Facebook Gaming. Microsoft hafði gert samninga við tvo af stærstu „streymurum“ heimsins, þá Ninja og Shroud. Það hafði þó ekki dugað til við að fá þann áhorfendafjölda sem Microsoft vonaðist eftir. Ninja, Shroud og aðrir sem notuðust við Mixer munu nú geta valið hvort þeir snúi sér aftur að Twitch eða notist við Facebook Gaming. Þjónustunni verður lokað að fullu þann 22. júlí og á þá að vera búið að færa streymara og notendur Mixer yfir til Facebook Gaming. Markmið Microsoft var ekki eingöngu að ná fótfestu á streymismarkaðinum heldur einnig að byggja upp notendagrunn fyrir xCloud leikjaveituna. Starfsmenn Microsoft munu nú vinna með Facebook að því að tengja XCloud við samfélagsmiðilinn, samkvæmt frétt Verge. Þannig munu þeir sem horfa á streymi á Facebook geta smellt á takka og byrjað að spila sama leik í gegnum xCloud. Hugmyndin er svipuð og Google stadia en ekki liggur fyrir hvenær xCloud verður opinberað. Eins og áður segir áttu Ninja og Shroud að laða að notendur. Þó þeir njóti gífurlegra vinsælda gekk það ekki eins og vonast var til. Með samstarfinu við Facebook er vonast til þess að Microsoft geti náð til mun fleiri aðila. No matter where you choose to stream, the world is better with your gaming content in it. As the operations side of @WatchMixer is closing, we are inviting the Mixer Community to #FacebookGaming. More details: https://t.co/fRI2CBlTbZ pic.twitter.com/FVRTF9APVD— Facebook Gaming (@FacebookGaming) June 22, 2020 Einhverjir hafa tekið þá ákvörðun að færa sig yfir til Facebook en bæði Ninja og Shroud hafa ekki tekið ákvörðun. Microsoft hafði greitt þeim báðum háar upphæðir til að fá þá frá Twitch. Báðir hafa tjáð sig á Twitter og segja að þeirra bíði stór ákvörðun. I love my community and what we built together on Mixer. I have some decisions to make and will be thinking about you all as I make them.— Ninja (@Ninja) June 22, 2020 I appreciate the Mixer community and everything I’ve been able to do on the platform. I love you guys and am figuring out my next steps. 💙— Michael Grzesiek (@shroud) June 22, 2020 Microsoft Leikjavísir Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Sjá meira
Microsoft hefur tekið þá ákvörðun að loka leikjastreymisþjónustunni Mixer í júlí og stefnir á að flytja samstarfsaðila sína yfir til Facebook Gaming. Microsoft hafði gert samninga við tvo af stærstu „streymurum“ heimsins, þá Ninja og Shroud. Það hafði þó ekki dugað til við að fá þann áhorfendafjölda sem Microsoft vonaðist eftir. Ninja, Shroud og aðrir sem notuðust við Mixer munu nú geta valið hvort þeir snúi sér aftur að Twitch eða notist við Facebook Gaming. Þjónustunni verður lokað að fullu þann 22. júlí og á þá að vera búið að færa streymara og notendur Mixer yfir til Facebook Gaming. Markmið Microsoft var ekki eingöngu að ná fótfestu á streymismarkaðinum heldur einnig að byggja upp notendagrunn fyrir xCloud leikjaveituna. Starfsmenn Microsoft munu nú vinna með Facebook að því að tengja XCloud við samfélagsmiðilinn, samkvæmt frétt Verge. Þannig munu þeir sem horfa á streymi á Facebook geta smellt á takka og byrjað að spila sama leik í gegnum xCloud. Hugmyndin er svipuð og Google stadia en ekki liggur fyrir hvenær xCloud verður opinberað. Eins og áður segir áttu Ninja og Shroud að laða að notendur. Þó þeir njóti gífurlegra vinsælda gekk það ekki eins og vonast var til. Með samstarfinu við Facebook er vonast til þess að Microsoft geti náð til mun fleiri aðila. No matter where you choose to stream, the world is better with your gaming content in it. As the operations side of @WatchMixer is closing, we are inviting the Mixer Community to #FacebookGaming. More details: https://t.co/fRI2CBlTbZ pic.twitter.com/FVRTF9APVD— Facebook Gaming (@FacebookGaming) June 22, 2020 Einhverjir hafa tekið þá ákvörðun að færa sig yfir til Facebook en bæði Ninja og Shroud hafa ekki tekið ákvörðun. Microsoft hafði greitt þeim báðum háar upphæðir til að fá þá frá Twitch. Báðir hafa tjáð sig á Twitter og segja að þeirra bíði stór ákvörðun. I love my community and what we built together on Mixer. I have some decisions to make and will be thinking about you all as I make them.— Ninja (@Ninja) June 22, 2020 I appreciate the Mixer community and everything I’ve been able to do on the platform. I love you guys and am figuring out my next steps. 💙— Michael Grzesiek (@shroud) June 22, 2020
Microsoft Leikjavísir Mest lesið Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Viðskipti innlent Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu Atvinnulíf Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Viðskipti erlent Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Viðskipti erlent Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Sjá meira