Kynntu 15 nýjar aðgerðir og 35 prósenta losunarsamdrátt Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. júní 2020 15:27 Fjórtán af fimmtán nýjum aðgerðum má sjá hér á glærunni. Undir handlegg Guðmundar Inga Guðbrandssonar umhverfisráðherra vantar fimmtánda markmiðið; Kortlagning á ástandi lands. Vísir/Vilhelm Fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu 48 aðgerðir nýrrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum á blaðamannafundi í dag, þar af fimmtán nýjar. Með aðgerðunum er gert ráð fyrir að Ísland nái 35 prósent samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2030, sem er talsvert meiri samdráttur en alþjóðlegar skuldbindingar kveða á um. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynntu aðra útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum á blaðamannafundi í dag. Fyrsta útgáfan var gefin út árið 2018. Með aðgerðunum er nú áætlað að losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands muni hafa dregist saman um ríflega eina milljón tonna CO2-ígilda árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Ráðherrarnir samankomnir á fundinum.vísir/vilhelm „Þetta þýðir að Ísland nær alþjóðlegum skuldbindingum sínum í loftslagsmálum um 29% samdrátt og gott betur, eða 35%. Til viðbótar eru aðgerðir sem eru í mótun taldar geta skilað 5-11%, eða samtals 40-46% samdrætti,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Í uppfærðri aðgerðaáætlun er aðgerðunum skipt í þrjá hluta eftir því hvernig þær tengjast skuldbindingum Íslands. Þeir eru: Bein ábyrgð Íslands (ESR) (flokkar A-G): 40 aðgerðir Viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) (flokkur H): 3 aðgerðir Landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt (LULUCF) (flokkur I): 5 aðgerðir Skiptingu á árlegri losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu eftir flokkum samkvæmt aðgerðaáætluninni má svo sjá á myndinni hér fyrir neðan. Á meðal þess sem fær aukið vægi í áætluninni nú eru breyttar ferðavenjur, til að mynda almenningssamgöngur og rafknúin ökutæki, og úrgangsmál og sóun. Þá voru kynntar aðgerðir til að auka innlenda grænmetisframleiðslu, fjölga vistvænum bílaleigubílum, styðja við orkuskipti í þungaflutningum, fanga kolefni frá stóriðju, bæta fóðrun búfjár til að draga úr iðragerjun og draga úr losun frá byggingariðnaði. 46 milljörðum króna verður varið til helstu aðgerða í loftslagsmálum á fimm ára tímabili, 2020-2024. Áætlunin samanstendur af 48 aðgerðum, þar af 15 nýjum, sem hafa bæst við frá því að fyrsta útgáfa áætlunarinnar var gefin út haustið 2018. „Samhliða víðtæku samráði við gerð nýrrar útgáfu áætlunarinnar hefur verið lögð áhersla á að hrinda aðgerðum strax af stað. Þannig eru 28 aðgerðir af 48 þegar komnar til framkvæmda,“ segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Hægt verður að fylgjast með framgangi áætlunarinnar á vefsvæðinu co2.is. Fundinn í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrir neðan má skoða glærukynningu frá fundinum. Tengd skjöl adgerdaraaetlun_i_loftslagsmalum_2020PDF3.3MBSækja skjal Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira
Fjórir ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu 48 aðgerðir nýrrar aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum á blaðamannafundi í dag, þar af fimmtán nýjar. Með aðgerðunum er gert ráð fyrir að Ísland nái 35 prósent samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins 2030, sem er talsvert meiri samdráttur en alþjóðlegar skuldbindingar kveða á um. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra, Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra kynntu aðra útgáfu aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum á blaðamannafundi í dag. Fyrsta útgáfan var gefin út árið 2018. Með aðgerðunum er nú áætlað að losun gróðurhúsalofttegunda á beinni ábyrgð Íslands muni hafa dregist saman um ríflega eina milljón tonna CO2-ígilda árið 2030 miðað við losun ársins 2005. Ráðherrarnir samankomnir á fundinum.vísir/vilhelm „Þetta þýðir að Ísland nær alþjóðlegum skuldbindingum sínum í loftslagsmálum um 29% samdrátt og gott betur, eða 35%. Til viðbótar eru aðgerðir sem eru í mótun taldar geta skilað 5-11%, eða samtals 40-46% samdrætti,“ segir í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins. Í uppfærðri aðgerðaáætlun er aðgerðunum skipt í þrjá hluta eftir því hvernig þær tengjast skuldbindingum Íslands. Þeir eru: Bein ábyrgð Íslands (ESR) (flokkar A-G): 40 aðgerðir Viðskiptakerfi með losunarheimildir (ETS) (flokkur H): 3 aðgerðir Landnotkun, breytt landnotkun og skógrækt (LULUCF) (flokkur I): 5 aðgerðir Skiptingu á árlegri losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu eftir flokkum samkvæmt aðgerðaáætluninni má svo sjá á myndinni hér fyrir neðan. Á meðal þess sem fær aukið vægi í áætluninni nú eru breyttar ferðavenjur, til að mynda almenningssamgöngur og rafknúin ökutæki, og úrgangsmál og sóun. Þá voru kynntar aðgerðir til að auka innlenda grænmetisframleiðslu, fjölga vistvænum bílaleigubílum, styðja við orkuskipti í þungaflutningum, fanga kolefni frá stóriðju, bæta fóðrun búfjár til að draga úr iðragerjun og draga úr losun frá byggingariðnaði. 46 milljörðum króna verður varið til helstu aðgerða í loftslagsmálum á fimm ára tímabili, 2020-2024. Áætlunin samanstendur af 48 aðgerðum, þar af 15 nýjum, sem hafa bæst við frá því að fyrsta útgáfa áætlunarinnar var gefin út haustið 2018. „Samhliða víðtæku samráði við gerð nýrrar útgáfu áætlunarinnar hefur verið lögð áhersla á að hrinda aðgerðum strax af stað. Þannig eru 28 aðgerðir af 48 þegar komnar til framkvæmda,“ segir í tilkynningu frá stjórnarráðinu. Hægt verður að fylgjast með framgangi áætlunarinnar á vefsvæðinu co2.is. Fundinn í heild má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Fyrir neðan má skoða glærukynningu frá fundinum. Tengd skjöl adgerdaraaetlun_i_loftslagsmalum_2020PDF3.3MBSækja skjal
Umhverfismál Loftslagsmál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Sjá meira