Spurning vikunnar að þessu sinni beinist að ólíku viðhorfi fólks til ástarsambanda. Við göngum öll í gegnum ólík tímabil í lífinu og eiga margir jafnvel nokkur sambönd að baki.
Þegar fólk festi ráð sitt fyrr á tímum var yfirleitt ekki verið að tjalda til einnar nætur, ef svo má að orði komast. Ríkjandi viðhorf þess tíma hefur verið að sú ráðsetning væri til langtíma, en ekki sem einhvers konar tímabundið ástand þangað til annað kæmi í ljós. Í dag eru tímarnir breyttir og bæði sambandsform og viðhorf til sambanda orðin mjög fjölbreytt.
Skilnaðartíðni hefur stóraukist og sambönd orðin styttri. Sumir kjósa það að bindast ekki til lengri tíma og eru opnir með þá afstöðu sína til sambandsins. Svo eru aðrir sem óttast það að maki þeirra deili ekki sömu væntingum til sambandsins. Eðlilega væri það ákjósanlegast ef báðir aðilar í sambandinu hefðu sama viðhorf til þess hvað varðar skuldbindingu og framtíðarsýn, en það er ekki sjálfgefið.
Spurningu vikunnar er beint til fólks sem er í sambandi eða hjónabandi.
Lítur þú á sambandið þitt sem langtímasamband?
Hægt er að svara könnuninni hér fyrir neðan: