Lítur á niðurstöðurnar sem hvatningu til að halda áfram á sömu braut Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. júní 2020 01:33 Guðni Th. Jóhannesson var ánægður með niðurstöðurnar í kvöld, þótt lokatölur liggi ekki fyrir. Vísir/Bjarni „Mér líður eins og gefur að skilja mjög vel. Fullur þakklæti, fullur auðmýktar, fullur tilhlökkunar, og lít á þessa niðurstöðu, að sjálfsögðu, sem hvatningu til að halda áfram á sömu braut.“ Þetta var svar Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, þegar hann var spurður hvernig honum liði í ljósi nýjustu talna í forsetakosningunum sem fram fóru í dag. Þegar yfir 60 þúsund atkvæði hafa verið talin er Guðni með um 90% atkvæða. Guðmundur Franklín Jónsson, eini mótframbjóðandi hans í kosningunum, er þannig með um 10% atkvæða, eins og sakir standa. Það er því nokkuð ljóst að Guðni hefur verið endurkjörinn í embætti forseta Íslands og kemur til með að gegna því næstu fjögur árin. Guðni tók við embættinu árið 2016. „Fjögur ár eru liðin og nú taka önnur fjögur ár við. Ég hlakka til, veit að ýmiskonar áskoranir mæta manni. Sumar óvæntar og ófyrirséðar, en vonandi mun okkur hér á Íslandi auðnast að bæta áfram okkar samfélag. Taka mótbyr með því að standa saman, njóta þess að vera í meðbyr og fagna því þegar sumum gengur vel, hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi, finna það sem sameinar okkur og efla það, frekar en það sem sundrar okkur,“ sagði Guðni. Hann sagði vera miklu meira sem sameinaði íslensku þjóðina heldur en sundrar henni. Eitt af því eigi að vera embættið sem hann hefur nú verið endurkjörinn í, embætti forseta Íslands. Niðurstöðurnar komu ekki á óvart Guðni var spurður hvort hann hefði búist við því að kosningarnar færu á annan hátt, eða hvort hann hafi verið viðbúin sigri, líkum þeim sem stefnir í að hann vinni. Sagðist hann hafa notið stuðnings, velvildar og hlýhugar í embætti, allt frá því hann vann kosningarnar 2016. „Þess vegna kom það mér ekki á óvart að ég skyldi njóta mikils fylgis í aðdraganda þessara forsetakosninga. Niðurstöðurnar núna, þótt lokatölur liggi ekki fyrir, eru mjög í samræmi við vísindalega unnar skoðanakannanir, þótt vissulega séu þær þvert á skjön við ýmsar aðrar vísbendingar í aðdraganda forsetakosninganna,“ sagði Guðni. Aðspurður hvort um það bil tíu prósenta fylgi Guðmundar Franklíns kæmi honum á óvart, var Guðni með svar á reiðum höndum. „Nei, ekki þegar ég er með 90 prósent,“ sagði Guðni. Hann sagðist þá hafa átt von á því að hann hlyti stuðnings eins og skoðanir gæfu til kynna, og nefndi þar fylgi á bilinu 80 til 90 prósent. Fær harðan skráp af því að gegna embætti Guðni var spurður hvort eitthvað í kosningabaráttunni hafi komið honum á óvart, og þá sérstaklega hvort honum hafi sárnað eitthvað sérstaklega í baráttunni. „Maður fær, mér liggur við að segja ,því miður,‘ harðan skráp af því að gegna opinberu embætti á Íslandi, en um leið er það lýðræðislegur og sjálfsagður réttur borgara í samfélagi að segja skoðun sína. Ég myndi kjósa að fólk léti þá skoðun í ljós af einurð og festu, en ekki með fúkyrðaflaumi. Vonandi lærist okkur það. Ég hef trú á yngri kynslóðinni í þeim efnum, fólki sem er kannski vant því að tjá hug sinn á samfélagsmiðlum og áttar sig á því að þar ber mönnum líka að sýna kurteisi þó þeir geti sagt sína skoðun umbúðalaust,“ sagði Guðni. Forsetinn sagði þá óráðið hvort hann myndi bjóða sig aftur fram árið 2024, að öðru kjörtímabili sínu loknu. „Ég stefni að því sem fyrr að mæta hverjum degi með það í huga að rækja minn starfa eins vel og ég get, og hvort ég býð mig fram og hvort kjósendur veita mér brautargengi eftir fjögur ár, verður bara að koma í ljós.“ Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira
„Mér líður eins og gefur að skilja mjög vel. Fullur þakklæti, fullur auðmýktar, fullur tilhlökkunar, og lít á þessa niðurstöðu, að sjálfsögðu, sem hvatningu til að halda áfram á sömu braut.“ Þetta var svar Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, þegar hann var spurður hvernig honum liði í ljósi nýjustu talna í forsetakosningunum sem fram fóru í dag. Þegar yfir 60 þúsund atkvæði hafa verið talin er Guðni með um 90% atkvæða. Guðmundur Franklín Jónsson, eini mótframbjóðandi hans í kosningunum, er þannig með um 10% atkvæða, eins og sakir standa. Það er því nokkuð ljóst að Guðni hefur verið endurkjörinn í embætti forseta Íslands og kemur til með að gegna því næstu fjögur árin. Guðni tók við embættinu árið 2016. „Fjögur ár eru liðin og nú taka önnur fjögur ár við. Ég hlakka til, veit að ýmiskonar áskoranir mæta manni. Sumar óvæntar og ófyrirséðar, en vonandi mun okkur hér á Íslandi auðnast að bæta áfram okkar samfélag. Taka mótbyr með því að standa saman, njóta þess að vera í meðbyr og fagna því þegar sumum gengur vel, hjálpa þeim sem eru hjálparþurfi, finna það sem sameinar okkur og efla það, frekar en það sem sundrar okkur,“ sagði Guðni. Hann sagði vera miklu meira sem sameinaði íslensku þjóðina heldur en sundrar henni. Eitt af því eigi að vera embættið sem hann hefur nú verið endurkjörinn í, embætti forseta Íslands. Niðurstöðurnar komu ekki á óvart Guðni var spurður hvort hann hefði búist við því að kosningarnar færu á annan hátt, eða hvort hann hafi verið viðbúin sigri, líkum þeim sem stefnir í að hann vinni. Sagðist hann hafa notið stuðnings, velvildar og hlýhugar í embætti, allt frá því hann vann kosningarnar 2016. „Þess vegna kom það mér ekki á óvart að ég skyldi njóta mikils fylgis í aðdraganda þessara forsetakosninga. Niðurstöðurnar núna, þótt lokatölur liggi ekki fyrir, eru mjög í samræmi við vísindalega unnar skoðanakannanir, þótt vissulega séu þær þvert á skjön við ýmsar aðrar vísbendingar í aðdraganda forsetakosninganna,“ sagði Guðni. Aðspurður hvort um það bil tíu prósenta fylgi Guðmundar Franklíns kæmi honum á óvart, var Guðni með svar á reiðum höndum. „Nei, ekki þegar ég er með 90 prósent,“ sagði Guðni. Hann sagðist þá hafa átt von á því að hann hlyti stuðnings eins og skoðanir gæfu til kynna, og nefndi þar fylgi á bilinu 80 til 90 prósent. Fær harðan skráp af því að gegna embætti Guðni var spurður hvort eitthvað í kosningabaráttunni hafi komið honum á óvart, og þá sérstaklega hvort honum hafi sárnað eitthvað sérstaklega í baráttunni. „Maður fær, mér liggur við að segja ,því miður,‘ harðan skráp af því að gegna opinberu embætti á Íslandi, en um leið er það lýðræðislegur og sjálfsagður réttur borgara í samfélagi að segja skoðun sína. Ég myndi kjósa að fólk léti þá skoðun í ljós af einurð og festu, en ekki með fúkyrðaflaumi. Vonandi lærist okkur það. Ég hef trú á yngri kynslóðinni í þeim efnum, fólki sem er kannski vant því að tjá hug sinn á samfélagsmiðlum og áttar sig á því að þar ber mönnum líka að sýna kurteisi þó þeir geti sagt sína skoðun umbúðalaust,“ sagði Guðni. Forsetinn sagði þá óráðið hvort hann myndi bjóða sig aftur fram árið 2024, að öðru kjörtímabili sínu loknu. „Ég stefni að því sem fyrr að mæta hverjum degi með það í huga að rækja minn starfa eins vel og ég get, og hvort ég býð mig fram og hvort kjósendur veita mér brautargengi eftir fjögur ár, verður bara að koma í ljós.“
Forsetakosningar 2020 Forseti Íslands Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Fleiri fréttir Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Sjá meira