Stjörnulífið er liður á Vísi en þar verður farið yfir það helsta sem þekktir Íslendingar hafa verið að gera undanfarna daga og jafnvel deila því með fylgjendum sínum.
Um helgina fór fram HönnunarMars og litu margir við og kynntu sér Íslenska hönnun. Mikið var um útskriftir og sumarpartý þessa helgi og margir eru líka nú þegar byrjaðir að ferðast um Ísland.
Teymið á bak við HönnunarMars fagnaði vel heppnaðri hátíð.
Birgitta Líf fór í veislu í Aurora Basecamp á Bláfjallavegi.
Elísabet Gunnars er í fríi á Íslandi með fjölskyldunni og skellti sér um helgina í Bláa lónið, á HönnunarMars og upp á Esjuna.
Eliza forsetafrú okkar fagnaði eiginmanninum, sem vann stórsigur í forsetakosningunum á laugardag.
Hún kynnti sér líka íslenska hönnun á nokkrum HönnunarMars sýningum.
Móeiður fór út á lífið. Hún eignaðist nýlega sitt fyrsta barn, en neitaði að skrifa við myndina mamma djamm.
Annie Mist naut góða veðursins í Þjórsárdal.
Andrea Röfn naut fallegu náttúrunnar í Grímsnesinu með fjölskyldunni.
Ástrós dansari fagnaði sumrinu um helgina.
Helgi Ómarsson er landinu og kíkti út á lífið með Trendnet hópnum um helgina.
Steindi ætlar að hlaupa heilt maraþon í ágúst.
Kristbjörg saknar eiginmannsins og birti fallegt myndband frá brúðkaupinu þeirra. Kristbjörg er á Íslandi í augnablikinu með syni þeirra tvo.
Fanney Ingvars átti góðan laugardag í miðborginni. Hún á nú von á sínu öðru barni.
Nökkvi Fjalar minnti fylgjendur sína á að það getur verið jákvætt að fá ekki það sem maður vill.
Einhleypa Makamála, Gréta Karen Grétarsdóttir, var sumarleg í hvítu.
Erna Hrund segir að litlu hlutirnir í lífinu og umhverfinu geti bjargað geðheilsunni.
Aron Can fagnaði 25 ára afmæli kærustunnar Ernu Maríu.