Föðurland: „Pabbar þurfa að hætta að harka allar tilfinningar af sér“ Ása Ninna Pétursdóttir skrifar 30. júní 2020 09:09 Arnar Jónmundsson talar um lífið sem nýbakaður pabbi og óöryggið sem hann upplifði á meðgöngunni. Aðsend mynd „Óvissan var gífurlega mikil á tímapunkti vegna Covid-19 en ég fékk þó að vera viðtstaddur fæðinguna því að hún fór tvær vikur fram yfir og þá var það versta liðið hjá“. Þetta segir Arnar Jónmundsson í viðtalsliðnum Föðurland. Arnar eignaðist sitt fyrsta barn með kærustu sinni, Þuru Stínu, þann 1. maí síðastliðinn. Hann starfar sem framleiðandi á Stöð 2 og er Þura Stína grafískur hönnuður og tónlistarkona. Þura er meðal annars þekkt fyrir að vera ein af Reykjavíkurdætrum. Við vorum bæði í sóttkví í um tvo mánuði af meðgöngunni svo að mér finnst við hafa náð að tengjst mjög vel á þeim tíma. Nafn? Arnar Jónmundsson. Aldur? 26 ára. Hvernig tilfinning var það að komast að því að þú værir að verða faðir í fyrsta skipti? Það var ótrúleg tilfinning að komast að því að við ættum von á barni. Ég sagði ekki mikið fyrst því hausinn minn fór alveg á milljón. Við höfðum áður orðið ólétt en misst það fóstur. Þannig að ég held að þess vegna hafi upplifunin mín núna verið svolítið lituð af því. Þura og Arnar alsæl á leiðinni heim með dóttur sína.Aðsend mynd Kannski tók ég því áður sem sjálfsögðum hlut að við gætum eignast barn. Svo að það var margt sem að við þurftum að fara í gegnum núna á þessari meðgöngu. Við ákváðum að taka einn dag í einu og fara ekki of geyst í hlutina. Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk á meðgöngunni? Ég gerði allt það mögulega sem ég gat gert og það er aðallega það að vera til staðar. Ef það vantaði eitthvað inni úr eldhúsi þá var ég staðinn upp og farinn að sækja það. Þvottahúsið varð mitt nýja herbergi. Ég fékk að kynnast því alveg svakalega vel og er bara mjög þakklátur fyrir það núna. Ég hafði sett kannski svona tíu sinnum í vélina áður en við urðum ólétt. Leitaðir þú eftir einhverri fræðslu á meðgöngunni? Nei, í rauninni ekkert. Covid-19 ástandið var til þess að öllum námskeiðum var frestað. Fannst þér þú ná að tengjast ófædda barninu? Nei, ekki barninu sjálfu kannski. En þar sem að við vorum bæði lokuð inni í um tvo mánuði, þá finnst mér ég og Þura hafa náð að tengjast betur. Upplifðir þú einhverja vanmáttartilfinningu á meðgöngunni? Já, klárlega. Oft komu tímar þar sem ég gat í rauninni ekkert gert nema vera til staðar og segja að allt yrði í lagi. En þá er mikilvægt að viðurkenna vanmátt sinn og sætta sig við það að eina sem þú getur gert er að létta undir hjá makanum. Litla stúlkan fær nafnið sitt 10. júlí næstkomandi. Aðsend mynd Hvernig tilkynntuð þið fjölskyldunni um meðgönguna? Þar sem að við höfum tilkynnt áður um meðgöngu þá vorum við svolítið hrædd við að tilkynna þetta núna. Ég varð kannski svolítið ópersónulegur og sendi fjölskyldunni minni sónarmyndina á Messenger. Fenguð þið að vita kynið? Já, við fengum að vita kynið. Þar sem ég er mjög forvitinn að eðlisfari þá var það bara eina í stöðunni. Ég hefði annars ekki sofið. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Ég gerði það í rauninni ekki. En Þura, konan mín, fór í meðgöngujóga og gerði allskonar kúnstir sem hægt var að gera heima í sóttkví. Var eitthvað sem þér fannst erfitt við meðgönguna sjálfa? Já, ég var alltaf með í maganum fyrir mæðraskoðanirnar. Ég var svo hræddur um að það væri ekki allt í lagi. Hvað fannst þér skemmtilegast að upplifa á meðgöngunni sem maki? Hvað konan mín er mikil hetja að hafa farið í gegnum þetta. Arnar segir að það skemmtilegasta við meðgönguna hafi verið það að fylgjast með Þuru. „Mér finnst konan mín svo mikil hetja að hafa farið í gegnum þetta“.Aðsend mynd Er eitthvað sem þér finnst vanta inn í umfjöllunina eða fræðslu fyrir verðandi feður? Já. Pabbar þurfa að vera duglegri að ræða málin. Þeir þurfa að hætta að harka allar tilfinningar af sér og byrja ræða þær. Það er best að ræða við aðra pabba eða fólk sem hefur gengið í gegnum eitthvað svipað og þú. Hvernig leið þér fyrir fæðinguna? Ég var mjög stressaður, kvíðinn, spenntur og helling af öðrum tilfinningum sem ég man ekki eftir. Eins og fyrsti dagurinn í nýjum skóla Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk í fæðingunni? Ég var tilbúinn til þess að gera allt sem ég gat. Vera tengill við fjölskyldurnar sem voru heima, rétta Þuru það sem hana vantaði, faðma hana og segja að hún væri best. „Það er allt í góðu að vita ekkert, viðurkenndu það frekar. Talaðu við pabbana í kringum þig, þeir hafa margir verið á sama stað“.Aðsend mynd Hvernig tilfinning var það að sjá barnið sitt í fyrsta skipti? Það var ótrúleg tilfinning. Samt leið mér einhvernveginn eins og hún hefði alltaf verið þarna. Hvernig upplifðir þú fyrstu vikurnar sem nýbakaður faðir? Eins og fyrsti dagurinn í nýjum skóla, ég vissi ekki neitt. Eina sem ég vissi var að ég þyrfti að læra og fylgjast með þessum ótrúlegu mægðum. Ég vissi að ég þyrfti að halda áfram að gera allt sem ég mögulega gæti. Tókstu þér fæðingarorlof? Nei, ekki ennþá en það er á planinu. Hvernig gekk að finna nafn á barnið? Það gekk vel. Fyrra nafnið var ákveðið mjög fljótt, en millinafnið kom aðeins seinna. Nafnaveislan verður svo 11.júlí. Hvað kom þér mest á óvart við það að verða faðir? Hvað það virtist allt vera ótrúlega eðlilegt. Eins og hún hefði alltaf verið með okkur. Fannst þér það breyta sambandinu ykkar að verða foreldrar? Já, það hefur bara styrkt okkar samband. Einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú hefur til verðandi feðra? Það er allt í góðu að vita ekkert, viðurkenndu það frekar. Talaðu við pabbana í kringum þig, þeir hafa margir verið á sama stað. Makamál þakka Arnari kærlega fyrir spjallið og óska nýju fjölskyldunni innilega til hamingju með lífið. Föðurland Tengdar fréttir Móðurmál: Camilla Rut segir athugasemdir um holdafar annarra aldrei í lagi „Framundan hjá mér og minni fjölskyldu er að bæta við fjölskyldumeðlim vonandi á allra næstu dögum, því fyrr því betra ef þú spyrð mig“. Þetta segir Camilla Rut í viðtalsliðnum Móðurmáli. 24. júní 2020 09:58 Föðurland: „Ég upplifði svolítið tilgangsleysi á meðgöngunni“ „Ég finn að ég er allavega miklu þroskaðri núna en fyrir sextán árum þegar ég eignaðist fyrsta barnið mitt“. Þetta segir George, eða Goggi eins og flestir kalla hann, í viðtalsliðnum Föðurland. 22. júní 2020 20:22 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Tæplega helmingur segist ekki nota verjur við skyndikynni Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Föðurland: Hvað með alla pabbana? Makamál Fólk með ADHD tvöfalt líklegra til að skilja Makamál „Ég neita að skammast mín fyrir það hver ég er í dag“ Makamál Tekur þú verjur með þér út á lífið? Makamál Hittu aftur og aftur í mark á fyrsta stefnumótinu Makamál Fleiri fréttir Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
„Óvissan var gífurlega mikil á tímapunkti vegna Covid-19 en ég fékk þó að vera viðtstaddur fæðinguna því að hún fór tvær vikur fram yfir og þá var það versta liðið hjá“. Þetta segir Arnar Jónmundsson í viðtalsliðnum Föðurland. Arnar eignaðist sitt fyrsta barn með kærustu sinni, Þuru Stínu, þann 1. maí síðastliðinn. Hann starfar sem framleiðandi á Stöð 2 og er Þura Stína grafískur hönnuður og tónlistarkona. Þura er meðal annars þekkt fyrir að vera ein af Reykjavíkurdætrum. Við vorum bæði í sóttkví í um tvo mánuði af meðgöngunni svo að mér finnst við hafa náð að tengjst mjög vel á þeim tíma. Nafn? Arnar Jónmundsson. Aldur? 26 ára. Hvernig tilfinning var það að komast að því að þú værir að verða faðir í fyrsta skipti? Það var ótrúleg tilfinning að komast að því að við ættum von á barni. Ég sagði ekki mikið fyrst því hausinn minn fór alveg á milljón. Við höfðum áður orðið ólétt en misst það fóstur. Þannig að ég held að þess vegna hafi upplifunin mín núna verið svolítið lituð af því. Þura og Arnar alsæl á leiðinni heim með dóttur sína.Aðsend mynd Kannski tók ég því áður sem sjálfsögðum hlut að við gætum eignast barn. Svo að það var margt sem að við þurftum að fara í gegnum núna á þessari meðgöngu. Við ákváðum að taka einn dag í einu og fara ekki of geyst í hlutina. Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk á meðgöngunni? Ég gerði allt það mögulega sem ég gat gert og það er aðallega það að vera til staðar. Ef það vantaði eitthvað inni úr eldhúsi þá var ég staðinn upp og farinn að sækja það. Þvottahúsið varð mitt nýja herbergi. Ég fékk að kynnast því alveg svakalega vel og er bara mjög þakklátur fyrir það núna. Ég hafði sett kannski svona tíu sinnum í vélina áður en við urðum ólétt. Leitaðir þú eftir einhverri fræðslu á meðgöngunni? Nei, í rauninni ekkert. Covid-19 ástandið var til þess að öllum námskeiðum var frestað. Fannst þér þú ná að tengjast ófædda barninu? Nei, ekki barninu sjálfu kannski. En þar sem að við vorum bæði lokuð inni í um tvo mánuði, þá finnst mér ég og Þura hafa náð að tengjast betur. Upplifðir þú einhverja vanmáttartilfinningu á meðgöngunni? Já, klárlega. Oft komu tímar þar sem ég gat í rauninni ekkert gert nema vera til staðar og segja að allt yrði í lagi. En þá er mikilvægt að viðurkenna vanmátt sinn og sætta sig við það að eina sem þú getur gert er að létta undir hjá makanum. Litla stúlkan fær nafnið sitt 10. júlí næstkomandi. Aðsend mynd Hvernig tilkynntuð þið fjölskyldunni um meðgönguna? Þar sem að við höfum tilkynnt áður um meðgöngu þá vorum við svolítið hrædd við að tilkynna þetta núna. Ég varð kannski svolítið ópersónulegur og sendi fjölskyldunni minni sónarmyndina á Messenger. Fenguð þið að vita kynið? Já, við fengum að vita kynið. Þar sem ég er mjög forvitinn að eðlisfari þá var það bara eina í stöðunni. Ég hefði annars ekki sofið. Undirbjugguð þið ykkur eitthvað fyrir fæðinguna? Ég gerði það í rauninni ekki. En Þura, konan mín, fór í meðgöngujóga og gerði allskonar kúnstir sem hægt var að gera heima í sóttkví. Var eitthvað sem þér fannst erfitt við meðgönguna sjálfa? Já, ég var alltaf með í maganum fyrir mæðraskoðanirnar. Ég var svo hræddur um að það væri ekki allt í lagi. Hvað fannst þér skemmtilegast að upplifa á meðgöngunni sem maki? Hvað konan mín er mikil hetja að hafa farið í gegnum þetta. Arnar segir að það skemmtilegasta við meðgönguna hafi verið það að fylgjast með Þuru. „Mér finnst konan mín svo mikil hetja að hafa farið í gegnum þetta“.Aðsend mynd Er eitthvað sem þér finnst vanta inn í umfjöllunina eða fræðslu fyrir verðandi feður? Já. Pabbar þurfa að vera duglegri að ræða málin. Þeir þurfa að hætta að harka allar tilfinningar af sér og byrja ræða þær. Það er best að ræða við aðra pabba eða fólk sem hefur gengið í gegnum eitthvað svipað og þú. Hvernig leið þér fyrir fæðinguna? Ég var mjög stressaður, kvíðinn, spenntur og helling af öðrum tilfinningum sem ég man ekki eftir. Eins og fyrsti dagurinn í nýjum skóla Hvernig upplifðir þú þitt hlutverk í fæðingunni? Ég var tilbúinn til þess að gera allt sem ég gat. Vera tengill við fjölskyldurnar sem voru heima, rétta Þuru það sem hana vantaði, faðma hana og segja að hún væri best. „Það er allt í góðu að vita ekkert, viðurkenndu það frekar. Talaðu við pabbana í kringum þig, þeir hafa margir verið á sama stað“.Aðsend mynd Hvernig tilfinning var það að sjá barnið sitt í fyrsta skipti? Það var ótrúleg tilfinning. Samt leið mér einhvernveginn eins og hún hefði alltaf verið þarna. Hvernig upplifðir þú fyrstu vikurnar sem nýbakaður faðir? Eins og fyrsti dagurinn í nýjum skóla, ég vissi ekki neitt. Eina sem ég vissi var að ég þyrfti að læra og fylgjast með þessum ótrúlegu mægðum. Ég vissi að ég þyrfti að halda áfram að gera allt sem ég mögulega gæti. Tókstu þér fæðingarorlof? Nei, ekki ennþá en það er á planinu. Hvernig gekk að finna nafn á barnið? Það gekk vel. Fyrra nafnið var ákveðið mjög fljótt, en millinafnið kom aðeins seinna. Nafnaveislan verður svo 11.júlí. Hvað kom þér mest á óvart við það að verða faðir? Hvað það virtist allt vera ótrúlega eðlilegt. Eins og hún hefði alltaf verið með okkur. Fannst þér það breyta sambandinu ykkar að verða foreldrar? Já, það hefur bara styrkt okkar samband. Einhver skilaboð eða ráðleggingar sem þú hefur til verðandi feðra? Það er allt í góðu að vita ekkert, viðurkenndu það frekar. Talaðu við pabbana í kringum þig, þeir hafa margir verið á sama stað. Makamál þakka Arnari kærlega fyrir spjallið og óska nýju fjölskyldunni innilega til hamingju með lífið.
Föðurland Tengdar fréttir Móðurmál: Camilla Rut segir athugasemdir um holdafar annarra aldrei í lagi „Framundan hjá mér og minni fjölskyldu er að bæta við fjölskyldumeðlim vonandi á allra næstu dögum, því fyrr því betra ef þú spyrð mig“. Þetta segir Camilla Rut í viðtalsliðnum Móðurmáli. 24. júní 2020 09:58 Föðurland: „Ég upplifði svolítið tilgangsleysi á meðgöngunni“ „Ég finn að ég er allavega miklu þroskaðri núna en fyrir sextán árum þegar ég eignaðist fyrsta barnið mitt“. Þetta segir George, eða Goggi eins og flestir kalla hann, í viðtalsliðnum Föðurland. 22. júní 2020 20:22 Mest lesið Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Makamál Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Makamál Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Tæplega helmingur segist ekki nota verjur við skyndikynni Makamál „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Föðurland: Hvað með alla pabbana? Makamál Fólk með ADHD tvöfalt líklegra til að skilja Makamál „Ég neita að skammast mín fyrir það hver ég er í dag“ Makamál Tekur þú verjur með þér út á lífið? Makamál Hittu aftur og aftur í mark á fyrsta stefnumótinu Makamál Fleiri fréttir Sigurtilfinning eftir báðar fæðingar Einhleypan: „Jákvæð, hress og metnaðargjörn“ Sjá meira
Móðurmál: Camilla Rut segir athugasemdir um holdafar annarra aldrei í lagi „Framundan hjá mér og minni fjölskyldu er að bæta við fjölskyldumeðlim vonandi á allra næstu dögum, því fyrr því betra ef þú spyrð mig“. Þetta segir Camilla Rut í viðtalsliðnum Móðurmáli. 24. júní 2020 09:58
Föðurland: „Ég upplifði svolítið tilgangsleysi á meðgöngunni“ „Ég finn að ég er allavega miklu þroskaðri núna en fyrir sextán árum þegar ég eignaðist fyrsta barnið mitt“. Þetta segir George, eða Goggi eins og flestir kalla hann, í viðtalsliðnum Föðurland. 22. júní 2020 20:22