Telja Trump ógn við þjóðaröryggi: Kallaði Merkel kanslara „heimska“ í símtali Kjartan Kjartansson skrifar 30. júní 2020 15:11 Trump og Merkel á leiðtogafundi NATO í desember. Þýska ríkisstjórnin greip til aðgerða til að tryggja að óvenjuleg símtöl Trump og Merkel spyrðust út. Vísir/EPA Símtöl Donalds Trump Bandaríkjaforseta við erlenda þjóðarleiðtoga ollu fyrrverandi ráðherrum og ráðgjöfum hans áhyggjum af því að forsetinn væri sjálfur ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Trump hafi ætíð verið óundirbúinn fyrir símtölin, látið erlenda leiðtoga spila með sig og úthúðað leiðtogum helstu bandalagsríkja Bandaríkjanna. Trump hafi meðal annars kallað Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, „heimska“ í símtali þeirra. Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra, James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra, H.R. McMaster og John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafar Trump, og John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, eru á meðal þeirra sem eru sagðir hafa örvænt yfir framgöngu Trump í samskiptum við erlenda leiðtoga í umfangsmikilli umfjöllun Carls Bernstein, annars af tveimur blaðamönnum Washington Post sem er eignaður heiður af því að hafa afhjúpað Watergate-hneykslið á 8. áratug síðustu aldar. Heimildarmenn Bernstein voru fjöldi embættismanna sem annað hvort hlustaði á hundruð símtala Trump við erlenda leiðtoga eða hafði aðgang að eftirrit af þeim. Embættismennirnir eru sagðir hafa talið að Trump væri haldinn „hugarórum“ í samskiptunum við erlenda þjóðarleiðtoga. Hann hafi talið sig geta heillað, ógnað eða beitt hvaða leiðtoga sem er þrýstingi til þess að fá sínu fram við þá. Þá hafi forsetinn látið eigin hagsmuni ganga framar þeim sem ráðgjafar hans töldu þjóðarhagsmuni Bandaríkjanna, að því er segir í grein Bernstein sem birtist á vef CNN-fréttastöðvarinnar. Hvíta húsið svaraði ekki ósk Bernstein um viðbrögð fyrir birtingu greinarinnar en eftir að hún kom út lofaði Sarah Matthews, aðstoðarblaðafulltrúi þess, Trump sem samningamann á „heimsmælikvarða“. Erdogan Tyrklandsforseti hefur haft greitt aðgengi að Trump. Hann fékk Trump meðal annars til að yfirgefa Kúrda, bandamenn Bandaríkjahers í Sýrlandi, í fyrra.Vísir/EPA Montaði sig við harðstjóra og hæddi forvera sína Sérstakar áhyggjur höfðu embættismennirnir af samskiptum Trump við leiðtoga valdboðsríkja eins og Vladímír Pútín Rússlandsforseta og Recep Erdogan Tyrklandsforseta annars vegar og hins vegar við leiðtoga vinaþjóða eins og Þýskalands, Bretlands, Frakklands, Kanada og Ástralíu. Þótti ráðgjöfunum Trump seilast langt til þess að ganga í augun á harðstjórum eins og Pútín og Erdogan á sama tíma og hann úthúðaði bandamönnum eins og Merkel, Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Theresu May, þáverandi forsætisráðherra Bretlands. Langflest símtöl hefur Trump átt við Erdogan, forseta Tyrklands. Erdogan er á tímabili sagður hafa hringt í Hvíta húsið tvisvar í viku og fengið beint samband við Trump samkvæmt gildandi skipun forsetans þess efnis. Svo séður hafi Erdogan verið orðinn í að hitta á tíma þar sem hann gæti náð beint í Trump að starfsmenn Hvíta hússins hafi óttast að Tyrkir hefðu njósnir af dagskrá forsetans. Í símtölunum við Pútín, Erdogan, Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi Trump reglulega látið móðan mása, stært sig ef eigin ágæti og auðæfum og hæðst að forverum sínum í embætti, sérstaklega Barack Obama og George W. Bush. Undirgefni Trump við Pútín Rússlandsforseta fór fyrir brjóstið á jafnt demókrötum sem repúblikönum þegar þeir hittust í Helsinki í júlí árið 2018. Þar tók Trump orð Pútín fram yfir bandarísku leyniþjónustuna um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016.Vísir/EPA Talinn leiksoppur Pútín og Erdogan Þrátt fyrir að Trump hafi lýst sjálfum sér sem meistara í samingatækni hafi hann látið leiðtoga eins og Pútín og Erdogan reglulega leika á sig, meðal annars vegna þess að bandaríski forsetinn undirbjó sig nær aldrei efnislega fyrir samtölin. Þannig ákvað Trump skyndilega að draga bandarískt herlið frá Sýrlandi í desember árið 2018 eftir eitt slíkt símtal við Erdogan. Sú ákvörðun leiddi til þess að Mattis sagði af sér sem varnarmálaráðherra. Endanlegt brotthvarf bandarísks herliðs fór fram í fyrra eftir enn eitt símtal Trump og Erdogan. Lét Trump þá bandaríska hermenn yfirgefa kúrdíska bandamenn sína fyrir yfirvofandi innrás Tyrkja inn í Sýrland. Tyrkir hafa síðan verið sakaðir um voðaverk gegn Kúrdum. „Hann gaf allt eftir,“ segir einn heimildarmaður CNN um þá ákvörðun Trump sem gagnaðist Tyrkjum og Rússum. Með eftirlátssemi sinni við Pútín hafi Trump gefið Rússlandi, valdboðsríki með takmarkað efnahagslegt mikilvægi á heimsvísu, aukið vægi á alþjóðavísu sem Pútín sækist eftir. Sem forseti hefur Trump meðal annars ítrekað talað fyrir því að Rússum verði aftur hleypt inn í hóp stærstu iðnríkja heims en þeim var vísað úr honum eftir að þeir innlimuðu Krímskaga árið 2014. Trump er einnig sagður hafa látið sér álit og greiningu helstu ráðgjafa sinna og greinenda á samtölunum við leiðtogana í léttu rúmi liggja. Þess í stað hafi hann kosið að heyra lof Ivönku dóttur sinnar og Jareds Kushner, tengdasonar sína, um hversu vel hann hefði staðið sig í símtölunum. Bæði vinna þau fyrir ríkisstjórnina en hvorugt þeirra hefur nokkra reynslu af utanríkismálum eða alþjóðasamskiptum. Þjóðverjar reyndu að tryggja að svívirðingar Trump lækju ekki út Ólíkt harðstjórunum beitti Trump hefðbundna bandamenn Bandaríkjanna hörku. Úthúðaði hann leiðtogum Evrópuríkja vegna ýmissa umkvörtunarefna sinna, oftar en ekki vegna þess að hann taldi NATO-ríkin ekki verja nægilega miklum fjármunum í varnarmál. Sérstaklega andstyggilegur var Trump við þær konur sem þurftu að ræða við hann fyrir hönd þjóða sinna. Þannig lét hann þær Merkel og May heyra það í löngum reiðilestrum í símanum. „Sumt af því sem hann sagði við Angelu Merkel var ótrúlegt: hann kallaði hana „heimska“ og sakaði hana um að vera í vasanum á Rússum,“ segir einn heimildarmaður Bernstein en fleiri staðfestu þá lýsingu. Svo miklar áhyggjur höfðu þýskir embættismenn af því að efni og óvenjulegur tónn símtala Trump og Merkel spyrðist út að ríkisstjórn Merkel greip til aðgerða til að tryggja leynd yfir þeim. Embættismönnum sem hlustuðu á símtöl Merkel og Trump í Berlín var meðal annars fækkað. Merkel er sögð hafa haldið ró sinni og svarað Trump með staðreyndum, jafnt í símtölunum sem og þegar hún heimsótti Hvíta húsið árið 2018. Á þeim fundi segja þýskir embættismenn að Trump hafi sýnt af sér „afar vafasama hegðun“. Á hinn bóginn er hegðun Trump sögð hafa slegið May, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, út af laginu og að það hafi verið ætlun hans. Heimildir Bernstein herma að Trump hafi „niðurlægt“ May og beitt hana bolabrögðum. Hann hafi kallað hana „flón“ og huglausa í nálgun sinni á Brexit, NATO og innflytjendamál. John Bolton hætti sem þjóðaröryggisráðgjafi í september. Hann hefur síðan skrifað bók þar sem hann lýsir Trump sem vanhæfum til að gegna embætti forseta og sakar demókrata um vanrækslu fyrir að hafa ekki kært hann fyrir umfangsmeiri embættisbrot í fyrra.Vísir/AP Sakar Trump um að beita sér fyrir Erdogan Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, lýsir forsetanum sem óhæfum til að gegna embættinu í nýrri bók sem hann hefur skrifað um tíma sinn í Hvíta húsinu. Hann hefur einnig sagt að Trump hafi stjórnast af annarlegum hvötum í samskiptum við fleiri þjóðarleiðtoga en Úkraínu sem leiddi til þess að hann var kærður fyrir embættisbrot á Bandaríkjaþingi í fyrra. Eitt dæmanna sem Bolton nefnir er að Trump hafi lofað Erdogan að hlutast til í rannsókn bandarískra saksóknara á tyrkneska bankanum Halkbank sem talinn er tengjast Erdogan persónulega. Rannsóknin beinist að því hvort að bankinn hafi brotið gegn viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Í bók Bolton er því haldið fram að Trump hafi lofað Erdogan að sjá um málið. Saksóknararnir sem færu með málið væru fólk Obama fyrrverandi forseta en Trump myndi leysa úr því með að skipa sína eigin saksóknara. Saksóknararnir á Manhattan gáfu út ákæru á hendur bankanum í október fyrir fjársvik, peningaþvætti og fleiri brot. Trump rak Geoffrey Berman, alríkissaksóknarann sem stýrði rannsókninni, í þessum mánuði. Embætti Berman, sem er repúblikani og var skipaður af Trump, hefur einnig rannsakað Rudy Giuliani, persónulegan lögmann Trump. Donald Trump Bandaríkin Rússland Tyrkland Bretland Þýskaland Tengdar fréttir Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47 Segir Trump hafa biðlað til Xi um aðstoð til að tryggja vinsældir á kosningaári Stjórn Donald Trump reynir nú hvað hún getur til að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar en forsetinn fær vægast sagt lélega einkunn hjá þjóðaröryggisráðgjafanum fyrrverandi. 18. júní 2020 07:05 Trump segist ekki viðriðinn brottrekstur saksóknarans Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist ekki hafa verið viðriðinn, á nokkurn hátt, ákvörðunina um að víkja Geoffrey Berman, saksóknara í Manhattan frá embætti sínu. 20. júní 2020 23:13 Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fleiri fréttir 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Sjá meira
Símtöl Donalds Trump Bandaríkjaforseta við erlenda þjóðarleiðtoga ollu fyrrverandi ráðherrum og ráðgjöfum hans áhyggjum af því að forsetinn væri sjálfur ógn við þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Trump hafi ætíð verið óundirbúinn fyrir símtölin, látið erlenda leiðtoga spila með sig og úthúðað leiðtogum helstu bandalagsríkja Bandaríkjanna. Trump hafi meðal annars kallað Angelu Merkel, kanslara Þýskalands, „heimska“ í símtali þeirra. Rex Tillerson, fyrrverandi utanríkisráðherra, James Mattis, fyrrverandi varnarmálaráðherra, H.R. McMaster og John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafar Trump, og John Kelly, fyrrverandi starfsmannastjóri Hvíta hússins, eru á meðal þeirra sem eru sagðir hafa örvænt yfir framgöngu Trump í samskiptum við erlenda leiðtoga í umfangsmikilli umfjöllun Carls Bernstein, annars af tveimur blaðamönnum Washington Post sem er eignaður heiður af því að hafa afhjúpað Watergate-hneykslið á 8. áratug síðustu aldar. Heimildarmenn Bernstein voru fjöldi embættismanna sem annað hvort hlustaði á hundruð símtala Trump við erlenda leiðtoga eða hafði aðgang að eftirrit af þeim. Embættismennirnir eru sagðir hafa talið að Trump væri haldinn „hugarórum“ í samskiptunum við erlenda þjóðarleiðtoga. Hann hafi talið sig geta heillað, ógnað eða beitt hvaða leiðtoga sem er þrýstingi til þess að fá sínu fram við þá. Þá hafi forsetinn látið eigin hagsmuni ganga framar þeim sem ráðgjafar hans töldu þjóðarhagsmuni Bandaríkjanna, að því er segir í grein Bernstein sem birtist á vef CNN-fréttastöðvarinnar. Hvíta húsið svaraði ekki ósk Bernstein um viðbrögð fyrir birtingu greinarinnar en eftir að hún kom út lofaði Sarah Matthews, aðstoðarblaðafulltrúi þess, Trump sem samningamann á „heimsmælikvarða“. Erdogan Tyrklandsforseti hefur haft greitt aðgengi að Trump. Hann fékk Trump meðal annars til að yfirgefa Kúrda, bandamenn Bandaríkjahers í Sýrlandi, í fyrra.Vísir/EPA Montaði sig við harðstjóra og hæddi forvera sína Sérstakar áhyggjur höfðu embættismennirnir af samskiptum Trump við leiðtoga valdboðsríkja eins og Vladímír Pútín Rússlandsforseta og Recep Erdogan Tyrklandsforseta annars vegar og hins vegar við leiðtoga vinaþjóða eins og Þýskalands, Bretlands, Frakklands, Kanada og Ástralíu. Þótti ráðgjöfunum Trump seilast langt til þess að ganga í augun á harðstjórum eins og Pútín og Erdogan á sama tíma og hann úthúðaði bandamönnum eins og Merkel, Emmanuel Macron Frakklandsforseta og Theresu May, þáverandi forsætisráðherra Bretlands. Langflest símtöl hefur Trump átt við Erdogan, forseta Tyrklands. Erdogan er á tímabili sagður hafa hringt í Hvíta húsið tvisvar í viku og fengið beint samband við Trump samkvæmt gildandi skipun forsetans þess efnis. Svo séður hafi Erdogan verið orðinn í að hitta á tíma þar sem hann gæti náð beint í Trump að starfsmenn Hvíta hússins hafi óttast að Tyrkir hefðu njósnir af dagskrá forsetans. Í símtölunum við Pútín, Erdogan, Mohammed bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafi Trump reglulega látið móðan mása, stært sig ef eigin ágæti og auðæfum og hæðst að forverum sínum í embætti, sérstaklega Barack Obama og George W. Bush. Undirgefni Trump við Pútín Rússlandsforseta fór fyrir brjóstið á jafnt demókrötum sem repúblikönum þegar þeir hittust í Helsinki í júlí árið 2018. Þar tók Trump orð Pútín fram yfir bandarísku leyniþjónustuna um afskipti Rússa af forsetakosningunum árið 2016.Vísir/EPA Talinn leiksoppur Pútín og Erdogan Þrátt fyrir að Trump hafi lýst sjálfum sér sem meistara í samingatækni hafi hann látið leiðtoga eins og Pútín og Erdogan reglulega leika á sig, meðal annars vegna þess að bandaríski forsetinn undirbjó sig nær aldrei efnislega fyrir samtölin. Þannig ákvað Trump skyndilega að draga bandarískt herlið frá Sýrlandi í desember árið 2018 eftir eitt slíkt símtal við Erdogan. Sú ákvörðun leiddi til þess að Mattis sagði af sér sem varnarmálaráðherra. Endanlegt brotthvarf bandarísks herliðs fór fram í fyrra eftir enn eitt símtal Trump og Erdogan. Lét Trump þá bandaríska hermenn yfirgefa kúrdíska bandamenn sína fyrir yfirvofandi innrás Tyrkja inn í Sýrland. Tyrkir hafa síðan verið sakaðir um voðaverk gegn Kúrdum. „Hann gaf allt eftir,“ segir einn heimildarmaður CNN um þá ákvörðun Trump sem gagnaðist Tyrkjum og Rússum. Með eftirlátssemi sinni við Pútín hafi Trump gefið Rússlandi, valdboðsríki með takmarkað efnahagslegt mikilvægi á heimsvísu, aukið vægi á alþjóðavísu sem Pútín sækist eftir. Sem forseti hefur Trump meðal annars ítrekað talað fyrir því að Rússum verði aftur hleypt inn í hóp stærstu iðnríkja heims en þeim var vísað úr honum eftir að þeir innlimuðu Krímskaga árið 2014. Trump er einnig sagður hafa látið sér álit og greiningu helstu ráðgjafa sinna og greinenda á samtölunum við leiðtogana í léttu rúmi liggja. Þess í stað hafi hann kosið að heyra lof Ivönku dóttur sinnar og Jareds Kushner, tengdasonar sína, um hversu vel hann hefði staðið sig í símtölunum. Bæði vinna þau fyrir ríkisstjórnina en hvorugt þeirra hefur nokkra reynslu af utanríkismálum eða alþjóðasamskiptum. Þjóðverjar reyndu að tryggja að svívirðingar Trump lækju ekki út Ólíkt harðstjórunum beitti Trump hefðbundna bandamenn Bandaríkjanna hörku. Úthúðaði hann leiðtogum Evrópuríkja vegna ýmissa umkvörtunarefna sinna, oftar en ekki vegna þess að hann taldi NATO-ríkin ekki verja nægilega miklum fjármunum í varnarmál. Sérstaklega andstyggilegur var Trump við þær konur sem þurftu að ræða við hann fyrir hönd þjóða sinna. Þannig lét hann þær Merkel og May heyra það í löngum reiðilestrum í símanum. „Sumt af því sem hann sagði við Angelu Merkel var ótrúlegt: hann kallaði hana „heimska“ og sakaði hana um að vera í vasanum á Rússum,“ segir einn heimildarmaður Bernstein en fleiri staðfestu þá lýsingu. Svo miklar áhyggjur höfðu þýskir embættismenn af því að efni og óvenjulegur tónn símtala Trump og Merkel spyrðist út að ríkisstjórn Merkel greip til aðgerða til að tryggja leynd yfir þeim. Embættismönnum sem hlustuðu á símtöl Merkel og Trump í Berlín var meðal annars fækkað. Merkel er sögð hafa haldið ró sinni og svarað Trump með staðreyndum, jafnt í símtölunum sem og þegar hún heimsótti Hvíta húsið árið 2018. Á þeim fundi segja þýskir embættismenn að Trump hafi sýnt af sér „afar vafasama hegðun“. Á hinn bóginn er hegðun Trump sögð hafa slegið May, þáverandi forsætisráðherra Bretlands, út af laginu og að það hafi verið ætlun hans. Heimildir Bernstein herma að Trump hafi „niðurlægt“ May og beitt hana bolabrögðum. Hann hafi kallað hana „flón“ og huglausa í nálgun sinni á Brexit, NATO og innflytjendamál. John Bolton hætti sem þjóðaröryggisráðgjafi í september. Hann hefur síðan skrifað bók þar sem hann lýsir Trump sem vanhæfum til að gegna embætti forseta og sakar demókrata um vanrækslu fyrir að hafa ekki kært hann fyrir umfangsmeiri embættisbrot í fyrra.Vísir/AP Sakar Trump um að beita sér fyrir Erdogan Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trump, lýsir forsetanum sem óhæfum til að gegna embættinu í nýrri bók sem hann hefur skrifað um tíma sinn í Hvíta húsinu. Hann hefur einnig sagt að Trump hafi stjórnast af annarlegum hvötum í samskiptum við fleiri þjóðarleiðtoga en Úkraínu sem leiddi til þess að hann var kærður fyrir embættisbrot á Bandaríkjaþingi í fyrra. Eitt dæmanna sem Bolton nefnir er að Trump hafi lofað Erdogan að hlutast til í rannsókn bandarískra saksóknara á tyrkneska bankanum Halkbank sem talinn er tengjast Erdogan persónulega. Rannsóknin beinist að því hvort að bankinn hafi brotið gegn viðskiptaþvingunum gagnvart Íran. Í bók Bolton er því haldið fram að Trump hafi lofað Erdogan að sjá um málið. Saksóknararnir sem færu með málið væru fólk Obama fyrrverandi forseta en Trump myndi leysa úr því með að skipa sína eigin saksóknara. Saksóknararnir á Manhattan gáfu út ákæru á hendur bankanum í október fyrir fjársvik, peningaþvætti og fleiri brot. Trump rak Geoffrey Berman, alríkissaksóknarann sem stýrði rannsókninni, í þessum mánuði. Embætti Berman, sem er repúblikani og var skipaður af Trump, hefur einnig rannsakað Rudy Giuliani, persónulegan lögmann Trump.
Donald Trump Bandaríkin Rússland Tyrkland Bretland Þýskaland Tengdar fréttir Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47 Segir Trump hafa biðlað til Xi um aðstoð til að tryggja vinsældir á kosningaári Stjórn Donald Trump reynir nú hvað hún getur til að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar en forsetinn fær vægast sagt lélega einkunn hjá þjóðaröryggisráðgjafanum fyrrverandi. 18. júní 2020 07:05 Trump segist ekki viðriðinn brottrekstur saksóknarans Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist ekki hafa verið viðriðinn, á nokkurn hátt, ákvörðunina um að víkja Geoffrey Berman, saksóknara í Manhattan frá embætti sínu. 20. júní 2020 23:13 Mest lesið Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Erlent Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Fleiri fréttir 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Sjá meira
Segir að allt sem Trump geri snúist um endurkjör John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Donald Trump Bandaríkjaforseta segir að fyrrverandi yfirmaður sinn sé „ótrúlega fáfróður“ og hafi hvorki getu né færni til þess að sinna starfi forsetans. Bolton segir að eina leiðarljós Trump í ákvörðunum sé möguleikinn á endurkjöri. 18. júní 2020 14:47
Segir Trump hafa biðlað til Xi um aðstoð til að tryggja vinsældir á kosningaári Stjórn Donald Trump reynir nú hvað hún getur til að koma í veg fyrir útgáfu bókarinnar en forsetinn fær vægast sagt lélega einkunn hjá þjóðaröryggisráðgjafanum fyrrverandi. 18. júní 2020 07:05
Trump segist ekki viðriðinn brottrekstur saksóknarans Donald Trump forseti Bandaríkjanna segist ekki hafa verið viðriðinn, á nokkurn hátt, ákvörðunina um að víkja Geoffrey Berman, saksóknara í Manhattan frá embætti sínu. 20. júní 2020 23:13