Minnst tíu dagar taldir í að Sprengisandsleið verði fær Kristján Már Unnarsson skrifar 30. júní 2020 14:20 Frá Sprengisandsleið. Vísir/Vilhelm. „Miðað við lýsingar frá landvörðum og mönnum sem fóru yfir Sprengisand á fjórhjólum þá er enn töluverður snjór og miklar bleytur enn og töluðu þeir um allavega tíu daga. Þannig að það er nokkuð í að Sprengisandsleið opni,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, spurður um stöðu helstu hálendisvega eftir veturinn. „Það er verið að laga veginn inn að Nýjadal að sunnan en hann skemmdist töluvert og eru verktakar að moka í skörðin inn að Versölum.“ Í fyrrasumar opnuðust hálendisvegirnir óvenju snemma. Þannig voru þeir allir orðnir færir um þetta leyti árs, eða í byrjun júlímánaðar. Þeir virðast hins vegar ætla að opnast í seinna lagi í ár. Þó opnuðust Kjalvegur og Kaldadalsvegur fyrir miðjan júnímánuð. G. Pétur vonast til að báðar Fjallabaksleiðir verði færar fyrir eða í kringum næstu helgi. „Það er búið að moka frá Eldgjá og að Landmannalaugum og er eftirlitsbíll frá okkur að skoða og meta hvenær við opnum, - vonandi fyrir helgi þar á milli. Snjóblásari er á Fjallabaki syðra í dag og vonast til að klára að moka á morgun svo það mun styttast í opnun þar - líklega um eða eftir helgi, við opnum eins fljótt og vegur og færð leyfa.“ Þá styttist í að leiðin að Lakagígum opnist. „Í dag eru veghefill og valtari á Lakavegi og reiknum við með að klára það verk á næstu tveimur dögum og að opnað verði í kjölfarið,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hér má sjá nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar, frá 26. júní: Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Umhverfismál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Sjá meira
„Miðað við lýsingar frá landvörðum og mönnum sem fóru yfir Sprengisand á fjórhjólum þá er enn töluverður snjór og miklar bleytur enn og töluðu þeir um allavega tíu daga. Þannig að það er nokkuð í að Sprengisandsleið opni,“ segir G. Pétur Matthíasson, upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar, spurður um stöðu helstu hálendisvega eftir veturinn. „Það er verið að laga veginn inn að Nýjadal að sunnan en hann skemmdist töluvert og eru verktakar að moka í skörðin inn að Versölum.“ Í fyrrasumar opnuðust hálendisvegirnir óvenju snemma. Þannig voru þeir allir orðnir færir um þetta leyti árs, eða í byrjun júlímánaðar. Þeir virðast hins vegar ætla að opnast í seinna lagi í ár. Þó opnuðust Kjalvegur og Kaldadalsvegur fyrir miðjan júnímánuð. G. Pétur vonast til að báðar Fjallabaksleiðir verði færar fyrir eða í kringum næstu helgi. „Það er búið að moka frá Eldgjá og að Landmannalaugum og er eftirlitsbíll frá okkur að skoða og meta hvenær við opnum, - vonandi fyrir helgi þar á milli. Snjóblásari er á Fjallabaki syðra í dag og vonast til að klára að moka á morgun svo það mun styttast í opnun þar - líklega um eða eftir helgi, við opnum eins fljótt og vegur og færð leyfa.“ Þá styttist í að leiðin að Lakagígum opnist. „Í dag eru veghefill og valtari á Lakavegi og reiknum við með að klára það verk á næstu tveimur dögum og að opnað verði í kjölfarið,“ segir upplýsingafulltrúi Vegagerðarinnar. Hér má sjá nýjasta hálendiskort Vegagerðarinnar, frá 26. júní:
Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Umhverfismál Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Sjá meira