Kia efst í áreiðanleikakönnun J.D Power Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 3. júlí 2020 07:00 Kia e-Soul Kia er í efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun bandaríska greiningarfyrirtækisins J.D. Power. Þetta er sjötta árið í röð sem Kia er í efsta sætinu í könnun J.D. Power. Kia deildi efsta sætinu með Dodge að þessu sinni. Fjórir Kia bílar unnu sigur í sínum flokkum; Kia Sorento, Kia Soul, Kia Forte og Kia Sedona en tveir síðastnefndu bílarnir eru ekki seldir á Evrópumarkaði. Kia Sorento sigraði í flokki sportjeppa en hann hefur verið einn vinsælasti sportjeppinn hér á landi síðustu misserin. Kia Soul sigraði í flokki rafbíla en hann hefur verið einn söluhæsti rafbíllinn á Íslandi undanfarin ár. Í könnun J.D. Power voru rúmlega 87 þúsund bíleigendur nýrra bíla árgerð 2020 spurðir fjölmargra spurninga á mörgum mismunandi sviðum um áreiðanleika bíla þeirra og bilanir á fyrstu 90 dögum. Með þessari könnun er J.D Power að fá sem besta mynd af gæðum bíla allra bílaframleiðenda. Þetta er í 34. skipti sem könnun J.D. Power er framkvæmd en hún þykir ein virtasta áreiðanleikakönnunin í bílageiranum. Eins og áður segir urðu bílaframleiðendurnir Kia og Dodge jafnir í efsta sætinu en RAM og Chevrolet urðu jafnir í 3-4 sæti. Genesis varð í efsta sæti lúxusbílamerkja. Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent
Kia er í efsta sætinu í árlegri áreiðanleikakönnun bandaríska greiningarfyrirtækisins J.D. Power. Þetta er sjötta árið í röð sem Kia er í efsta sætinu í könnun J.D. Power. Kia deildi efsta sætinu með Dodge að þessu sinni. Fjórir Kia bílar unnu sigur í sínum flokkum; Kia Sorento, Kia Soul, Kia Forte og Kia Sedona en tveir síðastnefndu bílarnir eru ekki seldir á Evrópumarkaði. Kia Sorento sigraði í flokki sportjeppa en hann hefur verið einn vinsælasti sportjeppinn hér á landi síðustu misserin. Kia Soul sigraði í flokki rafbíla en hann hefur verið einn söluhæsti rafbíllinn á Íslandi undanfarin ár. Í könnun J.D. Power voru rúmlega 87 þúsund bíleigendur nýrra bíla árgerð 2020 spurðir fjölmargra spurninga á mörgum mismunandi sviðum um áreiðanleika bíla þeirra og bilanir á fyrstu 90 dögum. Með þessari könnun er J.D Power að fá sem besta mynd af gæðum bíla allra bílaframleiðenda. Þetta er í 34. skipti sem könnun J.D. Power er framkvæmd en hún þykir ein virtasta áreiðanleikakönnunin í bílageiranum. Eins og áður segir urðu bílaframleiðendurnir Kia og Dodge jafnir í efsta sætinu en RAM og Chevrolet urðu jafnir í 3-4 sæti. Genesis varð í efsta sæti lúxusbílamerkja.
Mest lesið Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Innlent