Engin áform um að ræða við Washington Andri Eysteinsson skrifar 4. júlí 2020 15:54 KIm Jong Un og Donald Trump í Singapúr árið 2018. Photo/Evan Vucci Norður-kóresk yfirvöld hafa áréttað að engin áform sé uppi um að hefja viðræður um kjarnorkuvopnamál við yfirvöld í Washington. Ekki nema að Bandaríkjastjórn láti af því sem kallað eru fjandsamlegum stefnum í málefnum Norður-Kóreu. John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi í stjórn Donald Trump hafði velt því upp á dögunum að mögulega myndi Trump kalla til viðræðna við Kim Jong un leiðtoga Norður Kóreu í október. Sagði Bolton að Trump gæti nýtt þær viðræður til þess að fleyta sér áfram í kosningabaráttunni enda forsetakosningar fram undan í nóvember. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Choe Son Hui sagði þetta þó tóman þvætting í yfirlýsingu sem gefin var út. Kim og Trump hafa fundað í þrígang frá því að Trump tók við forsetaembættinu árið 2017 en viðræðurnar hafa farið fram án árangurs. Á fundi leiðtoganna í Víetnam í fyrra eru Bandaríkjamenn sagðir hafa hafnað kröfum Norður-Kóreu um ívilnanir í skiptum fyrir það að Norður-Kórea láti af kjarnorkuvopnavæðingu sinni. Forseti Suður-Kóreu, nágrannaríkis Norður-Kóreu, Moon Jae-in hefur barist fyrir því að viðræður milli kjarnorkuveldanna tveggja hefjist að nýju. Sagðist hann í samtali við leiðtoga Evrópuríkja í vikunni að hann vonaðist eftir því að leiðtogarnir myndu hittast og ræða málin fyrir kosningarnar í nóvember. „Er mögulegt að hefja samtal eða viðræður við Bandaríkin á meðan að fjandsamlegar stefnur ríkisins gagnvart Norður-Kóreu eru til staðar,“ sagði í yfirlýsingu Choe Son Hui. „Við finnum ekki fyrir þörf á því að setjast niður með Bandaríkjastjórn þar sem að hún telur samtal milli ríkjanna ekki vera neitt nema tól til þess að takast á við stjórnmálakrísuna sem ríkir í landinu,“ sagi einnig í yfirlýsingunni. Norður-Kórea Bandaríkin Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira
Norður-kóresk yfirvöld hafa áréttað að engin áform sé uppi um að hefja viðræður um kjarnorkuvopnamál við yfirvöld í Washington. Ekki nema að Bandaríkjastjórn láti af því sem kallað eru fjandsamlegum stefnum í málefnum Norður-Kóreu. John Bolton, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi í stjórn Donald Trump hafði velt því upp á dögunum að mögulega myndi Trump kalla til viðræðna við Kim Jong un leiðtoga Norður Kóreu í október. Sagði Bolton að Trump gæti nýtt þær viðræður til þess að fleyta sér áfram í kosningabaráttunni enda forsetakosningar fram undan í nóvember. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Choe Son Hui sagði þetta þó tóman þvætting í yfirlýsingu sem gefin var út. Kim og Trump hafa fundað í þrígang frá því að Trump tók við forsetaembættinu árið 2017 en viðræðurnar hafa farið fram án árangurs. Á fundi leiðtoganna í Víetnam í fyrra eru Bandaríkjamenn sagðir hafa hafnað kröfum Norður-Kóreu um ívilnanir í skiptum fyrir það að Norður-Kórea láti af kjarnorkuvopnavæðingu sinni. Forseti Suður-Kóreu, nágrannaríkis Norður-Kóreu, Moon Jae-in hefur barist fyrir því að viðræður milli kjarnorkuveldanna tveggja hefjist að nýju. Sagðist hann í samtali við leiðtoga Evrópuríkja í vikunni að hann vonaðist eftir því að leiðtogarnir myndu hittast og ræða málin fyrir kosningarnar í nóvember. „Er mögulegt að hefja samtal eða viðræður við Bandaríkin á meðan að fjandsamlegar stefnur ríkisins gagnvart Norður-Kóreu eru til staðar,“ sagði í yfirlýsingu Choe Son Hui. „Við finnum ekki fyrir þörf á því að setjast niður með Bandaríkjastjórn þar sem að hún telur samtal milli ríkjanna ekki vera neitt nema tól til þess að takast á við stjórnmálakrísuna sem ríkir í landinu,“ sagi einnig í yfirlýsingunni.
Norður-Kórea Bandaríkin Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Fleiri fréttir Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Trump yngri á leið til Grænlands Trudeau segir af sér Byrjuðu strax að endurskrifa sögu árásarinnar Minkarækt hafin að nýju eftir að milljónum var lógað Hafa tekið nokkur þorp í Kúrsk Sjötta fórnarlamb árásarinnar í Magdeburg látið Afsögn Trudeau sögð yfirvofandi Biðtíminn í umferðinni hvergi lengri en í Lundúnum Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Kuldaboli bítur Bandaríkjamenn Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir The Vivienne er látin Trump ósáttur að flaggað verði í hálfa við innsetninguna Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Fyrrverandi starfsmaður sakar Nicki Minaj um líkamsárás Jimmy Carter kvaddur Einn hinna látnu í New Orleans tengdur konungsfjölskyldunni Látin 116 ára að aldri Dómsuppkvaðning í þöggunarmáli viku fyrir innsetningu Sjá meira