Mögulegt framboð Kanye ætti strax undir högg að sækja Kjartan Kjartansson skrifar 5. júlí 2020 22:45 West með derhúfu með slagorði Trump forseta þegar hann heimsótti Hvíta húsið árið 2018. Þar fór West mikinn. Vísir/Getty Ólíklegt er að tónlistarmanninum Kanye West tækist að komast á kjörseðilinn í Bandaríkjunum í haust jafnvel þó að honum sé alvara með því að bjóða sig fram til forseta. Framboðsfrestur fyrir óháða frambjóðendur er þegar liðinn í nokkrum ríkjum. West tilkynnti skyndilega og óvænt að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta á Twitter-síðu sinni í gær. Ekki liggur fyrir hvort að hann hafi skilað inn gögnum til að komast á kjörseðilinn í haust og þá er ekki ljóst hvort alvara býr að baki fullyrðingu hans. West hefur glímt við geðræn vandamál undanfarin ár og hefur áður sagst ætla í framboð án þess að standa við það. Reuters-fréttastofan segir að ætlaði West sér í framboð þyrfti hann annað hvort að afla sér stuðnings eins af litlu stjórnmálaflokkunum í Bandaríkjunum eða bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi. Frestur til að skila inn óháðu framboði er þegar liðinn í nokkrum ríkjum, þar á meðal í Nýju-Mexíkó og Norður-Karólínu. Til þess að West gæti boðið sig fram sem óháður frambjóðandi þyrfti hann ennfremur að ráða starfslið eða fá sjálfboðaliða til að safna tugum þúsunda undirskrifta um allt landið á skömmum tíma áður en framboðsfrestur rennur út í fleiri ríkjum í ágúst og september. Hugsanlega gæti West beðið aðdáendur sína um að skrifa nafn sitt á kjörseðilinn í kosningunum í haust. Larry Sabato, forstöðumaður stjórnmálamiðstöðvar Virginíuháskóla, segir Reuters að jafnvel þó að West kæmist á kjörseðilinn tæki hann líklega ekki meira en nokkur prósentustig af greiddum atkvæðum. Líklega tæki hann svipað mikið fylgi af Donald Trump forseta og Joe Biden, sem nær örugglega verður frambjóðandi demókrata. West hefur áður lýst aðdáun og stuðningi við Trump forseta. Heimsótti hann meðal annars Hvíta húsið og fór með furðulega ræðu í október árið 2018. Skömmu síðar sagðist hann ætla að halda sig frá stjórnmálum þar sem hann teldi sig hafa verið notaðan til að breiða út boðskap sem hann tryði ekki á. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira
Ólíklegt er að tónlistarmanninum Kanye West tækist að komast á kjörseðilinn í Bandaríkjunum í haust jafnvel þó að honum sé alvara með því að bjóða sig fram til forseta. Framboðsfrestur fyrir óháða frambjóðendur er þegar liðinn í nokkrum ríkjum. West tilkynnti skyndilega og óvænt að hann ætlaði að bjóða sig fram til forseta á Twitter-síðu sinni í gær. Ekki liggur fyrir hvort að hann hafi skilað inn gögnum til að komast á kjörseðilinn í haust og þá er ekki ljóst hvort alvara býr að baki fullyrðingu hans. West hefur glímt við geðræn vandamál undanfarin ár og hefur áður sagst ætla í framboð án þess að standa við það. Reuters-fréttastofan segir að ætlaði West sér í framboð þyrfti hann annað hvort að afla sér stuðnings eins af litlu stjórnmálaflokkunum í Bandaríkjunum eða bjóða sig fram sem óháður frambjóðandi. Frestur til að skila inn óháðu framboði er þegar liðinn í nokkrum ríkjum, þar á meðal í Nýju-Mexíkó og Norður-Karólínu. Til þess að West gæti boðið sig fram sem óháður frambjóðandi þyrfti hann ennfremur að ráða starfslið eða fá sjálfboðaliða til að safna tugum þúsunda undirskrifta um allt landið á skömmum tíma áður en framboðsfrestur rennur út í fleiri ríkjum í ágúst og september. Hugsanlega gæti West beðið aðdáendur sína um að skrifa nafn sitt á kjörseðilinn í kosningunum í haust. Larry Sabato, forstöðumaður stjórnmálamiðstöðvar Virginíuháskóla, segir Reuters að jafnvel þó að West kæmist á kjörseðilinn tæki hann líklega ekki meira en nokkur prósentustig af greiddum atkvæðum. Líklega tæki hann svipað mikið fylgi af Donald Trump forseta og Joe Biden, sem nær örugglega verður frambjóðandi demókrata. West hefur áður lýst aðdáun og stuðningi við Trump forseta. Heimsótti hann meðal annars Hvíta húsið og fór með furðulega ræðu í október árið 2018. Skömmu síðar sagðist hann ætla að halda sig frá stjórnmálum þar sem hann teldi sig hafa verið notaðan til að breiða út boðskap sem hann tryði ekki á.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Frans páfi er látinn Erlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Fleiri fréttir Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Sjá meira
Kanye West segist ætla að bjóða sig fram til forseta Svo virðist sem að bandaríski tónlistarmaðurinn Kanye West hafi í hyggju að bjóða sig fram til forseta Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í tísti frá West. 5. júlí 2020 08:05