Var sex ára þegar hún sá Kötlugos 1918 og fagnar 108 ára afmæli í dag Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. júlí 2020 20:00 Dóra Ólafsdóttir er elsti núlifandi Íslendingurinn en hún á 108 ára afmæli í dag. Vísir/Baldur Dóra Ólafsdóttir, elsti núlifandi Íslendingurinn, fagnar 108 ára afmæli í dag. Hún man vel eftir Kötlugosinu 1918 og rámar einnig í tíma spænsku veikinnar á Íslandi. Hún segir margt skrýtið í nútímanum og hvetur Íslendinga til að standa í lappirnar. Það var flaggað við hjúkrunarheimilið Skjól þar sem Dóra býr í tilefni dagsins en hún flutti suður til Reykjavíkur frá Akureyri þegar hún var hundrað ára. Dóra starfaði lengi vel hjá Landsímanum fyrir norðan. Hún er elsti núlifandi Íslendingurinn, fædd 6. júlí árið 1912 í Grýtubakkahreppi. Dóra er við ágætis heilsu en heyrnin er farin að gefa sig. „Ég reyni að prjóna svolítið og svo les ég með stækkunarglerinu,“ segir Dóra í samtali við fréttastofu. Dóra fylgist vel með málefnum líðandi stundar, les blöðin og hlustar á útvarpið. „Ef maður les gamla tímann og ber það saman við nýja tímann, það er mikil breyting. Kannski ekki allt til batnaðar en mikið. En mér finnst mikill óþarfi í þessu,“ segir Dóra og nefndir sem dæmi að henni hugnist ekki allir nýrri straumar tískunnar. Áskell sonur Dóru er á meðal þeirra sem heimsóttu Dóru í tilefni dagsins en hún fagnar því að mega aftur fá gesti sem ekki var hægt á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð hæst. „Eitthvað rámar mig nú í það,“ segir Dóra, spurð hvort hún muni eitthvað eftir spænsku veikinni svokölluðu árið 1918, en þá var Dóra sex ára. Betur man hún eftir Kötlugosinu það sama ár. „Þá var ég í Höfða að passa lítinn krakka og leit svona út um gluggann,“ segir Dóra. „Ég eiginlega vissi nú ekki hvað var að ske en ég sá þetta gos. En svo kom aska þarna í garðinn um nóttina.“ Aðspurð segist Dóra ekki treysta sér til að spá fyrir um hversu háum aldri hún muni ná. „Það veit nú bara guð almáttugur, ég spái ekkert í það. Ég bara tek því sem að höndum ber og stíg vel í fæturna,“ segir Dóra. „Ég segi alltaf við þá sem ég er aðspjalla við eitthvað; Standið nú vel í lappirnar fyrir land og þjóð.“ Tímamót Katla Reykjavík Akureyri Grýtubakkahreppur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Dóra Ólafsdóttir, elsti núlifandi Íslendingurinn, fagnar 108 ára afmæli í dag. Hún man vel eftir Kötlugosinu 1918 og rámar einnig í tíma spænsku veikinnar á Íslandi. Hún segir margt skrýtið í nútímanum og hvetur Íslendinga til að standa í lappirnar. Það var flaggað við hjúkrunarheimilið Skjól þar sem Dóra býr í tilefni dagsins en hún flutti suður til Reykjavíkur frá Akureyri þegar hún var hundrað ára. Dóra starfaði lengi vel hjá Landsímanum fyrir norðan. Hún er elsti núlifandi Íslendingurinn, fædd 6. júlí árið 1912 í Grýtubakkahreppi. Dóra er við ágætis heilsu en heyrnin er farin að gefa sig. „Ég reyni að prjóna svolítið og svo les ég með stækkunarglerinu,“ segir Dóra í samtali við fréttastofu. Dóra fylgist vel með málefnum líðandi stundar, les blöðin og hlustar á útvarpið. „Ef maður les gamla tímann og ber það saman við nýja tímann, það er mikil breyting. Kannski ekki allt til batnaðar en mikið. En mér finnst mikill óþarfi í þessu,“ segir Dóra og nefndir sem dæmi að henni hugnist ekki allir nýrri straumar tískunnar. Áskell sonur Dóru er á meðal þeirra sem heimsóttu Dóru í tilefni dagsins en hún fagnar því að mega aftur fá gesti sem ekki var hægt á meðan kórónuveirufaraldurinn stóð hæst. „Eitthvað rámar mig nú í það,“ segir Dóra, spurð hvort hún muni eitthvað eftir spænsku veikinni svokölluðu árið 1918, en þá var Dóra sex ára. Betur man hún eftir Kötlugosinu það sama ár. „Þá var ég í Höfða að passa lítinn krakka og leit svona út um gluggann,“ segir Dóra. „Ég eiginlega vissi nú ekki hvað var að ske en ég sá þetta gos. En svo kom aska þarna í garðinn um nóttina.“ Aðspurð segist Dóra ekki treysta sér til að spá fyrir um hversu háum aldri hún muni ná. „Það veit nú bara guð almáttugur, ég spái ekkert í það. Ég bara tek því sem að höndum ber og stíg vel í fæturna,“ segir Dóra. „Ég segi alltaf við þá sem ég er aðspjalla við eitthvað; Standið nú vel í lappirnar fyrir land og þjóð.“
Tímamót Katla Reykjavík Akureyri Grýtubakkahreppur Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Kardínálarnir hittast til að skipuleggja útför Frans páfa Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent