Bandaríkin tilkynna WHO um úrsögn sína Kjartan Kjartansson skrifar 7. júlí 2020 20:31 Trump hefur vísað allri gagnrýni á viðbrögð Bandaríkjastjórnar við kórónuveirufaraldrinum á bug og skellt skuldinni á Kínverja og Alþjóðaheilbrigðisstofnunina. Vísir/EPA Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) formlega um úrsögn sína. Úrsagnarferlið er talið geta tekið að minnsta kosti ár en Trump lýsti því yfir að hann vildi segja skilið við stofnuninni vegna kórónuveirufaraldursins í maí. Leiðtogar Evrópusambandsríkja og fleiri hafa reynt að telja Trump hughvarf en nú hefur hann sent bæði Bandaríkjaþingi og Sameinuðu þjóðunum formlega staðfestingu á að Bandaríkin ætli sér að hætta þátttöku í WHO. Úrsögnin á að taka gildi 6. júlí á næsta ári, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Trump hefur setið undir harðri gagnrýni fyrir fát og flumbrugang í viðbrögðum hans við kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum. Rúmlega 130.000 manns hafa látið lífið þar og rúmlega þrjár milljónir manna smitast. Fyrir vikið hefur Trump reynt að dreifa athyglinni, meðal annars með því að saka WHO um að vera undir hælnum á kínverskum stjórnvöldum. Stofnunin hafi „afvegaleitt heimsbyggðina“ um faraldurinn. Engu að síður fékk ríkisstjórn Trump upplýsingar um að faraldur væri í gerjun í Kína þegar í kringum áramót. Aðhafðist hún lítið sem ekkert til að fyrirbyggja að veiran næði fótfestu í Bandaríkjunum eða búa sig undir að fólk veiktist. Upphaflega tilkynnti Trump að hann ætlaði að stöðva fjárframlög til WHO tímabundið til að þrýsta á um umbætur. Síðar sagðist hann ætla að draga Bandaríkin alfarið út úr alþjóðasamstarfinu. Bandaríkin hafa lagt mest fé allra ríkja til WHO, um 15% af heildarfjárhagsáætlun hennar í fyrra. Framtíð stofnunarinnar og ýmissa verkefna á sviði smitvarna eftir úrsögn Bandaríkjanna er ekki ljós. WHO vinnur meðal annars að þróun bóluefnis gegn Covid-19. Donald Trump Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Læknarit gagnrýnir Trump harðlega fyrir viðbrögð hans við faraldrinum Ritstjórn breska læknaritsins Lancet sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um „mótsagnarkend og sundurlaus“ viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum og að hafa ýtt sóttvarnayfirvöldum til hliðar. Hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa sér forseta sem skilur að flokkapólitík ætti ekki að stjórna lýðheilsumálum. 15. maí 2020 23:56 Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52 Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27. apríl 2020 13:17 Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. apríl 2020 22:59 Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Fleiri fréttir Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Sjá meira
Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta hefur tilkynnt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) formlega um úrsögn sína. Úrsagnarferlið er talið geta tekið að minnsta kosti ár en Trump lýsti því yfir að hann vildi segja skilið við stofnuninni vegna kórónuveirufaraldursins í maí. Leiðtogar Evrópusambandsríkja og fleiri hafa reynt að telja Trump hughvarf en nú hefur hann sent bæði Bandaríkjaþingi og Sameinuðu þjóðunum formlega staðfestingu á að Bandaríkin ætli sér að hætta þátttöku í WHO. Úrsögnin á að taka gildi 6. júlí á næsta ári, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Trump hefur setið undir harðri gagnrýni fyrir fát og flumbrugang í viðbrögðum hans við kórónuveirufaraldrinum í Bandaríkjunum. Rúmlega 130.000 manns hafa látið lífið þar og rúmlega þrjár milljónir manna smitast. Fyrir vikið hefur Trump reynt að dreifa athyglinni, meðal annars með því að saka WHO um að vera undir hælnum á kínverskum stjórnvöldum. Stofnunin hafi „afvegaleitt heimsbyggðina“ um faraldurinn. Engu að síður fékk ríkisstjórn Trump upplýsingar um að faraldur væri í gerjun í Kína þegar í kringum áramót. Aðhafðist hún lítið sem ekkert til að fyrirbyggja að veiran næði fótfestu í Bandaríkjunum eða búa sig undir að fólk veiktist. Upphaflega tilkynnti Trump að hann ætlaði að stöðva fjárframlög til WHO tímabundið til að þrýsta á um umbætur. Síðar sagðist hann ætla að draga Bandaríkin alfarið út úr alþjóðasamstarfinu. Bandaríkin hafa lagt mest fé allra ríkja til WHO, um 15% af heildarfjárhagsáætlun hennar í fyrra. Framtíð stofnunarinnar og ýmissa verkefna á sviði smitvarna eftir úrsögn Bandaríkjanna er ekki ljós. WHO vinnur meðal annars að þróun bóluefnis gegn Covid-19.
Donald Trump Bandaríkin Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Læknarit gagnrýnir Trump harðlega fyrir viðbrögð hans við faraldrinum Ritstjórn breska læknaritsins Lancet sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um „mótsagnarkend og sundurlaus“ viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum og að hafa ýtt sóttvarnayfirvöldum til hliðar. Hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa sér forseta sem skilur að flokkapólitík ætti ekki að stjórna lýðheilsumálum. 15. maí 2020 23:56 Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52 Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27. apríl 2020 13:17 Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. apríl 2020 22:59 Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Fleiri fréttir Mál horfinna systra skekur Skotland Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Bjargaði túristum í vanda og laxeldi í Seyðisfirði mótmælt Bönnuðu bardaga nýnasista og gengisfélaga í Helsinki Tvö geimför á leið til tunglsins Reyna að banna Bandidos-mótorhjólagengið í Danmörku 97 árásir á „örugga svæðið“ á Gasa Forseti Suður-Kóreu handtekinn í mikilli aðgerð Minni vindur í LA en óttast hafði verið Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Greiddi aðila sem þóttist vera Brad Pitt tugi milljóna Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Sjá meira
Læknarit gagnrýnir Trump harðlega fyrir viðbrögð hans við faraldrinum Ritstjórn breska læknaritsins Lancet sakar Donald Trump Bandaríkjaforseta um „mótsagnarkend og sundurlaus“ viðbrögð við kórónuveirufaraldrinum og að hafa ýtt sóttvarnayfirvöldum til hliðar. Hún hvetur Bandaríkjamenn til að kjósa sér forseta sem skilur að flokkapólitík ætti ekki að stjórna lýðheilsumálum. 15. maí 2020 23:56
Leyniþjónustan varaði Trump ítrekað við kórónuveirunni Donald Trump Bandaríkjaforseti var ítrekað varaður við hættu sem gæti stafað af nýju afbrigði kórónuveiru í daglegum kynningum leyniþjónustunnar í janúar og febrúar, á sama tíma og hann gerði lítið úr alvarleika mögulegs faraldurs. Forsetinn hefur reynt að kenna Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni og Kínverjum um hversu margir hafa látist í faraldrinum í Bandaríkjunum. 28. apríl 2020 13:52
Trump-stjórnin sögð grafa undan WHO á bak við tjöldin Bandaríkjastjórn hefur ekki aðeins stöðvað fjárframlög til Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) í miðjum kórónuveiruheimsfaraldri heldur eru Donald Trump forseti og nánustu ráðgjafar hans sagðir grafa undan stofnuninni á nokkrum vígstöðvum á bak við tjöldin. Undirróðurinn er sagður geta veikt stofnunina til lengri tíma litið. 27. apríl 2020 13:17
Trump segist hafa stöðvað fjárveitingar til WHO Bandaríkin ætla að hætta að veita Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni (WHO) fé vegna þess hvernig stofnunin tók á kórónuveiruheimsfaraldrinum. Donald Trump Bandaríkjaforseti fullyrti að hann hefði skipað fyrir um þetta á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í dag. 14. apríl 2020 22:59
Trump-stjórnin sögð hafa vanrækt undirbúning um mánaðaskeið Um tveir mánuðir liðu frá því að Bandaríkjastjórn fékk fyrstu upplýsingarnar um kórónuveirufaraldurinn í Kína þar til alríkisstjórnin greip til umtalsverðra aðgerða til að hefta útbreiðsluna. Afneitun og vanvirkni í röðum æðstu ráðamanna er sögð hafa átt þátt í að tímanum sem hefði getað nýst í undirbúning var kastað á glæ. 9. apríl 2020 10:00