Loftbelgur sveif yfir Suðurlandi, snerti næstum Rangá og flaug ofar skýjum Kristján Már Unnarsson skrifar 7. júlí 2020 21:06 Loftbelgurinn tekst á loft frá Helluflugvelli í morgun. Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Stærðarinnar loftbelgur sást á flugi yfir Rangárvöllum í morgun og flaug hann svo lágt yfir Ytri-Rangá að hann var við það að snerta vatnsflötinn. Belgurinn er kominn hingað frá Þýskalandi í tengslum við flughátíð á Hellu. Myndir af flugi loftbelgsins mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Þeir sem áttu leið um Hellu á Rangárvöllum í morgun ráku upp stór augu þegar þeir sáu rauðröndóttan loftbelg blásinn upp og takast á loft frá flugvellinum austan við þorpið. Loftbelgurinn yfir byggðinni á Hellu.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Hann er kominn hingað frá Þýskalandi á vegum Flugmálafélags Íslands. Þess má geta að um þessar mundir eru 90 ár liðin frá því þýska loftskipið Graf Zeppelin birtist óvænt yfir Íslandi en það var þann 17. júlí árið 1930. Loftbelgur flaug einnig yfir Reykjavík í fyrrasumar í tengslum við flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli en þar áður voru fjórir áratugir liðnir frá því slíkt fyrirbæri sást síðast á lofti yfir Íslandi. Loftbelgurinn sveif lágt yfir Suðurlandsveg og þjónustukjarnann á Hellu.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Eftir flugtak í morgun sást loftbelgurinn fljúga lágt yfir byggðina á Hellu. Þýskur flugmaður belgsins ákvað síðan að sýna hæfni sína í að stjórna honum með því að láta hann fljúga niður undir Rangá. Þegar hann átti aðeins fáa sentímetra í að snerta vatnsflötinn sendi hann gasloga upp í belginn til að láta hann hækka sig að nýju. Þýski loftbelgsflugmaðurinn sýndi hæfni sína með því að láta loftbelginn svífa niður að Rangá og lyfta honum síðan upp rétt áður en hann snerti vatnsflötinn.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Þrír farþegar voru í borð með flugmanninum en eftir að hafa fyrst svifið undan hægum vindinum til suðvesturs snerist vindáttinn og stefndi belgurinn þá í hina áttina, til norðausturs, en á móts við gamla flugvöllinn við Gunnarsholt ákvað flugmaðurinn að lenda honum á þjóðveginum. Við Gunnarsholt í morgun. Hekla blasir við. Loftbelgurinn átti síðar eftir að lyfta sér upp fyrir skýin.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Þar tók hann síðan aðra þrjár farþega í flug sem virtu fyrir sér Heklu, Tindfjöll og Eyjafjallajökul ofar skýjum og mátti heyra á samtali við fólk á jörðu niðri að loftbelgsfarar voru heillaðir af þessari upplifun. Almenningi býðst að skrá sig í flug með loftbelgnum á loftbelgur.is og er þegar kominn biðlisti. Flugmaðurinn lenti loftbelgnum fimlega á þjóðveginum við Gunnarsholt.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Loftbelgnum verður flogið frá Hellu næstu daga eftir því sem veður leyfir í tengslum við flughátið sem hefst þar í kvöld með Íslandsmóti í lendingarkeppni. Annaðkvöld verður keppt í listflugi og drónakappflugi en einnig er keppt í svifflugi og fisflugi. Eftir að keppnisgreinum lýkur hefst hin eiginlega flughátíð á föstudag sem nær hápunkti með flugsýningu á laugardag milli klukkan 12 og 18. Þar er meðal annars von á danskri herþyrlu og stórri kafbátaleitarþotu af gerðinni Boeing P-8 Poseidon. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá tilraun fréttamanns Stöðvar 2 í fyrra til að komast í loftbelgsflug í beinni útsendingu. Fréttir af flugi Rangárþing ytra Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Stærðarinnar loftbelgur sást á flugi yfir Rangárvöllum í morgun og flaug hann svo lágt yfir Ytri-Rangá að hann var við það að snerta vatnsflötinn. Belgurinn er kominn hingað frá Þýskalandi í tengslum við flughátíð á Hellu. Myndir af flugi loftbelgsins mátti sjá í fréttum Stöðvar 2. Þeir sem áttu leið um Hellu á Rangárvöllum í morgun ráku upp stór augu þegar þeir sáu rauðröndóttan loftbelg blásinn upp og takast á loft frá flugvellinum austan við þorpið. Loftbelgurinn yfir byggðinni á Hellu.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Hann er kominn hingað frá Þýskalandi á vegum Flugmálafélags Íslands. Þess má geta að um þessar mundir eru 90 ár liðin frá því þýska loftskipið Graf Zeppelin birtist óvænt yfir Íslandi en það var þann 17. júlí árið 1930. Loftbelgur flaug einnig yfir Reykjavík í fyrrasumar í tengslum við flugsýningu á Reykjavíkurflugvelli en þar áður voru fjórir áratugir liðnir frá því slíkt fyrirbæri sást síðast á lofti yfir Íslandi. Loftbelgurinn sveif lágt yfir Suðurlandsveg og þjónustukjarnann á Hellu.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Eftir flugtak í morgun sást loftbelgurinn fljúga lágt yfir byggðina á Hellu. Þýskur flugmaður belgsins ákvað síðan að sýna hæfni sína í að stjórna honum með því að láta hann fljúga niður undir Rangá. Þegar hann átti aðeins fáa sentímetra í að snerta vatnsflötinn sendi hann gasloga upp í belginn til að láta hann hækka sig að nýju. Þýski loftbelgsflugmaðurinn sýndi hæfni sína með því að láta loftbelginn svífa niður að Rangá og lyfta honum síðan upp rétt áður en hann snerti vatnsflötinn.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Þrír farþegar voru í borð með flugmanninum en eftir að hafa fyrst svifið undan hægum vindinum til suðvesturs snerist vindáttinn og stefndi belgurinn þá í hina áttina, til norðausturs, en á móts við gamla flugvöllinn við Gunnarsholt ákvað flugmaðurinn að lenda honum á þjóðveginum. Við Gunnarsholt í morgun. Hekla blasir við. Loftbelgurinn átti síðar eftir að lyfta sér upp fyrir skýin.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Þar tók hann síðan aðra þrjár farþega í flug sem virtu fyrir sér Heklu, Tindfjöll og Eyjafjallajökul ofar skýjum og mátti heyra á samtali við fólk á jörðu niðri að loftbelgsfarar voru heillaðir af þessari upplifun. Almenningi býðst að skrá sig í flug með loftbelgnum á loftbelgur.is og er þegar kominn biðlisti. Flugmaðurinn lenti loftbelgnum fimlega á þjóðveginum við Gunnarsholt.Mynd/Matthías Sveinbjörnsson. Loftbelgnum verður flogið frá Hellu næstu daga eftir því sem veður leyfir í tengslum við flughátið sem hefst þar í kvöld með Íslandsmóti í lendingarkeppni. Annaðkvöld verður keppt í listflugi og drónakappflugi en einnig er keppt í svifflugi og fisflugi. Eftir að keppnisgreinum lýkur hefst hin eiginlega flughátíð á föstudag sem nær hápunkti með flugsýningu á laugardag milli klukkan 12 og 18. Þar er meðal annars von á danskri herþyrlu og stórri kafbátaleitarþotu af gerðinni Boeing P-8 Poseidon. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hér má sjá tilraun fréttamanns Stöðvar 2 í fyrra til að komast í loftbelgsflug í beinni útsendingu.
Fréttir af flugi Rangárþing ytra Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira