Fundu „pyntingarklefa“ í gegnum háleynilegt samskiptakerfi Kristín Ólafsdóttir skrifar 8. júlí 2020 08:54 Mynd innan úr pyntingarklefanum. Vísir/klefi Lögregla í Hollandi handtók sex karlmenn eftir að „pyntingarklefi“ fannst í pakkhúsi í þorpinu Wouwse plantage, nærri belgísku landamærunum, í síðasta mánuði. Lögregla hafði þó uppi á klefanum áður en misindismönnum tókst að pynta nokkurn í honum. Klefinn var útbúinn úr sjö hljóðeinangruðum gámum og í honum fundust ýmis pyntingartól: tannlæknastóll, handjárn, garðklippur, skurðhnífar og tangir – úrval verkfæra sem lögregla telur að hafi „líklega verið ætluð til að pynta fórnarlömb, eða í það minnsta til að beita þau þrýstingi“. Upptökur lögreglu úr klefanum má sjá hér fyrir neðan. Lögregla komst á sporið í gegnum samskiptakerfið Encro Chat. Með samvinnu nokkurra löggæslustofnana í Evrópu tókst lögreglu nýlega að brjótast inn í umrætt kerfi og hlera dulkóðuð samskipti glæpamanna sem þar fóru fram. Átta hundruð hafa hingað til verið handtekin í tengslum við þessar aðgerðir, flestir í Bretlandi, og á þriðja tonn fíkniefna, tugi vopna og milljarðar í reiðufé verið gerðir upptækir. Vísir fjallaði ítarlega um málið í síðustu viku. Myndir úr pyntingarklefanum höfðu farið milli manna í samskiptakerfinu. Klefanum var þar lýst sem „meðferðarherbergi“, auk þess sem persónuupplýsingum um möguleg fórnarlömb til „meðferðar“ í klefanum var deilt. Líkt og áður segir hafði lögregla uppi á klefanum áður en tókst að pynta nokkurt fórnarlamb í honum. Þeir sem ratað höfðu á pyntingarlista glæpamannanna voru jafnframt varaðir við í tæka tíð og fóru í felur. Holland Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Lögregla í Hollandi handtók sex karlmenn eftir að „pyntingarklefi“ fannst í pakkhúsi í þorpinu Wouwse plantage, nærri belgísku landamærunum, í síðasta mánuði. Lögregla hafði þó uppi á klefanum áður en misindismönnum tókst að pynta nokkurn í honum. Klefinn var útbúinn úr sjö hljóðeinangruðum gámum og í honum fundust ýmis pyntingartól: tannlæknastóll, handjárn, garðklippur, skurðhnífar og tangir – úrval verkfæra sem lögregla telur að hafi „líklega verið ætluð til að pynta fórnarlömb, eða í það minnsta til að beita þau þrýstingi“. Upptökur lögreglu úr klefanum má sjá hér fyrir neðan. Lögregla komst á sporið í gegnum samskiptakerfið Encro Chat. Með samvinnu nokkurra löggæslustofnana í Evrópu tókst lögreglu nýlega að brjótast inn í umrætt kerfi og hlera dulkóðuð samskipti glæpamanna sem þar fóru fram. Átta hundruð hafa hingað til verið handtekin í tengslum við þessar aðgerðir, flestir í Bretlandi, og á þriðja tonn fíkniefna, tugi vopna og milljarðar í reiðufé verið gerðir upptækir. Vísir fjallaði ítarlega um málið í síðustu viku. Myndir úr pyntingarklefanum höfðu farið milli manna í samskiptakerfinu. Klefanum var þar lýst sem „meðferðarherbergi“, auk þess sem persónuupplýsingum um möguleg fórnarlömb til „meðferðar“ í klefanum var deilt. Líkt og áður segir hafði lögregla uppi á klefanum áður en tókst að pynta nokkurt fórnarlamb í honum. Þeir sem ratað höfðu á pyntingarlista glæpamannanna voru jafnframt varaðir við í tæka tíð og fóru í felur.
Holland Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira