Gummi Ben sá fram á að missa annan fótinn: „Hnéð er fjórfalt og það er svart“ Stefán Árni Pálsson skrifar 9. júlí 2020 13:31 Gummi Ben fer um víðan völl í viðtalinu við Sölva Tryggvason. Árið 1996 þurfti fjölmiðlamaðurinn og fyrrum knattspyrnumaðurinn Guðmundur Benediktsson að fara í enn eina krossbandaaðgerðina. Hann segir frá því í Podcasti Sölva Tryggvasonar að litlu hafi munað að fjarlægja hefði þurft annan fót hans frá hné eftir aðgerðina. Guðmundur fékk mikla sýkingu eftir aðgerðina og var inniliggjandi á sjúkrahúsi í sex vikur eftir aðgerðina. Hann var mjög verkjaður í kjölfar aðgerðarinnar en var til að byrja með sendur heim. „Á þriðja degi var ég orðinn mjög verkjaður og hafði náð að sofa kannski í hálftíma. Þarna búum við á Nesinu og ég tek þá ákvörðun að skríða út í bíl og náði á einhvern ótrúlegan hátt að keyra upp á spítala. Þar er tekið á móti mér og kemur strax í ljós að hnéð er fjórfalt og það er svart. Hnéð var allt yfirfullt af drullu og þessi heljarinnar sýking sem hafði grasserað eftir aðgerðina,“ segir Gummi Ben en ferill hans sem knattspyrnumaður einkenndist af miklum meiðslum þrátt fyrir að hafa náð frábærum árangri. Klippa: Gummi Ben sá fram á að missa annan fótinn: Hnéð er fjórfalt og það er svart Í viðtalinu segir Gummi Ben að öll stærstu lið Evrópu hafi verið að fylgjast með honum frá fimmtán ára aldri. „Ég lá þarna inni í sex vikur og þá var mér tilkynnt að þeir væru alls ekkert viss um hvort þær næðu að losa sýkinguna úr án þess að vera með heljarinnar inngrip. Það væru sirka helmings líkur að þeir þyrftu að taka fótinn af við hné. Það eru ekkert sérstakar fréttir að fá, ég get alveg fullyrt það,“ segir Gummi en þetta er haustið 1996 og sumarið 1997 er hann aftur mættur út á fótboltavöllinn að spila með KR. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni. Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Árið 1996 þurfti fjölmiðlamaðurinn og fyrrum knattspyrnumaðurinn Guðmundur Benediktsson að fara í enn eina krossbandaaðgerðina. Hann segir frá því í Podcasti Sölva Tryggvasonar að litlu hafi munað að fjarlægja hefði þurft annan fót hans frá hné eftir aðgerðina. Guðmundur fékk mikla sýkingu eftir aðgerðina og var inniliggjandi á sjúkrahúsi í sex vikur eftir aðgerðina. Hann var mjög verkjaður í kjölfar aðgerðarinnar en var til að byrja með sendur heim. „Á þriðja degi var ég orðinn mjög verkjaður og hafði náð að sofa kannski í hálftíma. Þarna búum við á Nesinu og ég tek þá ákvörðun að skríða út í bíl og náði á einhvern ótrúlegan hátt að keyra upp á spítala. Þar er tekið á móti mér og kemur strax í ljós að hnéð er fjórfalt og það er svart. Hnéð var allt yfirfullt af drullu og þessi heljarinnar sýking sem hafði grasserað eftir aðgerðina,“ segir Gummi Ben en ferill hans sem knattspyrnumaður einkenndist af miklum meiðslum þrátt fyrir að hafa náð frábærum árangri. Klippa: Gummi Ben sá fram á að missa annan fótinn: Hnéð er fjórfalt og það er svart Í viðtalinu segir Gummi Ben að öll stærstu lið Evrópu hafi verið að fylgjast með honum frá fimmtán ára aldri. „Ég lá þarna inni í sex vikur og þá var mér tilkynnt að þeir væru alls ekkert viss um hvort þær næðu að losa sýkinguna úr án þess að vera með heljarinnar inngrip. Það væru sirka helmings líkur að þeir þyrftu að taka fótinn af við hné. Það eru ekkert sérstakar fréttir að fá, ég get alveg fullyrt það,“ segir Gummi en þetta er haustið 1996 og sumarið 1997 er hann aftur mættur út á fótboltavöllinn að spila með KR. Hér að neðan má sjá viðtalið í heild sinni.
Podcast með Sölva Tryggva Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning „Risa tilkynning“ Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira