The Great: Konungleg skemmtun Heiðar Sumarliðason skrifar 12. júlí 2020 09:26 Catherine the Great gefur feðraveldinu fingurinn. Ég er nú ekki sérlega mikið fyrir breskt efni um heldra fólk frá 18. öld, finnst það hreinlega drepleiðinlegt. Nýr tónn var þó sleginn þegar kvikmyndin The Favourite kom út árið 2018. Mér að óvörum var hún raunverulega skemmtileg, og byggt á því þótti mér óhætt að kíkja á þessa nýju þáttaröð The Great. Höfundurinn er nefnilega sá sami, breska leikskáldið og handritshöfundurinn Tony McNamara. Þættirnir eru þó ekki eftiröpun á myndinni, því McNamara tekur hér þær kómísku eindir sem mér líkaði best við í The Favourite, ýkir þær upp og úr verður hinn ánægjulegasti bræðingur. Ekki alveg sannleikanum samkvæmt The Great fjallar um „raunverulegt“ fólk og atburði, þ.e. þegar Sophia Augusta von Anhalt-Zerbst, ung aðalskona frá Prússlandi, var gefin Rússakeisaranum Peter III í hjónaband. Eftir brúðkaupið tók hún upp nafnið Catherine II, síðar kölluð Catherine the Great. Málverk af hjónunum sem The Great fjallar um. En líkt og fram kemur í upphafi hvers þáttar er mjög frjálslega farið með staðreyndir. Hér leikur Elle Fanning nítján ára útgáfu af Catherine, gjörsamlega hjartahreina og saklausa stúlku, sem gengur að eiga keisarann Peter III. Þetta er töluvert frábrugðið raunveruleikanum, því hún var 35 ára þegar þau giftust og þegar búin að eignast tvö börn. Því á hin saklausa Catherine þáttaraðarinnar fátt sameiginlegt með þeirri Catherine sem raunverulega giftist Peter III. Þetta er skiljanleg nálgun, enda mjög stutt síðan HBO gerði fjögurra þátta dramaseríu um keisaraynjuna, sem fór ekki mikið út fyrir raunveruleikann. Þessi nýstárlega nálgun gefur höfundinum einmitt það frelsi sem hann þarf til að gera þáttaröð um Catherine með erindi, gerólíkt því sem HBO-þáttaröðin bauð upp á. Hættið að drepa Svía! McNamara er með þær grunneindir sem prýða góð skrif á hreinu og áttar sig á þeim kostum sem aðalpersóna þarf að búa yfir. Catherine er ákveðin, með sín markmið á hreinu og lætur ekkert stöðva sig í að ná þeim. Líkt og vera ber, er hún ekki án galla, en hér er snúið skemmtilega upp á væntingar varðandi það. Það sem almennt teljast góðir mannkostir er það sem einmitt heldur aftur af því að hún nái markmiðum sínum. Hún lærir hins vegar hratt. Hún er svo umkringd persónum með ásetninga sem stríða gegn áætlunum hennar, hvort sem það eru óskir hennar um að binda enda á stríð við Svía, hrífa konurnar við hirðina eða mennta kynsystur sínar. McNamara tekst þannig að skapa hóp persóna sem passa vel saman og búa til þá dýnamík sem er hreyfiafl fyrir gott drama. Nicholas Hoult hefur stækkað ansi mikið síðan 2002. Reyndar er hann orðinn heilir 190 sentimetrar. Það eru fyrrum barnastjörnur sem fara með aðalhlutverkin tvö, þau Elle Fanning og Nicholas Hoult. Fanning var til að byrja með helst þekkt fyrir að vera litla systir Dakotu Fanning, en hefur nú tekið fram úr systur sinni, eftir leik í myndum á borð við Super 8. Hoult vakti fyrst athygli fyrir hlutverk sitt í About a Boy, gamanmynd Hughs Grants frá árinu 2002, þar sem hann lék drenginn sem titillinn vísar í. Þau standa sig bæði með prýði og leikgleðin skín af þeim. Kunnuglegt en ýkt Þó svo að sagan gerist á 18. öld eru nægar hliðstæður við þá tíma sem við búum á, enda var fólk í Rússlandi árið 1762 augljóslega gert úr nákvæmlega sömu efnum og mannfólkið sem byggir þessa jörð nú til dags. Því þó svo við eigum snjallsíma og pípulagnir fyrir úrganginn okkar, erum við enn með sömu hvatir og kenndir, það hefur ekki breyst. Við reynum enn að koma ár okkar sem best fyrir borð, enn skörum við eld að eigin köku og borðum hana án þess að deila. Enn erum við að fást við stéttakerfi, spillingu og kúgun, hvort sem hún á sér stað í pólitík, vinnustöðum eða innan veggja heimila. Ég held því að flest okkar ættum að geta séð atburði The Great sem metafóru fyrir eitthvað sem við höfum sjálf orðið vitni að, þó svo að framvinda og persónur séu í ýktara lagi. Frekar dæmigerð sena milli hjónanna. The Great er kannski ekki sjónvarpssería fyrir alla. Hún er gróf og ósmekkleg, um það verður ekki deilt. En þessi sjónvarpsrýnir skemmti sér þó konunglega. Þættirnir eru tíu talsins, en tilkynnt hefur verið að Hulu ætli sér að gera aðra þáttröð, því geta aðdáendur The Great farið að hlakka til. Þ.e.a.s. ef þessu Covid-ástandi lýkur einhvern tíma og tökur geta hafist á ný. Niðurstaða: Fjórar stjörnur. Skemmtileg og hugmyndarík útgáfa af sögunni um Catherine the Great. Hér að neðan er hægt að heyra Heiðar Sumarliðason og Snæbjörn Brynjarsson ræða The Great. Stjörnubíó er nú komið á Apple Podcasts og Spotify, því er um að gera að smella á subscribe og fá þáttinn beint í snjalltækið. Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Ég er nú ekki sérlega mikið fyrir breskt efni um heldra fólk frá 18. öld, finnst það hreinlega drepleiðinlegt. Nýr tónn var þó sleginn þegar kvikmyndin The Favourite kom út árið 2018. Mér að óvörum var hún raunverulega skemmtileg, og byggt á því þótti mér óhætt að kíkja á þessa nýju þáttaröð The Great. Höfundurinn er nefnilega sá sami, breska leikskáldið og handritshöfundurinn Tony McNamara. Þættirnir eru þó ekki eftiröpun á myndinni, því McNamara tekur hér þær kómísku eindir sem mér líkaði best við í The Favourite, ýkir þær upp og úr verður hinn ánægjulegasti bræðingur. Ekki alveg sannleikanum samkvæmt The Great fjallar um „raunverulegt“ fólk og atburði, þ.e. þegar Sophia Augusta von Anhalt-Zerbst, ung aðalskona frá Prússlandi, var gefin Rússakeisaranum Peter III í hjónaband. Eftir brúðkaupið tók hún upp nafnið Catherine II, síðar kölluð Catherine the Great. Málverk af hjónunum sem The Great fjallar um. En líkt og fram kemur í upphafi hvers þáttar er mjög frjálslega farið með staðreyndir. Hér leikur Elle Fanning nítján ára útgáfu af Catherine, gjörsamlega hjartahreina og saklausa stúlku, sem gengur að eiga keisarann Peter III. Þetta er töluvert frábrugðið raunveruleikanum, því hún var 35 ára þegar þau giftust og þegar búin að eignast tvö börn. Því á hin saklausa Catherine þáttaraðarinnar fátt sameiginlegt með þeirri Catherine sem raunverulega giftist Peter III. Þetta er skiljanleg nálgun, enda mjög stutt síðan HBO gerði fjögurra þátta dramaseríu um keisaraynjuna, sem fór ekki mikið út fyrir raunveruleikann. Þessi nýstárlega nálgun gefur höfundinum einmitt það frelsi sem hann þarf til að gera þáttaröð um Catherine með erindi, gerólíkt því sem HBO-þáttaröðin bauð upp á. Hættið að drepa Svía! McNamara er með þær grunneindir sem prýða góð skrif á hreinu og áttar sig á þeim kostum sem aðalpersóna þarf að búa yfir. Catherine er ákveðin, með sín markmið á hreinu og lætur ekkert stöðva sig í að ná þeim. Líkt og vera ber, er hún ekki án galla, en hér er snúið skemmtilega upp á væntingar varðandi það. Það sem almennt teljast góðir mannkostir er það sem einmitt heldur aftur af því að hún nái markmiðum sínum. Hún lærir hins vegar hratt. Hún er svo umkringd persónum með ásetninga sem stríða gegn áætlunum hennar, hvort sem það eru óskir hennar um að binda enda á stríð við Svía, hrífa konurnar við hirðina eða mennta kynsystur sínar. McNamara tekst þannig að skapa hóp persóna sem passa vel saman og búa til þá dýnamík sem er hreyfiafl fyrir gott drama. Nicholas Hoult hefur stækkað ansi mikið síðan 2002. Reyndar er hann orðinn heilir 190 sentimetrar. Það eru fyrrum barnastjörnur sem fara með aðalhlutverkin tvö, þau Elle Fanning og Nicholas Hoult. Fanning var til að byrja með helst þekkt fyrir að vera litla systir Dakotu Fanning, en hefur nú tekið fram úr systur sinni, eftir leik í myndum á borð við Super 8. Hoult vakti fyrst athygli fyrir hlutverk sitt í About a Boy, gamanmynd Hughs Grants frá árinu 2002, þar sem hann lék drenginn sem titillinn vísar í. Þau standa sig bæði með prýði og leikgleðin skín af þeim. Kunnuglegt en ýkt Þó svo að sagan gerist á 18. öld eru nægar hliðstæður við þá tíma sem við búum á, enda var fólk í Rússlandi árið 1762 augljóslega gert úr nákvæmlega sömu efnum og mannfólkið sem byggir þessa jörð nú til dags. Því þó svo við eigum snjallsíma og pípulagnir fyrir úrganginn okkar, erum við enn með sömu hvatir og kenndir, það hefur ekki breyst. Við reynum enn að koma ár okkar sem best fyrir borð, enn skörum við eld að eigin köku og borðum hana án þess að deila. Enn erum við að fást við stéttakerfi, spillingu og kúgun, hvort sem hún á sér stað í pólitík, vinnustöðum eða innan veggja heimila. Ég held því að flest okkar ættum að geta séð atburði The Great sem metafóru fyrir eitthvað sem við höfum sjálf orðið vitni að, þó svo að framvinda og persónur séu í ýktara lagi. Frekar dæmigerð sena milli hjónanna. The Great er kannski ekki sjónvarpssería fyrir alla. Hún er gróf og ósmekkleg, um það verður ekki deilt. En þessi sjónvarpsrýnir skemmti sér þó konunglega. Þættirnir eru tíu talsins, en tilkynnt hefur verið að Hulu ætli sér að gera aðra þáttröð, því geta aðdáendur The Great farið að hlakka til. Þ.e.a.s. ef þessu Covid-ástandi lýkur einhvern tíma og tökur geta hafist á ný. Niðurstaða: Fjórar stjörnur. Skemmtileg og hugmyndarík útgáfa af sögunni um Catherine the Great. Hér að neðan er hægt að heyra Heiðar Sumarliðason og Snæbjörn Brynjarsson ræða The Great. Stjörnubíó er nú komið á Apple Podcasts og Spotify, því er um að gera að smella á subscribe og fá þáttinn beint í snjalltækið.
Stjörnubíó Bíó og sjónvarp Mest lesið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Risa tilkynning“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Birgitta prinsessa er látin Lífið Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira