Haturshópar fá fjárstuðning frá bandaríska ríkinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. júlí 2020 16:13 Að minnsta kosti tíu svokallaðir haturshópar hafa fengið fjárhagslegan stuðning frá bandaríska ríkinu í kjölfar Covid. Getty/Jeffrey Greenberg Í það minnsta tíu félög sem hafa talað gegn svörtum, hinseginfólki og innflytjendum fengu stuðning frá sjóði bandarískra yfirvalda sem settur var á fót til að styðja við smá fyrirtæki og félög vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins. The Center for Immigration Studies, CIS, er einn þessara hópa sem baráttusamtökin Southern Poverty Law Center hafa flokkað sem haturshóp. Miðstöðin fékk um eina milljón Bandaríkjadala, að jafnvirði 141 milljóna íslenskra króna, úr stuðningssjóðnum. Árið 2017 birti Southern Poverty Law Center lista af meira en tvö þúsund tilfellum þar sem CIS hafði dreift ritum hvítra þjóðernissinna og áróðursritum gegn gyðingum. Félögin tíu sem öll hafa verið sökuð um hatursáróður fengu samtals um tíu milljónir Bandaríkjadala úr sjóðnum. Átta þeirra hafa verið skilgreind sem haturshópar af Southern Poverty Law Center. Einn hópanna hefur meðal annars haldið því fram að samkynhneigðir muni „eyðileggja plánetuna,“ og enn annar, sem heitir Concerned Women for America, segir það brot á stjórnarskránni að samkynja pör ali börn upp. Bandaríkin Kynþáttafordómar Hinsegin Tengdar fréttir Íslensku risarnir á umdeildasta samfélagsmiðlinum Hinn umdeildi samfélagsmiðill TikTok nýtur nú gríðarlegra vinsælda um allan heim. Embla Wigum og Arnar Gauti Arnarsson lýsa reynslu sinni af miðlinum. 9. júlí 2020 08:30 Öfgahægrimenn létu glepjast af gabbi á þjóðhátíðardaginn Hópar vopnaðra öfgahægrimanna söfnuðust saman á söguslóðum við Gettysburg í Bandaríkjunum á þjóðhátíðardaginn í gær vegna orðróma um að svonefndir andfasistar ætluðu sér að brenna bandaríska fána þar. Þar gripu þeir þó í tómt því fánabrennan virðist hafa verið samfélagsmiðlagabb. 5. júlí 2020 23:53 Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Fleiri fréttir Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Sjá meira
Í það minnsta tíu félög sem hafa talað gegn svörtum, hinseginfólki og innflytjendum fengu stuðning frá sjóði bandarískra yfirvalda sem settur var á fót til að styðja við smá fyrirtæki og félög vegna efnahagslegra afleiðinga kórónuveirufaraldursins. The Center for Immigration Studies, CIS, er einn þessara hópa sem baráttusamtökin Southern Poverty Law Center hafa flokkað sem haturshóp. Miðstöðin fékk um eina milljón Bandaríkjadala, að jafnvirði 141 milljóna íslenskra króna, úr stuðningssjóðnum. Árið 2017 birti Southern Poverty Law Center lista af meira en tvö þúsund tilfellum þar sem CIS hafði dreift ritum hvítra þjóðernissinna og áróðursritum gegn gyðingum. Félögin tíu sem öll hafa verið sökuð um hatursáróður fengu samtals um tíu milljónir Bandaríkjadala úr sjóðnum. Átta þeirra hafa verið skilgreind sem haturshópar af Southern Poverty Law Center. Einn hópanna hefur meðal annars haldið því fram að samkynhneigðir muni „eyðileggja plánetuna,“ og enn annar, sem heitir Concerned Women for America, segir það brot á stjórnarskránni að samkynja pör ali börn upp.
Bandaríkin Kynþáttafordómar Hinsegin Tengdar fréttir Íslensku risarnir á umdeildasta samfélagsmiðlinum Hinn umdeildi samfélagsmiðill TikTok nýtur nú gríðarlegra vinsælda um allan heim. Embla Wigum og Arnar Gauti Arnarsson lýsa reynslu sinni af miðlinum. 9. júlí 2020 08:30 Öfgahægrimenn létu glepjast af gabbi á þjóðhátíðardaginn Hópar vopnaðra öfgahægrimanna söfnuðust saman á söguslóðum við Gettysburg í Bandaríkjunum á þjóðhátíðardaginn í gær vegna orðróma um að svonefndir andfasistar ætluðu sér að brenna bandaríska fána þar. Þar gripu þeir þó í tómt því fánabrennan virðist hafa verið samfélagsmiðlagabb. 5. júlí 2020 23:53 Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27 Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Innlent Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Erlent Fleiri fréttir Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Forseti Brasilíu á gjörgæslu eftir heilaaðgerð Ákærður fyrir morð í New York Netanjahú ber vitni í spillingarmáli sínu Nóbelsverðlaunahafar mótmæla útnefningu Kennedy Sjá meira
Íslensku risarnir á umdeildasta samfélagsmiðlinum Hinn umdeildi samfélagsmiðill TikTok nýtur nú gríðarlegra vinsælda um allan heim. Embla Wigum og Arnar Gauti Arnarsson lýsa reynslu sinni af miðlinum. 9. júlí 2020 08:30
Öfgahægrimenn létu glepjast af gabbi á þjóðhátíðardaginn Hópar vopnaðra öfgahægrimanna söfnuðust saman á söguslóðum við Gettysburg í Bandaríkjunum á þjóðhátíðardaginn í gær vegna orðróma um að svonefndir andfasistar ætluðu sér að brenna bandaríska fána þar. Þar gripu þeir þó í tómt því fánabrennan virðist hafa verið samfélagsmiðlagabb. 5. júlí 2020 23:53
Rasískir undirtónar Trump skjóta repúblikönum skelk í bringu Frammámenn í Repúblikanaflokknum er sagðir óttast um afdrif flokksins í kosningum í haust vegna þess hversu hart Donald Trump forseti gengur nú fram í að ala á kynþáttaóróa í landinu. 4. júlí 2020 23:27