Atvinnutekjur kvenna 1,8 milljónum krónum lægri en karla árið 2019 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. júlí 2020 15:06 Frá Kvennafrídeginum árið 2018. Vísir/Vilhelm Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir það mikið áhyggjuefni að meðallaun kvenna séu mun lægri en meðallaun karla enn þann dag í dag. Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands kemur fram að munur á atvinnutekjum allra kvenna og karla árið 2019 voru 1,8 milljónir króna. Meðaltal atvinnutekna karla á öllum aldri árið 2019 voru 5,8 milljónir króna á ári á meðan meðaltal atvinnutekna kvenna á öllum aldri á sama tímabili voru rúmar fjórar milljónir samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Launamismunurinn var þá um 1,8 milljónir króna á ári milli kynja eða 31 prósent. Meðaltal atvinnutekna kynjanna árin 2018 og 2019. Bæði eru meðalatvinnutekjur allra aldurshópa skoðaðar og svo sérstaklega aldurshóparnir 45-49 ára, 50-54 ára og 55-59 ára, sem almennt eru tekjuhæstu aldurshóparnir.Hagstofa Íslands/skjáskot Þá var meðaltal heildartekna karla á árinu 7,7 milljónir á ári en rétt rúmar 6 milljónir meðal kvenna. Mismunur á heildartekjum karla og kvenna að meðaltali á ári í fyrra voru því 1,7 milljónir króna eða 21,6 prósent. Heildartekjur hjá körlum á aldrinum 45 til 54 ára um 10,3 milljónir á ári en meðal kvenna í sama aldurshópi voru tekjurnar um 7,8 milljónir á ári. Meðaltöl heildartekna kynjanna áriðn 2018 og 2019.Hagstofa Íslands/skjáskot Launamunurinn hefur ekki mikið breyst milli ára en árið 2018 mismunur milli kynjanna á atvinnutekjum 1,8 milljónir eins og nú í ár og um 1,6 milljóna króna mismunur á heildartekjum. Konur vinni mikla ólaunaða vinnu fyrir fjölskylduna og samfélagið í heild „Við í femínísku hreyfingunni teljum að þetta séu tölur sem eigi að líta til þegar talað er um launamun kynjanna. Þegar fólk talar um launamun er oftast verið að ræða mun þegar reiknað er út frá klukkustund en þegar heildartekjurnar eru skoðaðar þá birtist munur sem við sjáum ekki í útreiknuðum launamun sem stjórnvöld birta reglulega,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Hún segir þá sjást að konur vinni að meðaltali færri klukkustundir á mánuði en karlar og því sjáist munur þegar heildartekjurnar eru skoðaðar. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.Aðsend/Carolina Salas Muñoz „Þessi munur kemur auðvitað ekkert til vegna þess að konur eru eitthvað latari en karlar og nenni ekki að vinna eins mikið,“ segir Brynhildur. „Þessi munur á heildartekjum kemur til vegna þess að konur eru að vinna gífurlega mikla ólaunaða vinnu fyrir samfélagið og fyrir fjölskylduna.“ „Það eru þær sem eru að vinna styttri vinnutíma til að sækja börnin í leikskóla og í skóla, til þess að sinna umönnun fjölskyldu og aldraðra. Þess vegna kemur þessi munur til,“ segir Brynhildur. Þá bendir hún á að þessi tekjumunur komi ekki aðeins niður á konum í dag heldur muni hafa áhrif á lífeyrisréttindi þeirra síðar meir. „Konur sem vinna styttri vinnutíma til að vinna alla þessa ólaunuðu vinnu eiga von á lægri lífeyristekjum þegar þær fara á eftirlaun en karlar. Þetta er stórvægilegt vandamál.“ Jafnréttismál Félagsmál Tengdar fréttir Gagnast lenging fæðingarorlofs öllum? Á síðustu starfsdögum sínum fyrir jól lögfesti Alþingi lengingu fæðingarorlofs á Íslandi úr níu mánuðum í tíu og er stefnan að lengja það í tólf mánuði árið 2021. 11. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands segir það mikið áhyggjuefni að meðallaun kvenna séu mun lægri en meðallaun karla enn þann dag í dag. Í nýjum tölum frá Hagstofu Íslands kemur fram að munur á atvinnutekjum allra kvenna og karla árið 2019 voru 1,8 milljónir króna. Meðaltal atvinnutekna karla á öllum aldri árið 2019 voru 5,8 milljónir króna á ári á meðan meðaltal atvinnutekna kvenna á öllum aldri á sama tímabili voru rúmar fjórar milljónir samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Launamismunurinn var þá um 1,8 milljónir króna á ári milli kynja eða 31 prósent. Meðaltal atvinnutekna kynjanna árin 2018 og 2019. Bæði eru meðalatvinnutekjur allra aldurshópa skoðaðar og svo sérstaklega aldurshóparnir 45-49 ára, 50-54 ára og 55-59 ára, sem almennt eru tekjuhæstu aldurshóparnir.Hagstofa Íslands/skjáskot Þá var meðaltal heildartekna karla á árinu 7,7 milljónir á ári en rétt rúmar 6 milljónir meðal kvenna. Mismunur á heildartekjum karla og kvenna að meðaltali á ári í fyrra voru því 1,7 milljónir króna eða 21,6 prósent. Heildartekjur hjá körlum á aldrinum 45 til 54 ára um 10,3 milljónir á ári en meðal kvenna í sama aldurshópi voru tekjurnar um 7,8 milljónir á ári. Meðaltöl heildartekna kynjanna áriðn 2018 og 2019.Hagstofa Íslands/skjáskot Launamunurinn hefur ekki mikið breyst milli ára en árið 2018 mismunur milli kynjanna á atvinnutekjum 1,8 milljónir eins og nú í ár og um 1,6 milljóna króna mismunur á heildartekjum. Konur vinni mikla ólaunaða vinnu fyrir fjölskylduna og samfélagið í heild „Við í femínísku hreyfingunni teljum að þetta séu tölur sem eigi að líta til þegar talað er um launamun kynjanna. Þegar fólk talar um launamun er oftast verið að ræða mun þegar reiknað er út frá klukkustund en þegar heildartekjurnar eru skoðaðar þá birtist munur sem við sjáum ekki í útreiknuðum launamun sem stjórnvöld birta reglulega,“ segir Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Hún segir þá sjást að konur vinni að meðaltali færri klukkustundir á mánuði en karlar og því sjáist munur þegar heildartekjurnar eru skoðaðar. Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir, framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.Aðsend/Carolina Salas Muñoz „Þessi munur kemur auðvitað ekkert til vegna þess að konur eru eitthvað latari en karlar og nenni ekki að vinna eins mikið,“ segir Brynhildur. „Þessi munur á heildartekjum kemur til vegna þess að konur eru að vinna gífurlega mikla ólaunaða vinnu fyrir samfélagið og fyrir fjölskylduna.“ „Það eru þær sem eru að vinna styttri vinnutíma til að sækja börnin í leikskóla og í skóla, til þess að sinna umönnun fjölskyldu og aldraðra. Þess vegna kemur þessi munur til,“ segir Brynhildur. Þá bendir hún á að þessi tekjumunur komi ekki aðeins niður á konum í dag heldur muni hafa áhrif á lífeyrisréttindi þeirra síðar meir. „Konur sem vinna styttri vinnutíma til að vinna alla þessa ólaunuðu vinnu eiga von á lægri lífeyristekjum þegar þær fara á eftirlaun en karlar. Þetta er stórvægilegt vandamál.“
Jafnréttismál Félagsmál Tengdar fréttir Gagnast lenging fæðingarorlofs öllum? Á síðustu starfsdögum sínum fyrir jól lögfesti Alþingi lengingu fæðingarorlofs á Íslandi úr níu mánuðum í tíu og er stefnan að lengja það í tólf mánuði árið 2021. 11. febrúar 2020 08:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Sjá meira
Gagnast lenging fæðingarorlofs öllum? Á síðustu starfsdögum sínum fyrir jól lögfesti Alþingi lengingu fæðingarorlofs á Íslandi úr níu mánuðum í tíu og er stefnan að lengja það í tólf mánuði árið 2021. 11. febrúar 2020 08:00