Fiat Chrysler og Peugeot sameinast í Stellantis Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 16. júlí 2020 07:00 Fiat Chrysler og Peugeot sömdu um jafnan samruna á síðasta ári sem mun búa til einn stærsta bílaframleiðanda í heimi. Markmiðið er að ljúka samrunanum snemma á næsta ári. Þegar samrunanum lýkur munu félögin starfa undir nafninu Stellantis, sem samkvæmt tilkynningu frá félögunum á rætur að rekja til latínu. Orðið stello þýðir stjörnubjart. Hugmyndin er samkvæmt tilkynningunni að fanga anda innan þeirra fyrirtækja sem verða að Stellantis og segja þau að það sé bjartsýni, kraftur og endurnýjun sem einkenni félögin. Stellantis verður rekstrarfélag sem heldur utan um þessi vörumerki: Citroen, DS, Peugeot, Opel, Fiat, Alfa Romeo, Maserati og Jeep. Þau munu vera óbreytt og þeirra framboð mun raunar ekki breytast að minnsta kosti fyrst um sinn. Samruninn er til skoðunar hjá Evrópusambandinu. Það kvikna ýmis álitamál um samkeppni þegar svona félag verður til. Áætlað er að Stellantis verði með 34% markaðshlutdeild innan Evrópusambandsins. Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent
Fiat Chrysler og Peugeot sömdu um jafnan samruna á síðasta ári sem mun búa til einn stærsta bílaframleiðanda í heimi. Markmiðið er að ljúka samrunanum snemma á næsta ári. Þegar samrunanum lýkur munu félögin starfa undir nafninu Stellantis, sem samkvæmt tilkynningu frá félögunum á rætur að rekja til latínu. Orðið stello þýðir stjörnubjart. Hugmyndin er samkvæmt tilkynningunni að fanga anda innan þeirra fyrirtækja sem verða að Stellantis og segja þau að það sé bjartsýni, kraftur og endurnýjun sem einkenni félögin. Stellantis verður rekstrarfélag sem heldur utan um þessi vörumerki: Citroen, DS, Peugeot, Opel, Fiat, Alfa Romeo, Maserati og Jeep. Þau munu vera óbreytt og þeirra framboð mun raunar ekki breytast að minnsta kosti fyrst um sinn. Samruninn er til skoðunar hjá Evrópusambandinu. Það kvikna ýmis álitamál um samkeppni þegar svona félag verður til. Áætlað er að Stellantis verði með 34% markaðshlutdeild innan Evrópusambandsins.
Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent