Deila um fyrirkomulag stuðningssjóðs vegna veirunnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. júlí 2020 11:58 Angela Merkel, kanslari Þýskalands, Emmanuel Macron Frakklandsforseti og Charles Michael, forseti Evrópuráðsins. Þau tvö fyrrnefndu hafa bæði lýst yfir stuðningi við tillöguna um sjóðinn í núverandi mynd. Stephanie Lecocq/AP Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag í fyrsta sinn augliti til auglitis frá því kórónuveirufaraldurinn fór að láta á sér kræla í Evrópu. Viðfangsefni fundar þeirra, sem fram fer í Brussel, er tillaga um stofnun sjóðs til stuðnings aðildarríkja í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Tillagan sem Evrópusambandsríkin koma til með að ræða á fundinum í dag og á morgun, snýr að stofnun 750 milljarða Evra hjálparsjóðs til handa þeirra Evrópuríkja sem hvað verst eru leikin eftir faraldurinn. Eitt helsta deiluefni ríkjanna er hversu stór hluti sjóðsins, sem kæmi til með að nema rúmlega 120 þúsund milljörðum króna, skuli greiddur út í styrkjum eða lánum. Fyrirliggjandi tillaga hljóðar upp á 500 milljarða Evra styrki og 250 milljarða Evra lán. Bæði Frakkland og Þýskaland hafa lýst yfir stuðningi við fyrirkomulagið eins og það lítur út í dag. Þó er langur vegur frá að öll ríki sambandsins séu á einu máli. Nokkuð langt er á milli aðila, en þó nokkur ríki hafa lýst því yfir að þau vilji hafa sitt að segja um hvernig fjármunum verður deilt út úr sjóðnum. Meðal þeirra ríkja eru Austurríki, Danmörk og Svíþjóð. Hollendingar hafa þá verið hvað harðastir í afstöðu sinni, en ríkið hefur kallað eftir því að hvert ríki geti haft neitunarvald um hvernig fjármunum úr sjóðnum er varið hverju sinni. Ríki sunnar í álfunni, meðal annars Ítalía og Spánn, sem hafa komið heldur illa út úr faraldrinum, telja þessi sjónarmið óviðeigandi og segja þau hægja á allri aðstoð til bágstaddari ríkja. Ítalía og Spánn eru einmitt á meðal þeirra ríkja sem þrýst hafa á að ákvörðun um sjóðinn og fyrirkomulag greiðslu úr honum verði afgreitt hratt, og að ekki verði gerðar of miklar málamiðlanir á kostnað ríkja sem hafa farið illa í faraldrinum. Covid-19 hefur dregið hefur 35 þúsund manns til dauða á Ítalíu og rúmlega 28 þúsund á Spáni. Samkvæmt núverandi tillögu yrðu það Ítalía og Spánn sem fengju hvað mesta fjármuni úr sjóðnum. Þannig fengi Ítalía tæpa 82 milljarða Evra og Spánn rúma 77. Næst á eftir koma Frakkland og Pólland með tæpa 40 milljarða hvort um sig. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagðist í morgun ekki vongóð um að samkomulag myndi nást í viðræðunum. Það væri ákjósanlegt, en aðilar yrðu að vera raunsæir í væntingum sínum. Eins sagði hún liggja fyrir að einhverjir aðila þyrftu að gera málamiðlanir ef samningaviðræðurnar ættu að skila árangri. Þá hefur breska ríkisútvarpið eftir Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, að þótt viðræðurnar yrðu erfiðar mættu ríkin ekki missa sjónar á heildarmyndinni, þar sem Evrópa stæði frammi fyrir stærstu efnahagskrísu síðan í seinni heimsstyrjöld. Evrópusambandið Frakkland Þýskaland Holland Spánn Austurríki Ítalía Svíþjóð Danmörk Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Leiðtogar Evrópusambandsríkjanna hittast í dag í fyrsta sinn augliti til auglitis frá því kórónuveirufaraldurinn fór að láta á sér kræla í Evrópu. Viðfangsefni fundar þeirra, sem fram fer í Brussel, er tillaga um stofnun sjóðs til stuðnings aðildarríkja í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Tillagan sem Evrópusambandsríkin koma til með að ræða á fundinum í dag og á morgun, snýr að stofnun 750 milljarða Evra hjálparsjóðs til handa þeirra Evrópuríkja sem hvað verst eru leikin eftir faraldurinn. Eitt helsta deiluefni ríkjanna er hversu stór hluti sjóðsins, sem kæmi til með að nema rúmlega 120 þúsund milljörðum króna, skuli greiddur út í styrkjum eða lánum. Fyrirliggjandi tillaga hljóðar upp á 500 milljarða Evra styrki og 250 milljarða Evra lán. Bæði Frakkland og Þýskaland hafa lýst yfir stuðningi við fyrirkomulagið eins og það lítur út í dag. Þó er langur vegur frá að öll ríki sambandsins séu á einu máli. Nokkuð langt er á milli aðila, en þó nokkur ríki hafa lýst því yfir að þau vilji hafa sitt að segja um hvernig fjármunum verður deilt út úr sjóðnum. Meðal þeirra ríkja eru Austurríki, Danmörk og Svíþjóð. Hollendingar hafa þá verið hvað harðastir í afstöðu sinni, en ríkið hefur kallað eftir því að hvert ríki geti haft neitunarvald um hvernig fjármunum úr sjóðnum er varið hverju sinni. Ríki sunnar í álfunni, meðal annars Ítalía og Spánn, sem hafa komið heldur illa út úr faraldrinum, telja þessi sjónarmið óviðeigandi og segja þau hægja á allri aðstoð til bágstaddari ríkja. Ítalía og Spánn eru einmitt á meðal þeirra ríkja sem þrýst hafa á að ákvörðun um sjóðinn og fyrirkomulag greiðslu úr honum verði afgreitt hratt, og að ekki verði gerðar of miklar málamiðlanir á kostnað ríkja sem hafa farið illa í faraldrinum. Covid-19 hefur dregið hefur 35 þúsund manns til dauða á Ítalíu og rúmlega 28 þúsund á Spáni. Samkvæmt núverandi tillögu yrðu það Ítalía og Spánn sem fengju hvað mesta fjármuni úr sjóðnum. Þannig fengi Ítalía tæpa 82 milljarða Evra og Spánn rúma 77. Næst á eftir koma Frakkland og Pólland með tæpa 40 milljarða hvort um sig. Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sagðist í morgun ekki vongóð um að samkomulag myndi nást í viðræðunum. Það væri ákjósanlegt, en aðilar yrðu að vera raunsæir í væntingum sínum. Eins sagði hún liggja fyrir að einhverjir aðila þyrftu að gera málamiðlanir ef samningaviðræðurnar ættu að skila árangri. Þá hefur breska ríkisútvarpið eftir Kyriakos Mitsotakis, forsætisráðherra Grikklands, að þótt viðræðurnar yrðu erfiðar mættu ríkin ekki missa sjónar á heildarmyndinni, þar sem Evrópa stæði frammi fyrir stærstu efnahagskrísu síðan í seinni heimsstyrjöld.
Evrópusambandið Frakkland Þýskaland Holland Spánn Austurríki Ítalía Svíþjóð Danmörk Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira