Biskup braut jafnréttislög Sylvía Hall skrifar 18. júlí 2020 14:44 Agnes M. Sigurðardóttir biskup. Vísir/Baldur Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að biskup Íslands hafi brotið jafnréttislög þegar karl var skipaður í embætti sóknarprests í Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakalli. Ursula Árnadóttir, sem kærði ráðninguna var á meðal þriggja umsækjenda og jafnframt eina konan sem sótti um embættið. Staðan var auglýst til umsóknar þann 27. maí á síðasta ári og var skipað í stöðuna þann 30. ágúst. Ursula kærði ráðninguna þann 26. febrúar síðastliðinn. Í umsóknarferlinu voru umsækjendur boðaðir á fund sautján manna kjörnefndar prestakallsins sem á endanum greiddi atkvæði. Atkvæðagreiðslan var leynileg en sá sem hlaut skipunina fékk fjórtán, Ursula tvö og þriðji umsækjandinn eitt atkvæði. Í ítarlegri samantekt þriggja manna matsnefndar var niðurstaðan sú að Ursula hefði verið hæfasti umsækjandinn. Það hafi því verið leiddar nægar líkur að því að henni hefði verið mismunað á grundvelli kyns við ráðninguna þar sem ekki hafi tekist að sýna fram á aðrar ástæður fyrir mismununinni. Þjóðkirkjan tekur úrskurðinum alvarlega Í yfirlýsingu frá Þjóðkirkjunni vegna málsins segir að úrskurðinn megi túlka á þann veg að núverandi starfsreglur standist ekki jafnréttislög. Því muni biskup reyna að koma því til leiðar að breytingar verði á starfsreglum, enda sé mikilvægt að kirkjan fari eftir jafnréttislögum. Þá segir í yfirlýsingunni að úrskurðinum sé tekið alvarlega og af auðmýkt og kirkjan ætli sér að draga lærdóm af málinu. Verkferlar og starfsreglur verði endurskoðaðar líkt og áður sagði og jafnréttisfulltrúi muni, ásamt jafnréttisnefnd, rýna úrskurðinn og koma með tillögur að úrbótum. Kirkjuþing kemur saman í september og þá fyrst verði hægt að koma breytingum í framkvæmd. „Niðurstaða kærunefndar jafnréttismála er biskupi Íslands þungbær. Varðandi þetta mál er hugur biskups Íslands hjá sr. Ursulu Árnadóttur og mun kalla hana á sinn fund til að ræða framhaldið.“ Þjóðkirkjan Jafnréttismál Trúmál Stjórnsýsla Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira
Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að þeirri niðurstöðu að biskup Íslands hafi brotið jafnréttislög þegar karl var skipaður í embætti sóknarprests í Garða- og Hvalfjarðarstrandarprestakalli. Ursula Árnadóttir, sem kærði ráðninguna var á meðal þriggja umsækjenda og jafnframt eina konan sem sótti um embættið. Staðan var auglýst til umsóknar þann 27. maí á síðasta ári og var skipað í stöðuna þann 30. ágúst. Ursula kærði ráðninguna þann 26. febrúar síðastliðinn. Í umsóknarferlinu voru umsækjendur boðaðir á fund sautján manna kjörnefndar prestakallsins sem á endanum greiddi atkvæði. Atkvæðagreiðslan var leynileg en sá sem hlaut skipunina fékk fjórtán, Ursula tvö og þriðji umsækjandinn eitt atkvæði. Í ítarlegri samantekt þriggja manna matsnefndar var niðurstaðan sú að Ursula hefði verið hæfasti umsækjandinn. Það hafi því verið leiddar nægar líkur að því að henni hefði verið mismunað á grundvelli kyns við ráðninguna þar sem ekki hafi tekist að sýna fram á aðrar ástæður fyrir mismununinni. Þjóðkirkjan tekur úrskurðinum alvarlega Í yfirlýsingu frá Þjóðkirkjunni vegna málsins segir að úrskurðinn megi túlka á þann veg að núverandi starfsreglur standist ekki jafnréttislög. Því muni biskup reyna að koma því til leiðar að breytingar verði á starfsreglum, enda sé mikilvægt að kirkjan fari eftir jafnréttislögum. Þá segir í yfirlýsingunni að úrskurðinum sé tekið alvarlega og af auðmýkt og kirkjan ætli sér að draga lærdóm af málinu. Verkferlar og starfsreglur verði endurskoðaðar líkt og áður sagði og jafnréttisfulltrúi muni, ásamt jafnréttisnefnd, rýna úrskurðinn og koma með tillögur að úrbótum. Kirkjuþing kemur saman í september og þá fyrst verði hægt að koma breytingum í framkvæmd. „Niðurstaða kærunefndar jafnréttismála er biskupi Íslands þungbær. Varðandi þetta mál er hugur biskups Íslands hjá sr. Ursulu Árnadóttur og mun kalla hana á sinn fund til að ræða framhaldið.“
Þjóðkirkjan Jafnréttismál Trúmál Stjórnsýsla Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Sjá meira