„Sé ekki fyrir mér að kjaradeila við einstaka stéttir verði tilefni sérstakrar umfjöllunar í ríkisstjórn“ Birgir Olgeirsson skrifar 18. júlí 2020 18:30 Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Fjármálaráðherra sér ekki fyrir sér að kjaradeila flugfreyja verði tilefni til sérstakrar umfjöllunar í ríkisstjórn. Formaður velferðarnefndar segir ríkisstjórnina eiga að senda flugfélaginu þau skilaboð að hegðun félagsins í garð flugfreyja verði ekki liðin. Icelandair sleit í gær kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og ætlar að semja við nýjan samningsaðila. Formaður Flugfreyjufélagsins gerir ráð fyrir að kjaradeilan endi á borði ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir þó að ríkisstjórnin hafi enga aðkomu að kjaraviðræðum Icelandair. Í skriflegu svari ráðherra til fréttastofu segir að ríkisstjórnin fylgist með framvindu fjárhagslegrar endurskipulagningar flugfélagsins en lengra nái það ekki. „Ríkisstjórnin hefur fylgst vel með framvindu vinnunnar við fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair, en hefur enga aðkomu að samskiptum félagsins við kröfuhafa eða hluthafa og er ekki aðili að kjaraviðræðum félagsins. Það eru samningar á almennum markaði sem verða að hafa sinn gang. Ég sé ekki fyrir mér að kjaradeila við einstaka stéttir verði tilefni sérstakrar umfjöllunar í ríkisstjórn,“ segir í svari Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. Mikið sé í húfi að samgöngur við landið verði öflugar í framtíðinni. Á þeim grundvelli hafi ríkisstjórnin veitt vilyrði um fyrirgreiðslu til félagsins, gangi fjárhagsleg endurskipulagning eftir. „Það er mikið í húfi fyrir samfélagið allt að samgöngur við landið verði öflugar í framtíðinni og það var á þeim grundvelli sem ríkisstjórnin veitti vilyrði um fyrirgreiðslu til félagsins, að því gefnu að áform um fjárhagslega endurskipulagningu gangi eftir. Það gerðum við í ljósi mikilvægis félagsins fyrir samgöngukerfi landsins og þeirra sérstöku aðstæðna sem skapast hafa. Við munum áfram fylgjast vel með.“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir útspil Icelandair ömurlega aðför að verkalýðshreyfingunni. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm „Og forstjóri Icelandair lét fylgja með að hann væri til í að gera samninga við hverja og eina flugfreyju til hliðar við félagið og kljúfa þannig samstöðuna. Þetta er gróf aðför að verkalýðshreyfingunni. Maður getur ímyndað sér hvernig þetta verður í framhaldinu. Það eru lausir samningar víða og verður þetta bara línan? Að stóri og sterki aðilinn á markaði sparki si svona í stéttarfélag og lætur eins og samstaðan skipti ekki máli,“ segir Helga Vala. Henni finnst skrýtið að heyra lítið frá ríkisstjórninni. „Ríkisstjórnin er með á sínu borði að veita umtalsverðan viðbótarstuðning við þetta einstaka félag. Þær aðgerðir sem við samþykktum á Alþingi í vor og ríkisstjórnin fór snerust meira og minna um að bjarga Icelandair, þessu stóra og mikilvæga félagi í íslensku samfélagi. Þá getur ríkisstjórnin auðvitað sent þessu félagi skýr skilaboð að svona kemur maður ekki fram við vinnandi stéttir í kjarabaráttu. Flugfreyjur hafa verið samningslausar í tvö ár og þetta er óboðleg framkoma. Mér finnst að ríkisstjórnin eigi að senda skýr skilaboð núna til Icelandair um að þetta sé ekki liðið, þessi framkoma, því að stuðningi við félagið er ekki lokið,“ segir Helga Vala. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Sjá meira
Fjármálaráðherra sér ekki fyrir sér að kjaradeila flugfreyja verði tilefni til sérstakrar umfjöllunar í ríkisstjórn. Formaður velferðarnefndar segir ríkisstjórnina eiga að senda flugfélaginu þau skilaboð að hegðun félagsins í garð flugfreyja verði ekki liðin. Icelandair sleit í gær kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og ætlar að semja við nýjan samningsaðila. Formaður Flugfreyjufélagsins gerir ráð fyrir að kjaradeilan endi á borði ríkisstjórnarinnar. Fjármálaráðherra segir þó að ríkisstjórnin hafi enga aðkomu að kjaraviðræðum Icelandair. Í skriflegu svari ráðherra til fréttastofu segir að ríkisstjórnin fylgist með framvindu fjárhagslegrar endurskipulagningar flugfélagsins en lengra nái það ekki. „Ríkisstjórnin hefur fylgst vel með framvindu vinnunnar við fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair, en hefur enga aðkomu að samskiptum félagsins við kröfuhafa eða hluthafa og er ekki aðili að kjaraviðræðum félagsins. Það eru samningar á almennum markaði sem verða að hafa sinn gang. Ég sé ekki fyrir mér að kjaradeila við einstaka stéttir verði tilefni sérstakrar umfjöllunar í ríkisstjórn,“ segir í svari Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra. Mikið sé í húfi að samgöngur við landið verði öflugar í framtíðinni. Á þeim grundvelli hafi ríkisstjórnin veitt vilyrði um fyrirgreiðslu til félagsins, gangi fjárhagsleg endurskipulagning eftir. „Það er mikið í húfi fyrir samfélagið allt að samgöngur við landið verði öflugar í framtíðinni og það var á þeim grundvelli sem ríkisstjórnin veitti vilyrði um fyrirgreiðslu til félagsins, að því gefnu að áform um fjárhagslega endurskipulagningu gangi eftir. Það gerðum við í ljósi mikilvægis félagsins fyrir samgöngukerfi landsins og þeirra sérstöku aðstæðna sem skapast hafa. Við munum áfram fylgjast vel með.“ Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis, segir útspil Icelandair ömurlega aðför að verkalýðshreyfingunni. Helga Vala Helgadóttir, formaður velferðarnefndar Alþingis. Vísir/Vilhelm „Og forstjóri Icelandair lét fylgja með að hann væri til í að gera samninga við hverja og eina flugfreyju til hliðar við félagið og kljúfa þannig samstöðuna. Þetta er gróf aðför að verkalýðshreyfingunni. Maður getur ímyndað sér hvernig þetta verður í framhaldinu. Það eru lausir samningar víða og verður þetta bara línan? Að stóri og sterki aðilinn á markaði sparki si svona í stéttarfélag og lætur eins og samstaðan skipti ekki máli,“ segir Helga Vala. Henni finnst skrýtið að heyra lítið frá ríkisstjórninni. „Ríkisstjórnin er með á sínu borði að veita umtalsverðan viðbótarstuðning við þetta einstaka félag. Þær aðgerðir sem við samþykktum á Alþingi í vor og ríkisstjórnin fór snerust meira og minna um að bjarga Icelandair, þessu stóra og mikilvæga félagi í íslensku samfélagi. Þá getur ríkisstjórnin auðvitað sent þessu félagi skýr skilaboð að svona kemur maður ekki fram við vinnandi stéttir í kjarabaráttu. Flugfreyjur hafa verið samningslausar í tvö ár og þetta er óboðleg framkoma. Mér finnst að ríkisstjórnin eigi að senda skýr skilaboð núna til Icelandair um að þetta sé ekki liðið, þessi framkoma, því að stuðningi við félagið er ekki lokið,“ segir Helga Vala.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Icelandair Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Sjá meira