Ákvörðun Icelandair lögleg að mati sérfræðings í vinnurétti Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 18. júlí 2020 19:25 Mikil umræða hefur skapast meðal verkalýðshreyfingarinnar vegna ákvörðunar Icelandair. Lögmaður ASÍ segir ákvörðunina brjóta gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Sérfræðingur í vinnurétti segir það langsótt. „Mér finnst þetta svolítið langsótt að flokka þetta undir þá ákvörðun vegna þess að mér sýnist þessi ákvörðun hjá Ielandair vera einhvers konar neyðarréttarleg ákvörðun. Að ef þeir geri þetta ekki þá horfi þeir fram á slíkt fjárhagslegt tjón að það valdi gjaldþroti,“ sagði Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti. Ákvörðun atvinnurekandans sé í fljótu bragði ekki þess eðlis að hafa áhrif á vinnudeilur. Lára V. Júlíusdóttir er hæstaréttarlögmaður.AÐSEND „Hann getur ekki haft starfsmann í starfi á þessum kjörum og því er honum sú leið ein fær önnur en að lýsa til gjaldþrota,“ sagði Lára. Hún segir að forgangsákvæði kjarasamnings Flugfreyjufélagsins og Icelandair sem rann út árið 2018 gæti komið í veg fyrir að Icelandair geti samið við annan aðila en Flugfreyjufélagið. „Þetta þýðir það að atvinnurekandi má ekki ráða aðra til starfsins en hann verður að láta félagsmenn í Flugfreyjufélaginu ganga fyrir. Þetta forgangsréttarákvæði virkar þannig að á meðan það er í gildi þá geta samtök atvinnulífsins ekki gert samning við eitthvert annað félag um þessi sömu störf.“ „Ef Flugfreyjufélagið er ekki til viðræðna lengur þá er það spurning hvort að Icelandair sé bundið þessum forgangsréttarákvæðum,“ sagði Lára. Icelandair Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Icelandair hafi skipulega brotið upp FFÍ til að ganga í augun á fjárfestum Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, fer hörðum orðum um stjórnendur Icelandair á Facebook-síðu sinni í gær. 18. júlí 2020 11:41 Getur ekki orða bundist vegna deilna Icelandair og flugfreyja: „Verkalýðsforkólfar fara nú hamförum“ Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, segir verkalýðsforystuna fara hamförum í ummælum um mál Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands. 17. júlí 2020 22:41 Flugfreyjur boða allsherjarverkfall Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar flugfreyja hefst klukkan 10 að morgni 24. júlí næstkomandi og mun henni ljúka klukkan 12 á hádegi þann 27. júlí. 17. júlí 2020 18:10 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Mikil umræða hefur skapast meðal verkalýðshreyfingarinnar vegna ákvörðunar Icelandair. Lögmaður ASÍ segir ákvörðunina brjóta gegn lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Sérfræðingur í vinnurétti segir það langsótt. „Mér finnst þetta svolítið langsótt að flokka þetta undir þá ákvörðun vegna þess að mér sýnist þessi ákvörðun hjá Ielandair vera einhvers konar neyðarréttarleg ákvörðun. Að ef þeir geri þetta ekki þá horfi þeir fram á slíkt fjárhagslegt tjón að það valdi gjaldþroti,“ sagði Lára V. Júlíusdóttir, hæstaréttarlögmaður og sérfræðingur í vinnurétti. Ákvörðun atvinnurekandans sé í fljótu bragði ekki þess eðlis að hafa áhrif á vinnudeilur. Lára V. Júlíusdóttir er hæstaréttarlögmaður.AÐSEND „Hann getur ekki haft starfsmann í starfi á þessum kjörum og því er honum sú leið ein fær önnur en að lýsa til gjaldþrota,“ sagði Lára. Hún segir að forgangsákvæði kjarasamnings Flugfreyjufélagsins og Icelandair sem rann út árið 2018 gæti komið í veg fyrir að Icelandair geti samið við annan aðila en Flugfreyjufélagið. „Þetta þýðir það að atvinnurekandi má ekki ráða aðra til starfsins en hann verður að láta félagsmenn í Flugfreyjufélaginu ganga fyrir. Þetta forgangsréttarákvæði virkar þannig að á meðan það er í gildi þá geta samtök atvinnulífsins ekki gert samning við eitthvert annað félag um þessi sömu störf.“ „Ef Flugfreyjufélagið er ekki til viðræðna lengur þá er það spurning hvort að Icelandair sé bundið þessum forgangsréttarákvæðum,“ sagði Lára.
Icelandair Vinnumarkaður Kjaramál Tengdar fréttir Icelandair hafi skipulega brotið upp FFÍ til að ganga í augun á fjárfestum Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, fer hörðum orðum um stjórnendur Icelandair á Facebook-síðu sinni í gær. 18. júlí 2020 11:41 Getur ekki orða bundist vegna deilna Icelandair og flugfreyja: „Verkalýðsforkólfar fara nú hamförum“ Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, segir verkalýðsforystuna fara hamförum í ummælum um mál Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands. 17. júlí 2020 22:41 Flugfreyjur boða allsherjarverkfall Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar flugfreyja hefst klukkan 10 að morgni 24. júlí næstkomandi og mun henni ljúka klukkan 12 á hádegi þann 27. júlí. 17. júlí 2020 18:10 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Innlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Icelandair hafi skipulega brotið upp FFÍ til að ganga í augun á fjárfestum Halla Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands, fer hörðum orðum um stjórnendur Icelandair á Facebook-síðu sinni í gær. 18. júlí 2020 11:41
Getur ekki orða bundist vegna deilna Icelandair og flugfreyja: „Verkalýðsforkólfar fara nú hamförum“ Guðmundur Þórður Guðmundsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í handknattleik, segir verkalýðsforystuna fara hamförum í ummælum um mál Icelandair og Flugfreyjufélags Íslands. 17. júlí 2020 22:41
Flugfreyjur boða allsherjarverkfall Atkvæðagreiðsla um boðun vinnustöðvunar flugfreyja hefst klukkan 10 að morgni 24. júlí næstkomandi og mun henni ljúka klukkan 12 á hádegi þann 27. júlí. 17. júlí 2020 18:10