„Ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 19. júlí 2020 03:18 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, kveðst að svo stöddu ekki geta tjáð sig mikið um smáatriði nýs kjarasamnings FFÍ og Icelandair sem undirritaður var í nótt, eða í hverju helstu breytingar frá síðasta samningi eru fólgnar. „Það eru ákveðin atriði sem eru gerðar áherslubreytingar á og skýrð betur og síðan er ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið í þessum nýja samning,“ segir Bogi í samtali við fréttastofu í Karphúsinu í nótt. Hann ítrekar að enn eigi eftir að kynna samninginn fyrir félagsmönnum FFÍ. Spurður hvort það hafi verið fljótfærni af hálfu félagsins að grípa til uppsagna á föstudaginn, sem vöktu mikil og hörð viðbrögð, segir Bogi svo ekki vera. „Nei alls ekki, við fórum í þær aðgerðir sem voru mjög erfiðar að sjálfsögðu, erfið ákvörðunartaka í þeirri stöðu sem við vorum í í gær [föstudag] og það var staðan sem var á borðinu í gær en nú er komin ný staða á borðið,“ segir Bogi. Var samningsstaða aðila að einhverju leyti frábrugðin því sem að var fyrir uppsagnirnar, var Icelandair í betri stöðu til að semja eftir þá ákvörðun? „Nei ég held ekki. Við vorum bara að bregðast við aðstæðum í gær [föstudag] og svo síðan halda áfram einhverjar þreifingar í dag og þetta endar svona, með samningi sem betur fer,“ svarar Bogi. Hann kveðst bjartsýnn á að flugfreyjur samþykki samninginn. Og þessi samningur, heldur þú að þetta sé stór liður í því að koma Icelandair út úr þeirri stöðu sem að hefur verið uppi síðustu vikur og mánuði? „Já þetta er mjög mikilvægur þáttur í því að ganga frá samningum við Flugfreyjufélag Íslands alveg eins og við erum búin að semja við Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Flugvirkjafélagið. Þannig að við höfum sagt það, að semja við allar flugstéttirnar til lengri tíma er gríðarlega mikilvægur þáttur í þessu verkefni sem við erum í,“ segir Bogi. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira
Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, kveðst að svo stöddu ekki geta tjáð sig mikið um smáatriði nýs kjarasamnings FFÍ og Icelandair sem undirritaður var í nótt, eða í hverju helstu breytingar frá síðasta samningi eru fólgnar. „Það eru ákveðin atriði sem eru gerðar áherslubreytingar á og skýrð betur og síðan er ákveðin viðbótarhagræðing fyrir fyrirtækið í þessum nýja samning,“ segir Bogi í samtali við fréttastofu í Karphúsinu í nótt. Hann ítrekar að enn eigi eftir að kynna samninginn fyrir félagsmönnum FFÍ. Spurður hvort það hafi verið fljótfærni af hálfu félagsins að grípa til uppsagna á föstudaginn, sem vöktu mikil og hörð viðbrögð, segir Bogi svo ekki vera. „Nei alls ekki, við fórum í þær aðgerðir sem voru mjög erfiðar að sjálfsögðu, erfið ákvörðunartaka í þeirri stöðu sem við vorum í í gær [föstudag] og það var staðan sem var á borðinu í gær en nú er komin ný staða á borðið,“ segir Bogi. Var samningsstaða aðila að einhverju leyti frábrugðin því sem að var fyrir uppsagnirnar, var Icelandair í betri stöðu til að semja eftir þá ákvörðun? „Nei ég held ekki. Við vorum bara að bregðast við aðstæðum í gær [föstudag] og svo síðan halda áfram einhverjar þreifingar í dag og þetta endar svona, með samningi sem betur fer,“ svarar Bogi. Hann kveðst bjartsýnn á að flugfreyjur samþykki samninginn. Og þessi samningur, heldur þú að þetta sé stór liður í því að koma Icelandair út úr þeirri stöðu sem að hefur verið uppi síðustu vikur og mánuði? „Já þetta er mjög mikilvægur þáttur í því að ganga frá samningum við Flugfreyjufélag Íslands alveg eins og við erum búin að semja við Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Flugvirkjafélagið. Þannig að við höfum sagt það, að semja við allar flugstéttirnar til lengri tíma er gríðarlega mikilvægur þáttur í þessu verkefni sem við erum í,“ segir Bogi.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Hælisleitendur bíði brottvísunar við óviðunandi aðstæður Þarf lítið til svo hægt yrði að hækka hámarkshraða í 120 Bullandi hagnaður hjá Sveitarfélaginu Ölfusi Ekki standi til að baka ríkinu skaðabótaskyldu vegna strandveiða Páfinn lagður til grafar og svör ráðherra um strandveiðar Þrettán gistu fangageymslur „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Sex ára gamalt hús í viðgerð: Ekki við flötu þökin að sakast Þýskur kafbátur við Sundahöfn Eitt glæsilegasta hrossaræktarbú landsins til sölu Norðurlandamót í hermiakstri haldið á Íslandi „Ég hef aldrei séð þetta svona svakalegt“ Strætó og jeppi skullu saman á Reykjanesbraut Fangelsin sprungin og skoðunarferð um herskip Skólarnir í eina sæng Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Sjá meira