54 laxa holl í Norðurá Karl Lúðvíksson skrifar 19. júlí 2020 15:40 Norðurá er að detta í 700 laxa vísir/daníel Veiðin í Norðurá er fín þessa dagana en áin er í gullvatni sem er ekki alltaf staðan á þessum tíma. "Við erum bara í góðum málum en Norðurá fer að detta í 700 laxa og það gerist líklega í dag eða á morgun" sagði Einar Sigfússon leigutaki Norðurár í samtali við Veiðivísi í dag. "Það er ágætur gangur á veiðinni, áinn í flottu vatni og nokkuð jafnar göngur þó svo að stóra gangann sem oft kemur í ánna hefur ekki komið ennþá" bætti Einar við. Það er tvennt sem gæti verið í stöðunnu, annars vegar að gangan sé bara að dreifa sér yfir lengri tíma eða þá að hún sé ekki kominn en í því samhengi er rétt að hafa í huga að það er stórstreymt eftir nokkra daga. Það er að sögn kunnugra mikið af laxi í Straumunum en það er lax sem er að fara í Norðurá og stoppar oft í nokkurn tíma þar áður en hann gengur upp. Það er því ekki annað en hægt að gleðjast yfir góðum fréttum úr ánni og á meðan hún er í gullvatni verður veiðin líklega í takt við það, Norðurá er í 13 rúmmetrum í dag. Stangveiði Mest lesið Spá að Miðfjarðará fari yfir 4.000 laxa Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Veðrið búið að vera veiðimönnum erfitt Veiði 5 laxar úr Norðurá fyrsta daginn Veiði Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Risaurriðar komnir á land á Þingvöllum Veiði Stóra Laxá gæti fundið fyrir netaupptöku Veiði Ágætt sumar að baki á svæðum Strengja Veiði Málþing um neikvæð áhrif sjókvíaeldis Veiði Heildarstangveiði 39% minni en í fyrra Veiði
Veiðin í Norðurá er fín þessa dagana en áin er í gullvatni sem er ekki alltaf staðan á þessum tíma. "Við erum bara í góðum málum en Norðurá fer að detta í 700 laxa og það gerist líklega í dag eða á morgun" sagði Einar Sigfússon leigutaki Norðurár í samtali við Veiðivísi í dag. "Það er ágætur gangur á veiðinni, áinn í flottu vatni og nokkuð jafnar göngur þó svo að stóra gangann sem oft kemur í ánna hefur ekki komið ennþá" bætti Einar við. Það er tvennt sem gæti verið í stöðunnu, annars vegar að gangan sé bara að dreifa sér yfir lengri tíma eða þá að hún sé ekki kominn en í því samhengi er rétt að hafa í huga að það er stórstreymt eftir nokkra daga. Það er að sögn kunnugra mikið af laxi í Straumunum en það er lax sem er að fara í Norðurá og stoppar oft í nokkurn tíma þar áður en hann gengur upp. Það er því ekki annað en hægt að gleðjast yfir góðum fréttum úr ánni og á meðan hún er í gullvatni verður veiðin líklega í takt við það, Norðurá er í 13 rúmmetrum í dag.
Stangveiði Mest lesið Spá að Miðfjarðará fari yfir 4.000 laxa Veiði Ekki fyrir viðkvæma: Kind skelfilega illa leikin eftir dýrbít í Lundarreykjadal Veiði Veðrið búið að vera veiðimönnum erfitt Veiði 5 laxar úr Norðurá fyrsta daginn Veiði Rjúpnastofninn í niðursveiflu víða um landið Veiði Risaurriðar komnir á land á Þingvöllum Veiði Stóra Laxá gæti fundið fyrir netaupptöku Veiði Ágætt sumar að baki á svæðum Strengja Veiði Málþing um neikvæð áhrif sjókvíaeldis Veiði Heildarstangveiði 39% minni en í fyrra Veiði