Nánar verði fylgst með svæðinu í kjölfar jarðskjálftahrinu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. júlí 2020 17:59 Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkurbæjar. Mynd/Grindavíkurbær Fundi almannavarnanefndar Grindavíkur lauk fyrr í dag. Þar var farið yfir jarðskjálftahrinu sem riðið hefur yfir á Reykjanesskaga. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir að fylgst verði nánar með svæðinu við Fagradalsfjall í kjölfar jarðskjálftahrinunar. Skjálfti af stærðinni 5 varð við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga upp úr klukkan hálf tólf í gærkvöldi, en margir minni eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, bæði í nótt og í morgun. Að sögn Fannars Jónassonar, bæjarstjóra Grindavíkurbæjar, var meginefni fundarins að fá sérfræðing frá Veðurstofunni til að fara yfir stöðuna, það sem hefur verið að gerast og hvers megi vænta í framhaldinu. „Þetta var upplýsandi fundur. Ég held það megi segja að grunnlínan í þessu sé sú að þarna séu flekaskil að hrökkva til eða rekast saman, eins og gerist stöðugt á Reykjanesinu eða annars staðar þar sem þessir stóru flekar mætast. Það eru í sjálfu sér ekki slæm tíðindi miðað við það að þá fylgir þessu ekki kvikuinnskot eða vísbendingar um gosóróa. Engu að síður er þetta dálítið óþægilegt og heldur öflugir skjálftar sem fylgja þessu,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Hyggja á nánari mælingar Hann segir að þó mælingar sérfræðinga bendi ekki til þess að skjálftarnir geti verið fyrirboðar um eldsumbrot á svæðinu standi til að fylgjast nánar með jarðhræringum á svæðinu í kringum Fagradalsfjall. „Þessir jarðskjálftar hafa verið að færast austar en síðustu mánuði. Þeir voru þarna í kring um fjallið Þorbjörn og eru komnir austar. Nú stendur til að efla mælingar á þessu svæði og fara að nýta líka GPS-tækni frá gervihnöttum til að kanna hvort það geti verið landris í tengslum við þetta,“ segir Fannar og bætir við að niðurstaðna úr þeim mælingum megi vænta á næstu dögum. Hann segir jafnframt að Veðurstofan fylgist vel með gangi mála, og sé í viðbragðsstöðu, kunni eitthvað ískyggilegt að eiga sér stað. Þá verði strax haft samband við viðeigandi viðbragðsaðila. Fólk almennt tiltölulega rólegt Aðspurður um skoðanir fólks á svæðinu og líðan vegna skjálftanna segir Fannar að viðbrögð fólks séu mismunandi. „Það þarf ekki að koma á óvart að það séu áframhaldandi skjálftar en engu að síður bregður mönnum við. Það er misjafnt hvernig fólk tekur þessu, sumir eru sallarólegir en öðrum líður ekki vel.“ Þó segir Fannar að almennt virðist fólk á svæðinu taka málunum með ró. „Þetta er ekki kjörstaða, en svona er þetta.“ Þá hvetur Fannar fólk á svæðinu til þess að fara inn á heimasíður Veðurstofunnar og Almannavarna og kynna sér jarðskjálfta og viðeigandi viðbrögð við þeim. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar halda ró sinni í hættuástandi Hundruð tilkynninga um jarðskjálfta við Grindavík hafa borist Veðurstofu Íslands, sá öflugasti var af stærðinni 5. 20. júlí 2020 15:00 400 tilkynningar vegna skjálftanna í morgun Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. 20. júlí 2020 06:27 „Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Sjá meira
Fundi almannavarnanefndar Grindavíkur lauk fyrr í dag. Þar var farið yfir jarðskjálftahrinu sem riðið hefur yfir á Reykjanesskaga. Bæjarstjóri Grindavíkurbæjar segir að fylgst verði nánar með svæðinu við Fagradalsfjall í kjölfar jarðskjálftahrinunar. Skjálfti af stærðinni 5 varð við Fagradalsfjall á Reykjanesskaga upp úr klukkan hálf tólf í gærkvöldi, en margir minni eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið, bæði í nótt og í morgun. Að sögn Fannars Jónassonar, bæjarstjóra Grindavíkurbæjar, var meginefni fundarins að fá sérfræðing frá Veðurstofunni til að fara yfir stöðuna, það sem hefur verið að gerast og hvers megi vænta í framhaldinu. „Þetta var upplýsandi fundur. Ég held það megi segja að grunnlínan í þessu sé sú að þarna séu flekaskil að hrökkva til eða rekast saman, eins og gerist stöðugt á Reykjanesinu eða annars staðar þar sem þessir stóru flekar mætast. Það eru í sjálfu sér ekki slæm tíðindi miðað við það að þá fylgir þessu ekki kvikuinnskot eða vísbendingar um gosóróa. Engu að síður er þetta dálítið óþægilegt og heldur öflugir skjálftar sem fylgja þessu,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Hyggja á nánari mælingar Hann segir að þó mælingar sérfræðinga bendi ekki til þess að skjálftarnir geti verið fyrirboðar um eldsumbrot á svæðinu standi til að fylgjast nánar með jarðhræringum á svæðinu í kringum Fagradalsfjall. „Þessir jarðskjálftar hafa verið að færast austar en síðustu mánuði. Þeir voru þarna í kring um fjallið Þorbjörn og eru komnir austar. Nú stendur til að efla mælingar á þessu svæði og fara að nýta líka GPS-tækni frá gervihnöttum til að kanna hvort það geti verið landris í tengslum við þetta,“ segir Fannar og bætir við að niðurstaðna úr þeim mælingum megi vænta á næstu dögum. Hann segir jafnframt að Veðurstofan fylgist vel með gangi mála, og sé í viðbragðsstöðu, kunni eitthvað ískyggilegt að eiga sér stað. Þá verði strax haft samband við viðeigandi viðbragðsaðila. Fólk almennt tiltölulega rólegt Aðspurður um skoðanir fólks á svæðinu og líðan vegna skjálftanna segir Fannar að viðbrögð fólks séu mismunandi. „Það þarf ekki að koma á óvart að það séu áframhaldandi skjálftar en engu að síður bregður mönnum við. Það er misjafnt hvernig fólk tekur þessu, sumir eru sallarólegir en öðrum líður ekki vel.“ Þó segir Fannar að almennt virðist fólk á svæðinu taka málunum með ró. „Þetta er ekki kjörstaða, en svona er þetta.“ Þá hvetur Fannar fólk á svæðinu til þess að fara inn á heimasíður Veðurstofunnar og Almannavarna og kynna sér jarðskjálfta og viðeigandi viðbrögð við þeim.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Grindavík Tengdar fréttir Grindvíkingar halda ró sinni í hættuástandi Hundruð tilkynninga um jarðskjálfta við Grindavík hafa borist Veðurstofu Íslands, sá öflugasti var af stærðinni 5. 20. júlí 2020 15:00 400 tilkynningar vegna skjálftanna í morgun Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. 20. júlí 2020 06:27 „Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Sjá meira
Grindvíkingar halda ró sinni í hættuástandi Hundruð tilkynninga um jarðskjálfta við Grindavík hafa borist Veðurstofu Íslands, sá öflugasti var af stærðinni 5. 20. júlí 2020 15:00
400 tilkynningar vegna skjálftanna í morgun Um 1.400 jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesi síðasta sólarhring og þar af um sjö hundruð eftir miðnætti. 20. júlí 2020 06:27
„Þessi var klárlega einn af þeim stærri“ Íbúi í Grindavík fann vel fyrir skjálftanum 20. júlí 2020 00:32